864 sagt upp í hópuppsögnum í fyrra Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. janúar 2019 13:36 Flestir þeirra sem sagt var upp í hópuppsögn á síðasta ári höfðu starfað við flutninga. Vísir/Vilhelm Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember síðastliðnum. Þar var 269 einstaklingum sagt upp störfum, 149 manns í flutningum og 120 í framleiðslu. Fram kemur í úttekt á vef Vinnumálastofnunar að af þessum 269 sem sagt var upp störfum hafi 231 verið á höfuðborgarsvæðinu og 38 á Suðurlandi. Um er að ræða næstum þriðjung allra þeirra hópuuppsagna sem stofnuninni bárust í fyrra. Þessar tölur ríma vel við fréttaflutning af hópuppsögnum í desember. Til að mynda var greint frá því að 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air yrði sagt upp, sem fellur undir „flutninga“-flokkinn, og að 120 manns myndu missa vinnuna við lokun bakarískeðjunnar Kornsins sem fellur undir „framleiðslu.“ Vinnumálastofnun hefur hins vegar þann háttinn á að gefa ekki upp hvaða fyrirtæki eða stofnanir hafa ráðist í hópuppsagnir. Vísir hefur sent formlegt erindi um að athugað verði hvort það vinnulag standist upplýsingalög. Í fyrrnefndri úttekt Vinnumálastofnunar segir jafnframt að alls hafi 15 hópuppsagnir ratað inn á borð stofnunarinnar allt síðastliðið ár. Í þeim var 864 manns sagt upp og höfðu 45 prósent þeirra starfað við flutninga, eða 393 einstaklingar. Í iðnaðarframleiðslu misstu 266 manns vinnunna og 151 í fiskvinnslu. Um talsverða aukningu er að ræða, séu hópuppsagnirnar bornar saman við fyrri ár. Þannig var 652 sagt upp í hópuppsögnum árið 2017 og 493 árið 2016. Einnig er þess getið að alls hafi 51 prósent hópuppsagna á árinu 2018 verið á höfuðborgarsvæðinu, um 34 prósent á Suðurnesjum, um 11 prósent á Suðurlandi, um 3 prósent á Vesturlandi og um 1 prósent á Vestfjörðum.Vinnumálastofnun Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Vistaskipti Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Segja um 120 missa vinnuna hjá Korninu Öllum 120 starfsmönnum bakarískeðjunnar Kornsins mun hafa verið sagt upp. 21. desember 2018 12:42 Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember síðastliðnum. Þar var 269 einstaklingum sagt upp störfum, 149 manns í flutningum og 120 í framleiðslu. Fram kemur í úttekt á vef Vinnumálastofnunar að af þessum 269 sem sagt var upp störfum hafi 231 verið á höfuðborgarsvæðinu og 38 á Suðurlandi. Um er að ræða næstum þriðjung allra þeirra hópuuppsagna sem stofnuninni bárust í fyrra. Þessar tölur ríma vel við fréttaflutning af hópuppsögnum í desember. Til að mynda var greint frá því að 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air yrði sagt upp, sem fellur undir „flutninga“-flokkinn, og að 120 manns myndu missa vinnuna við lokun bakarískeðjunnar Kornsins sem fellur undir „framleiðslu.“ Vinnumálastofnun hefur hins vegar þann háttinn á að gefa ekki upp hvaða fyrirtæki eða stofnanir hafa ráðist í hópuppsagnir. Vísir hefur sent formlegt erindi um að athugað verði hvort það vinnulag standist upplýsingalög. Í fyrrnefndri úttekt Vinnumálastofnunar segir jafnframt að alls hafi 15 hópuppsagnir ratað inn á borð stofnunarinnar allt síðastliðið ár. Í þeim var 864 manns sagt upp og höfðu 45 prósent þeirra starfað við flutninga, eða 393 einstaklingar. Í iðnaðarframleiðslu misstu 266 manns vinnunna og 151 í fiskvinnslu. Um talsverða aukningu er að ræða, séu hópuppsagnirnar bornar saman við fyrri ár. Þannig var 652 sagt upp í hópuppsögnum árið 2017 og 493 árið 2016. Einnig er þess getið að alls hafi 51 prósent hópuppsagna á árinu 2018 verið á höfuðborgarsvæðinu, um 34 prósent á Suðurnesjum, um 11 prósent á Suðurlandi, um 3 prósent á Vesturlandi og um 1 prósent á Vestfjörðum.Vinnumálastofnun
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Vistaskipti Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Segja um 120 missa vinnuna hjá Korninu Öllum 120 starfsmönnum bakarískeðjunnar Kornsins mun hafa verið sagt upp. 21. desember 2018 12:42 Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09
Segja um 120 missa vinnuna hjá Korninu Öllum 120 starfsmönnum bakarískeðjunnar Kornsins mun hafa verið sagt upp. 21. desember 2018 12:42
Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22