Gagnrýna stjórnvöld fyrir að fresta #metoo ráðstefnu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2019 08:15 Ungar athafnakonur gagnrýna stjórnvöld fyrir að fresta ráðstefnu um #metoo byltinguna. Nauðsynlegt sé að halda umræðunni á lofti því enn sé langt í land. Nýrri herferð hefur verið hrint af stað. Herferð með myllumerkinu #vinnufriður hefur verið hrint af stað til að minna á að #metoo er hvergi lokið. Krafan er að stjórnvöld og leiðtogar í atvinnulífinu skilgreini hvaða afleiðingar áreitni á vinnustað hafi fyrir gerendur og þolendur. Það er ekki nóg að viðurkenna vandann. Það þarf að bregðast við honum líka. „Hvað þarf að gerast svo hér ríki vinnufriður?“ spyrja Ungar athafnakonur en þær gagnrýna stjórnvöld fyrir að hafa frestað #metoo ráðstefnu sem átti að fara fram áþingsetningardegi 21. janúar næstkomandi. „Það gengur svolítið brösulega hjá Alþingi núna en það þýðir ekki að það eigi að fresta þessu. Ef þetta er að koma upp þá þarf að taka á því. Það á ekki bara að tala um #metoo þegar gengur vel. Þetta þarf að tækla og þessi #metoo fundur þarf að eiga sér stað. Ef að Alþingi tekur ekki ábyrgð og æðstu leiðtogar samfélagsins þurfa ekki að axla ábyrgð, af hverju ættu einhverjir aðrir að gera það? Þeir eru fyrirmynd þjóðarinnar,“ segir Kolfinna Tómasdóttir, stjórnarmeðlimur Ungra athafnakvenna.Langt í að uppræta áreiti á vinnustöðum Herferðin fór af stað í vikunni og segir Kolfinna viðbrögð hafa verið framar vonum. Hún segir sorglegt að sjá hversu grófar sumar sögurnar eru. Sjálf á hún nokkrar og sagði frá þessari á Twitter síðu sinni: „Ég fitnaði og samstarfsfélagi sagði í vinnunni að það væri allt í lagi því brjóstin mín væru þá stærri, svo kleip hann í það hægra.“ Fjöldi kvenna og karla hafa tekið þátt og benda á að enn sé langt í langt í að uppræta áreiti á vinnustöðum. Kolfinna segir það í okkar valdi að taka höndum saman og breyta þessu. „Svo heyrir maður líka að fólk sé orðið þreytt á þessu og þetta sé alltaf sama umræðan. Auðvitað er fólk þreytt á þessu, við erum líka þreyttar á þessu, það eru allir þreyttir á þessu. Það er ekkert gaman að ræða þetta og rifa upp fyrir fólk. Málið er líka annað hvort breytum við þessu hér og nú eða við bara höldum áfram að ræða þetta,“ segir hún ákveðin. MeToo Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Ungar athafnakonur gagnrýna stjórnvöld fyrir að fresta ráðstefnu um #metoo byltinguna. Nauðsynlegt sé að halda umræðunni á lofti því enn sé langt í land. Nýrri herferð hefur verið hrint af stað. Herferð með myllumerkinu #vinnufriður hefur verið hrint af stað til að minna á að #metoo er hvergi lokið. Krafan er að stjórnvöld og leiðtogar í atvinnulífinu skilgreini hvaða afleiðingar áreitni á vinnustað hafi fyrir gerendur og þolendur. Það er ekki nóg að viðurkenna vandann. Það þarf að bregðast við honum líka. „Hvað þarf að gerast svo hér ríki vinnufriður?“ spyrja Ungar athafnakonur en þær gagnrýna stjórnvöld fyrir að hafa frestað #metoo ráðstefnu sem átti að fara fram áþingsetningardegi 21. janúar næstkomandi. „Það gengur svolítið brösulega hjá Alþingi núna en það þýðir ekki að það eigi að fresta þessu. Ef þetta er að koma upp þá þarf að taka á því. Það á ekki bara að tala um #metoo þegar gengur vel. Þetta þarf að tækla og þessi #metoo fundur þarf að eiga sér stað. Ef að Alþingi tekur ekki ábyrgð og æðstu leiðtogar samfélagsins þurfa ekki að axla ábyrgð, af hverju ættu einhverjir aðrir að gera það? Þeir eru fyrirmynd þjóðarinnar,“ segir Kolfinna Tómasdóttir, stjórnarmeðlimur Ungra athafnakvenna.Langt í að uppræta áreiti á vinnustöðum Herferðin fór af stað í vikunni og segir Kolfinna viðbrögð hafa verið framar vonum. Hún segir sorglegt að sjá hversu grófar sumar sögurnar eru. Sjálf á hún nokkrar og sagði frá þessari á Twitter síðu sinni: „Ég fitnaði og samstarfsfélagi sagði í vinnunni að það væri allt í lagi því brjóstin mín væru þá stærri, svo kleip hann í það hægra.“ Fjöldi kvenna og karla hafa tekið þátt og benda á að enn sé langt í langt í að uppræta áreiti á vinnustöðum. Kolfinna segir það í okkar valdi að taka höndum saman og breyta þessu. „Svo heyrir maður líka að fólk sé orðið þreytt á þessu og þetta sé alltaf sama umræðan. Auðvitað er fólk þreytt á þessu, við erum líka þreyttar á þessu, það eru allir þreyttir á þessu. Það er ekkert gaman að ræða þetta og rifa upp fyrir fólk. Málið er líka annað hvort breytum við þessu hér og nú eða við bara höldum áfram að ræða þetta,“ segir hún ákveðin.
MeToo Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira