Aldrei fleiri úrkomudagar í Reykjavík og ekki færri sólskinsstundir í 26 ár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2019 10:08 Það er úrkomusamt en nokkuð hlýtt ár að baki. vísir/hanna Úrkomudagar í Reykjavík hafa aldrei verið fleiri en á síðasta ári þegar þeir voru 261. Næstflestir úrkomudagar voru árin 1953 og 1989, alls 255 talsins, en Trausti Jónsson, veðurfræðingur, greinir frá þessu á bloggsíðu sinni, Hungurdiskum. Trausti segir að síðasta ár hafi verið úrkomusamt og nokkuð hlýtt. Þannig var hiti á landsvísu nærri meðallagi síðustu tíu ára en þau ár voru sérstaklega hlý miðað við það sem almennt gengur og gerist hérlendis. „Meðalhiti í Reykjavík var 5,1 stig og er árið eitt þeirra 30 hlýjustu (af 148) frá upphafi mælinga. Meðalhiti á Akureyri var 4,6 stig og það 14.hlýjasta frá upphafi mælinga. Austur á Dalatanga var ársmeðalhitinn 5,2 stig og hefur aðeins 3 sinnum verið hærri,“ segir Trausti. Úrkoma í Reykjavík mældist svo 1059,2 millimetrar og hefur aðeins sjö sinnum mælst meiri úrkoma frá upphafi samfelldra mælinga árið 1921 en síðast var úrkoman meiri árið 2007. „Þetta er tæpum þriðjungi umfram meðallag. Úrkomudagar voru óvenjumargir, 261 og hafa aldrei verið fleiri. Næstflestir voru úrkomudagarnir árið 1953 og 1989, 255 talsins. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða fleiri voru 183 og hafa aðeins tvisvar verið fleiri, 1953 og 1921. Á Akureyri mældist úrkoman 687,2 mm eða um 40 prósent umfram meðallag og hefur aðeins tvisvar mælst meiri á einu ári, 2014 og 1989. Úrkomudagar voru einnig óvenjumargir á Akureyri, 209, og hafa aðeins þrisvar verið fleiri á einu ári, flestir 224 árið 2014,“ segir í færslu Trausta. Þá hafa ekki mælst færri sólskinsstundir í Reykjavík í 26 ár eða síðan 1992. Voru þær 1163 á nýliðnu ári, rúmlega 100 færri en í meðalári. „Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 1016 og er það í tæpu meðallagi. Alhvítir dagar voru 38 á árinu í Reykjavík og hafa ekki verið jafnfáir frá 2010. Á Akureyri voru alhvítu dagarnir 98, um 20 færri en í meðalári,“ segir Trausti á bloggsíðu sinni sem lesa má hér. Veður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Úrkomudagar í Reykjavík hafa aldrei verið fleiri en á síðasta ári þegar þeir voru 261. Næstflestir úrkomudagar voru árin 1953 og 1989, alls 255 talsins, en Trausti Jónsson, veðurfræðingur, greinir frá þessu á bloggsíðu sinni, Hungurdiskum. Trausti segir að síðasta ár hafi verið úrkomusamt og nokkuð hlýtt. Þannig var hiti á landsvísu nærri meðallagi síðustu tíu ára en þau ár voru sérstaklega hlý miðað við það sem almennt gengur og gerist hérlendis. „Meðalhiti í Reykjavík var 5,1 stig og er árið eitt þeirra 30 hlýjustu (af 148) frá upphafi mælinga. Meðalhiti á Akureyri var 4,6 stig og það 14.hlýjasta frá upphafi mælinga. Austur á Dalatanga var ársmeðalhitinn 5,2 stig og hefur aðeins 3 sinnum verið hærri,“ segir Trausti. Úrkoma í Reykjavík mældist svo 1059,2 millimetrar og hefur aðeins sjö sinnum mælst meiri úrkoma frá upphafi samfelldra mælinga árið 1921 en síðast var úrkoman meiri árið 2007. „Þetta er tæpum þriðjungi umfram meðallag. Úrkomudagar voru óvenjumargir, 261 og hafa aldrei verið fleiri. Næstflestir voru úrkomudagarnir árið 1953 og 1989, 255 talsins. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða fleiri voru 183 og hafa aðeins tvisvar verið fleiri, 1953 og 1921. Á Akureyri mældist úrkoman 687,2 mm eða um 40 prósent umfram meðallag og hefur aðeins tvisvar mælst meiri á einu ári, 2014 og 1989. Úrkomudagar voru einnig óvenjumargir á Akureyri, 209, og hafa aðeins þrisvar verið fleiri á einu ári, flestir 224 árið 2014,“ segir í færslu Trausta. Þá hafa ekki mælst færri sólskinsstundir í Reykjavík í 26 ár eða síðan 1992. Voru þær 1163 á nýliðnu ári, rúmlega 100 færri en í meðalári. „Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 1016 og er það í tæpu meðallagi. Alhvítir dagar voru 38 á árinu í Reykjavík og hafa ekki verið jafnfáir frá 2010. Á Akureyri voru alhvítu dagarnir 98, um 20 færri en í meðalári,“ segir Trausti á bloggsíðu sinni sem lesa má hér.
Veður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent