Guðmundur: Stórkostleg og hetjuleg barátta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2019 21:34 Ísland tapaði í kvöld fyrir gestgjöfum Þýskalands á HM í handbolta, 24-19. Ungt lið Íslands stóð lengi vel í því þýska, þrátt fyrir að hafa misst bæði Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson af velli vegna meiðsla. Báðir eru meðal reynslumestu manna íslenska liðsins. „Ég vil byrja að hrósa liðinu fyrir stórkostlega og hetjulega baráttu. Þeir gáfu allt í leikinn og þeir voru til algerrar fyrirmyndar,“ sagði stoltur þjálfari íslenska landsliðsins eftir leikinn við Tómas Þór Þórðarson. „Mér finnst varnarleikurinn góður stóran hluta leiksins, en það var ekki einfalt að standa vörnina. Þeir komu með svakalegar árásir og stundum keyrðu þeir af fullum krafti inn í vörnina og drógu menn með sér. Þeir fiskuðu okkur út af með tvær stundum fyrir mjög litlar sakir,“ sagði Guðmundur. „Í fyrri hálfleik gekk okkur mjög vel. Við náðum að komast yfir en þá förum við allt í einu að leita að línunni og gefum nokkrar lélegar línusendingar. Við vorum í raun að afhenda þeim boltann.“ Guðmundur segir að það hafi líka verið sárt að nýta illa þau dauðafæri sem íslensku sóknarmennirnir náðu að skapa sér í leiknum. „Á útivelli fyrir framan 20 þúsund áhorfendur er það of mikið. En þrátt fyrir það erum við að berjast í síðari hálfleik og erum að nálgast þá. Þá klikkum við á tveimur vítum og nýtum ekki færi sem við sköpum í horninu. Þegar uppi er staðið er fimm marka munur á liðunum og það þarf ekki mikið til að breyta því,“ sagði Guðmundur sem segir að brottvísanir íslenska liðsins hafi sömuleiðis verið dýrkeyptar. „Það er að hluta til reynsluleysi um að kenna. Við hverju er að búast þegar við erum með útilínu sem er með meðalaldur rétt í kringum 20 ár?“ „Þetta er ekki einfalt verkefni fyrir þessa drengi og auðvitað söknuðum við Arons Pálmarssonar sem er okkar besti maður. Það var agalegt að geta ekki notað hann meira í dag,“ sagði þjálfarinn að lokum. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Ísland tapaði í kvöld fyrir gestgjöfum Þýskalands á HM í handbolta, 24-19. Ungt lið Íslands stóð lengi vel í því þýska, þrátt fyrir að hafa misst bæði Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson af velli vegna meiðsla. Báðir eru meðal reynslumestu manna íslenska liðsins. „Ég vil byrja að hrósa liðinu fyrir stórkostlega og hetjulega baráttu. Þeir gáfu allt í leikinn og þeir voru til algerrar fyrirmyndar,“ sagði stoltur þjálfari íslenska landsliðsins eftir leikinn við Tómas Þór Þórðarson. „Mér finnst varnarleikurinn góður stóran hluta leiksins, en það var ekki einfalt að standa vörnina. Þeir komu með svakalegar árásir og stundum keyrðu þeir af fullum krafti inn í vörnina og drógu menn með sér. Þeir fiskuðu okkur út af með tvær stundum fyrir mjög litlar sakir,“ sagði Guðmundur. „Í fyrri hálfleik gekk okkur mjög vel. Við náðum að komast yfir en þá förum við allt í einu að leita að línunni og gefum nokkrar lélegar línusendingar. Við vorum í raun að afhenda þeim boltann.“ Guðmundur segir að það hafi líka verið sárt að nýta illa þau dauðafæri sem íslensku sóknarmennirnir náðu að skapa sér í leiknum. „Á útivelli fyrir framan 20 þúsund áhorfendur er það of mikið. En þrátt fyrir það erum við að berjast í síðari hálfleik og erum að nálgast þá. Þá klikkum við á tveimur vítum og nýtum ekki færi sem við sköpum í horninu. Þegar uppi er staðið er fimm marka munur á liðunum og það þarf ekki mikið til að breyta því,“ sagði Guðmundur sem segir að brottvísanir íslenska liðsins hafi sömuleiðis verið dýrkeyptar. „Það er að hluta til reynsluleysi um að kenna. Við hverju er að búast þegar við erum með útilínu sem er með meðalaldur rétt í kringum 20 ár?“ „Þetta er ekki einfalt verkefni fyrir þessa drengi og auðvitað söknuðum við Arons Pálmarssonar sem er okkar besti maður. Það var agalegt að geta ekki notað hann meira í dag,“ sagði þjálfarinn að lokum.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn