Mikið um að vera í geimnum á árinu Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2019 13:00 SpaceX verður fyrirferðarmikið á árinu, eins og síðustu ár. Vísir/SPACEX Árið 2018 þótti merkilegt fyrir geimferðir og var mikið um að vera. Þó árið 2019 sé einungis ný byrjað hefur mannkynið þó náð tveimur áföngum í geimnum. Bandaríska geimfarið New Horizons hefur flogið fram hjá Ultima Thule, fjarlægasta fyrirbæri sem geimfar hefur kannað. Þá lentu Kínverjar fari á fjarhlið tunglsins og er það í fyrsta sinn sem slíkt er gert.Stefnt er að því að ná þó nokkrum áföngum á árinu en hér að neðan verður stiklað á stóru yfir það merkilegasta. Þá er vert að taka fram að dagsetningar geta auðveldlega breyst enda er geimskotum og tilraunum frestað reglulega.SpaceX prófar Drekann – 17. janúar Fyrirtækið SpaceX hefur náð miklum árangri í því að skjóta gervihnöttum og birgðum til geimstöðvarinnar á loft með eldflaugum sem hannaðar eru til að lenda aftur á jörðinni. Þannig er hægt að nota eldflaugarnar á nýjan leik með tiltölulega litlum kostnaði, samanborið við önnur fyrirtæki sem byggja nýjar eldflaugar fyrir hvert geimskot. Þann 17 janúar ætlar fyrirtækið að skjóta geimfarinu Crew Dragon til geimstöðvarinnar. Geimfar þetta er sérhannað til að bera farþega út í geim. Drekinn er hannaður til að bera allt að sjö geimfara til geimstöðvarinnar og aftur til jarðar.Að þessu sinni verður geimfarið tómt og stendur til að senda það til geimstöðvarinnar, tengja það við stöðina og senda það aftur til jarðarinnar. Geimfarið verður látið lenda í Atlantshafinu. Heppnist þessi tilraun er áætlað að framkvæma mannað tilraunaskot seinna á árinu.Geimförum hefur ekki verið skotið á loft frá Bandaríkjunum frá 2011 og hefur NASA þess í stað treyst á Rússa til að koma geimförum til geimstöðvarinnar.Annað geimfar Indverja til tunglsins Geimvísindastofnun Indlands ætlar að senda annað geimfar til tunglsins og að þessu sinni stendur til að lenda fari á yfirborði tunglsins. Fari þessu er ætlað að lenda á suðurpól tunglsins og gera þar jarðfræðirannsóknir. Síðasta geimfar sem Indverjar sendu til tunglsins fann ummerki um vatn á yfirborðinu. Upprunalega stóð til að skjóta geimfarinu á loft í fyrra. Svo var geimskotið fært til 3. janúar en því var frestað aftur. Ekki liggur fyrir hvenær geimskotið verður framkvæmt.Ísraelar reyna að verða fyrri til Ísraelska fyrirtækið SpaceIL ætlar sér einnig að senda geimfar til tunglsins og lenda þar fari. Þetta verður fyrsta geimfar þjóðarinnar sem sent verður til tunglsins og eru vonir til þess að þeir verði þeir fjórðu til að lenda fari á tunglinu, á eftir Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína. Til þess þurfa þeir þó að vera á undan Indverjum.Fyrirtækið var stofnað með Google Lunar XPRIZE keppnina í huga, sem sneri að því að lenda fari á tunglinu, ferðast minnst 500 metra á, yfir eða undir yfirborði tunglsins og senda myndband og myndir í háskerpu til jarðarinnar. Verðlaunin voru 20 milljónir dala en keppnin endaði í mars í fyrra og án sigurvegara. Geimfari SpaceIL verður skotið til tunglsins með eldflaug SpaceX.Boeing prófar einnig geimfar fyrir menn SpaceX er ekki eina fyrirtækið sem mun prófa geimfar sem hannað er fyrir menn á árinu. Boeing