Gagnagrunnur um laun landsmanna nýtist til stefnumótunar Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2019 19:32 Leiðtogar stjórnarflokkanna kynntu í dag nýjan gagnagrunn á netinu þar sem hægt er að skoða launaþróun einstakra hópa langt aftur í tímann. Forsætisráðherra segir grunninn gagnast stjórnvöldum við stefnumótun til framtíðar. Vísir/Vilhelm Leiðtogar stjórnarflokkanna kynntu í dag nýjan gagnagrunn á netinu þar sem hægt er að skoða launaþróun einstakra hópa langt aftur í tímann. Forsætisráðherra segir grunninn gagnast stjórnvöldum við stefnumótun til framtíðar. Undanfarið ár hefur verið unnið að því á vegum forsætisráðuneytisins í samstarfi við um áttatíu aðila að koma gagnagrunninum á legg. Upplýsingarnar eru ópersónugreinanlegar en sýna þróun raunverulegra ráðstöfunartekna ólíkra hópa, þar sem tekið er tillit til bóta ýmis konar frá ríki og sveitarfélögum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gagnagrunninn betri en nokkra þurra skýrslu um tekjur landsmanna. „Ég held að þetta sé algerlega einstakt verkefni. Ég held að hvergi; mér er ekki kunnugt um að nokkurs staðar hafi áður verið farið jafn djúpt ofan í raungögn yfir svona langt tímabil. Og nákvæmlega skoðað hvernig lífskjaraþróunin hefur verið yfir svona langt tímabil,” segir Bjarni.Leiðtogar stjórnarflokkanna kynntu í dag nýjan gagnagrunn á netinu þar sem hægt er að skoða launaþróun einstakra hópa langt aftur í tíma.Vísir/VilhelmNú geta allir farið inn á vefinn tekjusagan.is og borið sjálfan sig saman við þróun tekna ólíkra hópa á undanförnum tuttugu og fimm árum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir merkilegt að skoða hvernig fjármálakreppan lék einstaka hópa í samfélaginu. „Það er auðvitað mikilvægt að draga það saman í þessum grunni. En sýna líka hvernig ólíkum hópum hefur gengið að ná sér aftur á strik eftir hrun. Getur þetta hjálpað stjórnvöldum við stefnumótun? Algerlega tvímælalaust. Þetta er eitt af því sem við höfum verið að ræða. Það hefur verið ákveðinn skortur á að raungögn séu aðgengileg með svona tiltölulega einföldum og gagnsæjum hætti,” segir Katrín. Þannig megi greina hópa sem stjórnvöld þurfi að huga betur að, eins og einstæðar mæður og aðra hópa sem vegnað hefur betur. Einnig að fólk færist milli tekjuhópa. Í þessum gögnum sem við birtum getum við í raun og veru séð hvernig fólk færist á milli tekjutíunda í lífshlaupinu. Þau virðast benda til að félagslegur hreyfanleiki á Íslandi sé mjög mikill. Sem er auðvitað mjög jákvætt,” segir Katrín. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu og sveitarstjórnaráðherra telur að grunnurinn muni gagnast stjórnvöldum vel við stefnumótun og við að ákveða hvert þau beina aðstoð sinni. „Þá er þetta tæki fyrir stjórnvöld, að greina þá hópa og beina þar af leiðandi stuðningnum með skynsamlegri hætti til þeirra. Heldur við höfum almennt verið í umræðunni,” segir Sigurður Ingi. Alþingi Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Fleiri fréttir Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Leiðtogar stjórnarflokkanna kynntu í dag nýjan gagnagrunn á netinu þar sem hægt er að skoða launaþróun einstakra hópa langt aftur í tímann. Forsætisráðherra segir grunninn gagnast stjórnvöldum við stefnumótun til framtíðar. Undanfarið ár hefur verið unnið að því á vegum forsætisráðuneytisins í samstarfi við um áttatíu aðila að koma gagnagrunninum á legg. Upplýsingarnar eru ópersónugreinanlegar en sýna þróun raunverulegra ráðstöfunartekna ólíkra hópa, þar sem tekið er tillit til bóta ýmis konar frá ríki og sveitarfélögum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gagnagrunninn betri en nokkra þurra skýrslu um tekjur landsmanna. „Ég held að þetta sé algerlega einstakt verkefni. Ég held að hvergi; mér er ekki kunnugt um að nokkurs staðar hafi áður verið farið jafn djúpt ofan í raungögn yfir svona langt tímabil. Og nákvæmlega skoðað hvernig lífskjaraþróunin hefur verið yfir svona langt tímabil,” segir Bjarni.Leiðtogar stjórnarflokkanna kynntu í dag nýjan gagnagrunn á netinu þar sem hægt er að skoða launaþróun einstakra hópa langt aftur í tíma.Vísir/VilhelmNú geta allir farið inn á vefinn tekjusagan.is og borið sjálfan sig saman við þróun tekna ólíkra hópa á undanförnum tuttugu og fimm árum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir merkilegt að skoða hvernig fjármálakreppan lék einstaka hópa í samfélaginu. „Það er auðvitað mikilvægt að draga það saman í þessum grunni. En sýna líka hvernig ólíkum hópum hefur gengið að ná sér aftur á strik eftir hrun. Getur þetta hjálpað stjórnvöldum við stefnumótun? Algerlega tvímælalaust. Þetta er eitt af því sem við höfum verið að ræða. Það hefur verið ákveðinn skortur á að raungögn séu aðgengileg með svona tiltölulega einföldum og gagnsæjum hætti,” segir Katrín. Þannig megi greina hópa sem stjórnvöld þurfi að huga betur að, eins og einstæðar mæður og aðra hópa sem vegnað hefur betur. Einnig að fólk færist milli tekjuhópa. Í þessum gögnum sem við birtum getum við í raun og veru séð hvernig fólk færist á milli tekjutíunda í lífshlaupinu. Þau virðast benda til að félagslegur hreyfanleiki á Íslandi sé mjög mikill. Sem er auðvitað mjög jákvætt,” segir Katrín. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu og sveitarstjórnaráðherra telur að grunnurinn muni gagnast stjórnvöldum vel við stefnumótun og við að ákveða hvert þau beina aðstoð sinni. „Þá er þetta tæki fyrir stjórnvöld, að greina þá hópa og beina þar af leiðandi stuðningnum með skynsamlegri hætti til þeirra. Heldur við höfum almennt verið í umræðunni,” segir Sigurður Ingi.
Alþingi Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Fleiri fréttir Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Sjá meira