Segir sjálfsagt að Aron og Kristbjörg beri fjárhagslega áhættu eins og aðrir Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. janúar 2019 14:36 Kolfinna Von Arnardóttir segist hafa tekið málið mjög inn á sig. Vísir/Vilhelm Kolfinna Von Arnardóttir segir að hún hafi ítrekað reynt að semja við Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörgu Jónasdóttur, en án árangurs. Tilraunir til að bera klæði á vopnin hafi misst marks og viðskiptasaga þeirra hafi verið sér dýrkeyptur lærdómur. Greint var frá því fyrr í dag að Aron hafi krafist gjaldþrots Kolfinnu Vonar eftir misheppnuð viðskipti tengd fatamerkinu JÖR árið 2016, viðskiptum sem Kolfinna lýsir sem áhættufjárfestingu. Vísir reyndi árangurslaust að ná tali af Kolfinnu Von í morgun en hún sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins nú eftir hádegi. Í færslu sinni á Facebook rekur hún sína hlið á málinu, sem tíunduð var í frétt Vísis í morgun. Kolfinna segir í færslu sinni að það sé rétt að hún hafi boðist til að kaupa hlut Arons Einars og Kristbjargar í JÖR. Það hafi þó, eftir á að hyggja, verið mistök að sögn Kolfinnu enda telur hún sjálfsagt að þau hjónin eigi að bera fjárhagslega áhættu af fjárfestingum eins og aðrir. Hún segir þannig að það hafi aldrei komið til neinnar skuldar, því hún hafi ekki fengið neina fjármuni lánaða frá knattspyrnumanninum og eiginkonu hans. „En ég vildi koma til móts við þau með því að kaupa af þeim þeirra hlut, en átti í erfiðleikum með að standa við þær greiðslur sem samið var um. Ég reyndi ítrekað að semja um málið við þau, án árangurs,“ skrifar Kolfinna.Sjá einnig: Aron Einar fór fram á gjalþrot KolfinnuHún segir að málið hafi verið sér dýrkeyptur lærdómur, erfitt sé að verjast í máli sem þessu þar sem miklar tilfinningar eru í spilinu og segist Kolfinna hafa tekið það allt mjög nærri sér. „[É]g hef alltaf verið svolítið gamaldags með það að telja vináttuna verðmætari en peninga og tók nærri mér að deilur um fjármuni hefðu áhrif á gamla vináttu. Ég var veislustjóri í brúðkaupi þeirra hjóna og fór eitt sinn til Amsterdam þegar Ísland lék þar við Hollendinga, gagngert til að gæta drengsins þeirra svo Kristbjörg vinkona mín gæti farið á leikinn. Ég leit á þau sem nána vini mína og reyndi þess vegna ítrekað að bera klæði á vopnin — án árangurs,“ skrifar Kolfinna. Hún telur þó að „allt vel meinandi fólk sjái hvernig í þessu liggur,“ og hyggst ekki tjá sig frekar um málið umfram það sem kemur fram í eftirfarandi færslu. Gjaldþrot Tengdar fréttir Kolfinna Von segir sárt að deilur um peninga valdi vinslitum Aron Einar segist hafa brennt sig á viðskiptum með Birni Inga Hrafnssyni og Kolfinnu Von eiginkonu hans. 23. nóvember 2018 16:10 Aron Einar fer fram á gjaldþrot Kolfinnu Landsliðsfyrirliðinn telur Kolfinnu Von Arnardóttur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í fatamerkinu JÖR. 3. janúar 2019 12:00 Myndir úr brúðkaupi Arons Einars og Kristbjargar: Gleðin skein úr andlitum veislugesta Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, gengu í það heilaga í gær. 18. júní 2017 17:14 Guðmundur í Jör segir fjárfesta hafa brugðist Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, 29. nóvember 2016 05:00 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira
Kolfinna Von Arnardóttir segir að hún hafi ítrekað reynt að semja við Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörgu Jónasdóttur, en án árangurs. Tilraunir til að bera klæði á vopnin hafi misst marks og viðskiptasaga þeirra hafi verið sér dýrkeyptur lærdómur. Greint var frá því fyrr í dag að Aron hafi krafist gjaldþrots Kolfinnu Vonar eftir misheppnuð viðskipti tengd fatamerkinu JÖR árið 2016, viðskiptum sem Kolfinna lýsir sem áhættufjárfestingu. Vísir reyndi árangurslaust að ná tali af Kolfinnu Von í morgun en hún sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins nú eftir hádegi. Í færslu sinni á Facebook rekur hún sína hlið á málinu, sem tíunduð var í frétt Vísis í morgun. Kolfinna segir í færslu sinni að það sé rétt að hún hafi boðist til að kaupa hlut Arons Einars og Kristbjargar í JÖR. Það hafi þó, eftir á að hyggja, verið mistök að sögn Kolfinnu enda telur hún sjálfsagt að þau hjónin eigi að bera fjárhagslega áhættu af fjárfestingum eins og aðrir. Hún segir þannig að það hafi aldrei komið til neinnar skuldar, því hún hafi ekki fengið neina fjármuni lánaða frá knattspyrnumanninum og eiginkonu hans. „En ég vildi koma til móts við þau með því að kaupa af þeim þeirra hlut, en átti í erfiðleikum með að standa við þær greiðslur sem samið var um. Ég reyndi ítrekað að semja um málið við þau, án árangurs,“ skrifar Kolfinna.Sjá einnig: Aron Einar fór fram á gjalþrot KolfinnuHún segir að málið hafi verið sér dýrkeyptur lærdómur, erfitt sé að verjast í máli sem þessu þar sem miklar tilfinningar eru í spilinu og segist Kolfinna hafa tekið það allt mjög nærri sér. „[É]g hef alltaf verið svolítið gamaldags með það að telja vináttuna verðmætari en peninga og tók nærri mér að deilur um fjármuni hefðu áhrif á gamla vináttu. Ég var veislustjóri í brúðkaupi þeirra hjóna og fór eitt sinn til Amsterdam þegar Ísland lék þar við Hollendinga, gagngert til að gæta drengsins þeirra svo Kristbjörg vinkona mín gæti farið á leikinn. Ég leit á þau sem nána vini mína og reyndi þess vegna ítrekað að bera klæði á vopnin — án árangurs,“ skrifar Kolfinna. Hún telur þó að „allt vel meinandi fólk sjái hvernig í þessu liggur,“ og hyggst ekki tjá sig frekar um málið umfram það sem kemur fram í eftirfarandi færslu.
Gjaldþrot Tengdar fréttir Kolfinna Von segir sárt að deilur um peninga valdi vinslitum Aron Einar segist hafa brennt sig á viðskiptum með Birni Inga Hrafnssyni og Kolfinnu Von eiginkonu hans. 23. nóvember 2018 16:10 Aron Einar fer fram á gjaldþrot Kolfinnu Landsliðsfyrirliðinn telur Kolfinnu Von Arnardóttur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í fatamerkinu JÖR. 3. janúar 2019 12:00 Myndir úr brúðkaupi Arons Einars og Kristbjargar: Gleðin skein úr andlitum veislugesta Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, gengu í það heilaga í gær. 18. júní 2017 17:14 Guðmundur í Jör segir fjárfesta hafa brugðist Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, 29. nóvember 2016 05:00 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira
Kolfinna Von segir sárt að deilur um peninga valdi vinslitum Aron Einar segist hafa brennt sig á viðskiptum með Birni Inga Hrafnssyni og Kolfinnu Von eiginkonu hans. 23. nóvember 2018 16:10
Aron Einar fer fram á gjaldþrot Kolfinnu Landsliðsfyrirliðinn telur Kolfinnu Von Arnardóttur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í fatamerkinu JÖR. 3. janúar 2019 12:00
Myndir úr brúðkaupi Arons Einars og Kristbjargar: Gleðin skein úr andlitum veislugesta Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, gengu í það heilaga í gær. 18. júní 2017 17:14
Guðmundur í Jör segir fjárfesta hafa brugðist Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, 29. nóvember 2016 05:00