ætlar einnig að gera það og gæti tilraunin farið fram í byrjun mars. Fyrirtækið hefur unnið að þróun geimfarsins CST-100 Starliner.Eðlilega verður engin áhöfn um borð í geimfarinu í fyrsta skotinu og heppnist það stendur til að skjóta mönnum á loft seinna á árinu.Kínverjar eru ekki langt undan Geimvísindastofnun Kína hefur einnig unnið að þróun nýrrar kynslóðar geimfara fyrir menn. Í fyrra bárust fregnir af því að prófanir á slíku geimfari færu fram nú í ár. Geimfarið hefur ekki fengið nafn en ákveðin leynd hvílir yfir geimvísindastofnun Kína og verkefnum stofnunarinnar.China Daily sagði þó frá því að geimfarinu yrði ætlað að senda menn til tunglsins, geimstöðvar Kína og jafnvel lengra út í sólkerfið. Þá á geimfarið einnig að vera endurnýtanlegt og búa yfir háþróaðri tækni.Vilja sýni frá tunglinu Þó Kínverjum hafi tekist að lenda geimfari á fjarhlið tunglsins ætla þeir sér þó ekki að taka því rólega. Næsta verkefni þeirra er að lenda öðru fari á fjarhlið tunglsins. Því fari er ætlað að safna sýnum og flytja þau til jarðarinnar. Mögulegt er að verkefni þetta hefjist á árinu en heppnist það, yrði það í fyrsta sinn frá 1976 sem sýni yrðu flutt frá tunglinu til jarðarinnar.Sýni frá smástirni Geimfarið Hayabusa2 komst í fyrra á leiðarenda á smástirninu Rygu og lenti fari þar. Geimfarið sendi merkilegt myndefni til jarðarinnar en þar með var verkefni þess ekki lokið enn. Lendingarfarið á að safna jarðvegssýnum frá smástirninu og koma þeim aftur til jarðarinnar. Með þessu verkefni vonast vísindamenn til að varpa ljósi á uppruna vatns á jörðinni og fá betri mynd af því hvernig plánetur urðu til. Geimurinn Tækni Vísindi Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Árið 2018 þótti merkilegt fyrir geimferðir og var mikið um að vera. Þó árið 2019 sé einungis ný byrjað hefur mannkynið þó náð tveimur áföngum í geimnum. Bandaríska geimfarið New Horizons hefur flogið fram hjá Ultima Thule, fjarlægasta fyrirbæri sem geimfar hefur kannað. Þá lentu Kínverjar fari á fjarhlið tunglsins og er það í fyrsta sinn sem slíkt er gert.Stefnt er að því að ná þó nokkrum áföngum á árinu en hér að neðan verður stiklað á stóru yfir það merkilegasta. Þá er vert að taka fram að dagsetningar geta auðveldlega breyst enda er geimskotum og tilraunum frestað reglulega.SpaceX prófar Drekann – 17. janúar Fyrirtækið SpaceX hefur náð miklum árangri í því að skjóta gervihnöttum og birgðum til geimstöðvarinnar á loft með eldflaugum sem hannaðar eru til að lenda aftur á jörðinni. Þannig er hægt að nota eldflaugarnar á nýjan leik með tiltölulega litlum kostnaði, samanborið við önnur fyrirtæki sem byggja nýjar eldflaugar fyrir hvert geimskot. Þann 17 janúar ætlar fyrirtækið að skjóta geimfarinu Crew Dragon til geimstöðvarinnar. Geimfar þetta er sérhannað til að bera farþega út í geim. Drekinn er hannaður til að bera allt að sjö geimfara til geimstöðvarinnar og aftur til jarðar.Að þessu sinni verður geimfarið tómt og stendur til að senda það til geimstöðvarinnar, tengja það við stöðina og senda það aftur til jarðarinnar. Geimfarið verður látið lenda í Atlantshafinu. Heppnist þessi tilraun er áætlað að framkvæma mannað tilraunaskot seinna á árinu.Geimförum hefur ekki verið skotið á loft frá Bandaríkjunum