Segir fulla ástæðu til að taka tillit til sumra ábendinganna Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. janúar 2019 06:30 Heilbrigðisráðherra vonast til að heilbrigðisstefnan verði lögð fyrir Alþingi ekki síðar en í mars. Fréttablaðið/Eyþór Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fulla ástæðu til að taka mark á sumum af ábendingum Læknafélags Íslands við drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Unnið sé að því í ráðuneytinu að fara yfir tæplega þrjátíu umsagnir sem bárust. Ráðherrann vonast til að leggja málið fyrir Alþingi í mars. „Ábendingar Læknafélagsins snúa að hluta til að því sem félagið saknar í umfjölluninni. En eins og alltaf verður einhvers staðar að takmarka sig en það er full ástæða til að taka tillit til sumra af þeim ábendingum sem fram koma,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um athugasemdir Læknafélags Íslands við drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Hún segir það verkefni heilbrigðisyfirvalda að halda jafnvægi í svona texta. Einblína þurfi á það að kerfið eigi fyrst og fremst að þjóna sjúklingum. Drögin voru sett inn í samráðsgátt stjórnvalda og rann umsagnarfrestur út skömmu fyrir jól. Alls bárust 27 umsagnir um drögin og segir Svandís að vinnan undanfarna daga hafi gengið út á að fara yfir þessar umsagnir og taka tillit til þeirra eftir því sem við á. Þar sé að finna margar gagnlegar ábendingar og málið sé í miðju ferli. „Næsta skref er svo að útbúa þingsályktunartillögu til Alþingis sem er þá í rauninni heilbrigðisstefna til ársins 2030. Þá fer málið í hendur þingsins og þá opnast umsagnarferli að nýju um það skjal. Við vonumst til að þingsályktunartillagan líti dagsins ljós ekki síðar en í mars eins og kemur fram í þingmálaskrá,“ segir Svandís. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær þar sem hann fer yfir athugasemdir félagsins. Þar segir að þótt margt jákvætt komi fram í stefnunni þurfi málið frekari umfjöllunar við. Meðal þeirra þátta sem Læknafélag Íslands nefnir í umsögn sinni er að samráð við hagsmunaaðila hefði mátt vera viðameira og ítarlegra. Svandís bendir á að fundir hafi verið haldnir með ýmsum aðilum eins og heilbrigðisstofnunum, Læknafélagi Íslands, Læknafélagi Reykjavíkur, Félagi hjúkrunarfræðinga og BHM. „Svo var auðvitað fjallað um stefnuna á heilbrigðisþingi þar sem allir gátu skráð sig og Læknafélag Íslands gerði. Það má því segja að Læknafélagið hafi komið alloft að umfjölluninni nú þegar,“ segir Svandís. Reynir nefnir einnig í grein sinni að í stefnuna vanti ákvæði þess efnis að öll þjónusta innan kerfisins sem greidd er af opinberum aðilum skuli byggjast á gagnreyndum fræðum. Þá leggur Læknafélagið til að sett verði inn markmið um stofnun heildarsjúklingasamtaka sem hafi tryggan, faglegan og rekstrarlegan grunn en skortur á ákvæðum um réttindi sjúklinga er gagnrýndur. „Í drögunum er ekkert ákvæði um réttindi sjúklinga og sjúklingarétt. Hvergi er vikið að umboðsmanni sjúklinga og ekki er fjallað um sjúklingasamtök,“ segir í grein Reynis. Þá bendir Félag íslenskra heimilislækna í sinni umsögn á nauðsyn þess að fjölga heimilislæknum en áherslu á mikilvægi uppbyggingar heilsugæslu er fagnað. Sóttvarnalæknir segir drögin metnaðarfullt skjal en hins vegar vanti að mestu nokkur mikilvæg atriði sem snúa að vörnum og viðbrögðum við alvarlegum smitsjúkdómum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fulla ástæðu til að taka mark á sumum af ábendingum Læknafélags Íslands við drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Unnið sé að því í ráðuneytinu að fara yfir tæplega þrjátíu umsagnir sem bárust. Ráðherrann vonast til að leggja málið fyrir Alþingi í mars. „Ábendingar Læknafélagsins snúa að hluta til að því sem félagið saknar í umfjölluninni. En eins og alltaf verður einhvers staðar að takmarka sig en það er full ástæða til að taka tillit til sumra af þeim ábendingum sem fram koma,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um athugasemdir Læknafélags Íslands við drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Hún segir það verkefni heilbrigðisyfirvalda að halda jafnvægi í svona texta. Einblína þurfi á það að kerfið eigi fyrst og fremst að þjóna sjúklingum. Drögin voru sett inn í samráðsgátt stjórnvalda og rann umsagnarfrestur út skömmu fyrir jól. Alls bárust 27 umsagnir um drögin og segir Svandís að vinnan undanfarna daga hafi gengið út á að fara yfir þessar umsagnir og taka tillit til þeirra eftir því sem við á. Þar sé að finna margar gagnlegar ábendingar og málið sé í miðju ferli. „Næsta skref er svo að útbúa þingsályktunartillögu til Alþingis sem er þá í rauninni heilbrigðisstefna til ársins 2030. Þá fer málið í hendur þingsins og þá opnast umsagnarferli að nýju um það skjal. Við vonumst til að þingsályktunartillagan líti dagsins ljós ekki síðar en í mars eins og kemur fram í þingmálaskrá,“ segir Svandís. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær þar sem hann fer yfir athugasemdir félagsins. Þar segir að þótt margt jákvætt komi fram í stefnunni þurfi málið frekari umfjöllunar við. Meðal þeirra þátta sem Læknafélag Íslands nefnir í umsögn sinni er að samráð við hagsmunaaðila hefði mátt vera viðameira og ítarlegra. Svandís bendir á að fundir hafi verið haldnir með ýmsum aðilum eins og heilbrigðisstofnunum, Læknafélagi Íslands, Læknafélagi Reykjavíkur, Félagi hjúkrunarfræðinga og BHM. „Svo var auðvitað fjallað um stefnuna á heilbrigðisþingi þar sem allir gátu skráð sig og Læknafélag Íslands gerði. Það má því segja að Læknafélagið hafi komið alloft að umfjölluninni nú þegar,“ segir Svandís. Reynir nefnir einnig í grein sinni að í stefnuna vanti ákvæði þess efnis að öll þjónusta innan kerfisins sem greidd er af opinberum aðilum skuli byggjast á gagnreyndum fræðum. Þá leggur Læknafélagið til að sett verði inn markmið um stofnun heildarsjúklingasamtaka sem hafi tryggan, faglegan og rekstrarlegan grunn en skortur á ákvæðum um réttindi sjúklinga er gagnrýndur. „Í drögunum er ekkert ákvæði um réttindi sjúklinga og sjúklingarétt. Hvergi er vikið að umboðsmanni sjúklinga og ekki er fjallað um sjúklingasamtök,“ segir í grein Reynis. Þá bendir Félag íslenskra heimilislækna í sinni umsögn á nauðsyn þess að fjölga heimilislæknum en áherslu á mikilvægi uppbyggingar heilsugæslu er fagnað. Sóttvarnalæknir segir drögin metnaðarfullt skjal en hins vegar vanti að mestu nokkur mikilvæg atriði sem snúa að vörnum og viðbrögðum við alvarlegum smitsjúkdómum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Sjá meira