frá 2011 og hefur NASA þess í stað treyst á Rússa til að koma geimförum til geimstöðvarinnar.Annað geimfar Indverja til tunglsins Geimvísindastofnun Indlands ætlar að senda annað geimfar til tunglsins og að þessu sinni stendur til að lenda fari á yfirborði tunglsins. Fari þessu er ætlað að lenda á suðurpól tunglsins og gera þar jarðfræðirannsóknir. Síðasta geimfar sem Indverjar sendu til tunglsins fann ummerki um vatn á yfirborðinu. Upprunalega stóð til að skjóta geimfarinu á loft í fyrra. Svo var geimskotið fært til 3. janúar en því var frestað aftur. Ekki liggur fyrir hvenær geimskotið verður framkvæmt.Ísraelar reyna að verða fyrri til Ísraelska fyrirtækið SpaceIL ætlar sér einnig að senda geimfar til tunglsins og lenda þar fari. Þetta verður fyrsta geimfar þjóðarinnar sem sent verður til tunglsins og eru vonir til þess að þeir verði þeir fjórðu til að lenda fari á tunglinu, á eftir Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína. Til þess þurfa þeir þó að vera á undan Indverjum.Fyrirtækið var stofnað með Google Lunar XPRIZE keppnina í huga, sem sneri að því að lenda fari á tunglinu, ferðast minnst 500 metra á, yfir eða undir yfirborði tunglsins og senda myndband og myndir í háskerpu til jarðarinnar. Verðlaunin voru 20 milljónir dala en keppnin endaði í mars í fyrra og án sigurvegara. Geimfari SpaceIL verður skotið til tunglsins með eldflaug SpaceX.Boeing prófar einnig geimfar fyrir menn SpaceX er ekki eina fyrirtækið sem mun prófa geimfar sem hannað er fyrir menn á árinu. Boeing ætlar einnig að gera það og gæti tilraunin farið fram í byrjun mars. Fyrirtækið hefur unnið að þróun geimfarsins CST-100 Starliner.Eðlilega verður engin áhöfn um borð í geimfarinu í fyrsta skotinu og heppnist það stendur til að skjóta mönnum á loft seinna á árinu.Kínverjar eru ekki langt undan Geimvísindastofnun Kína hefur einnig unnið að þróun nýrrar kynslóðar geimfara fyrir menn. Í fyrra bárust fregnir af því að prófanir á slíku geimfari færu fram nú í ár. Geimfarið hefur ekki fengið nafn en ákveðin leynd hvílir yfir geimvísindastofnun Kína og verkefnum stofnunarinnar.China Daily sagði þó frá því að geimfarinu yrði ætlað að senda menn til tunglsins, geimstöðvar Kína og jafnvel lengra út í sólkerfið. Þá á geimfarið einnig að vera endurnýtanlegt og búa yfir háþróaðri tækni.Vilja sýni frá tunglinu Þó Kínverjum hafi tekist að lenda geimfari á fjarhlið tunglsins ætla þeir sér þó ekki að taka því rólega. Næsta verkefni þeirra er að lenda öðru fari á fjarhlið tunglsins. Því fari er ætlað að safna sýnum og flytja þau til jarðarinnar. Mögulegt er að verkefni þetta hefjist á árinu en heppnist það, yrði það í fyrsta sinn frá 1976 sem sýni yrðu flutt frá tunglinu til jarðarinnar.Sýni frá smástirni Geimfarið Hayabusa2 komst í fyrra á leiðarenda á smástirninu Rygu og lenti fari þar. Geimfarið sendi merkilegt myndefni til jarðarinnar en þar með var verkefni þess ekki lokið enn. Lendingarfarið á að safna jarðvegssýnum frá smástirninu og koma þeim aftur til jarðarinnar. Með þessu verkefni vonast vísindamenn til að varpa ljósi á uppruna vatns á jörðinni og fá betri mynd af því hvernig plánetur urðu til.
Geimurinn Tækni Vísindi Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira