Körfubolti

Þrír af þeim tíu stigahæstu í deildinni látnir fara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christian Covile verður ekki áfram með Blikum. Aðeins einn leikmaður hefur skorað fleiri stig að meðaltali í deildinni í vetur.
Christian Covile verður ekki áfram með Blikum. Aðeins einn leikmaður hefur skorað fleiri stig að meðaltali í deildinni í vetur. Vísir/Daníel
Mikið er um breytingar á liðum Dominos´deildar karla í körfubolta en Stjarnan, Haukar og Breiðablik hafa öll ákveðið að breyta um bandaríska leikmenn fyrir seinni umferðina.

Bandarísku leikmennirnir hjá Stjörnunni, Haukum og Breiðabliki voru allir í hópi tíu stigahæstu leikmanna fyrri umferðarinnar. Þeir voru líka allir á topp tíu yfir hæsta framlagið að meðaltali í leik.

Breiðablik lét Christian Covile fara en Covile var næststigahæsti leikmaður deildarinnar með 23,6 stig að meðaltali í leik. Covile var í áttunda sæti yfir hæsta framlagið í fyrri umferðinni.

Stjarnan lét Paul Anthony Jones III fara en Jones var níundi stigahæsti leikmaður deildarinnar með 20,2 stig í leik. Paul Anthony Jone var líka í níunda sæti yfir hæsta framlagið í fyrri umferðinni.

Haukar létu Marques Oliver fara en hann var tíundi stigahæsti leikmaður deildarinnar með 19,9 stig að meðaltali í leik. Oliver var líka í fimmta sæti yfir hæsta framlagið í fyrri umferðinni.

Tíu stigahæstu leikmenn fyrri umferðar Domino´s deildar karla 2018-19:

1. Kendall Lamont Anthony, Valur    30,6

2. Christian Covile, Breiðablik    23,6  (Látinn fara)

3. Justin Martin, ÍR    23,3

4. Aundre Jackson, Skallagrímur    22,6

5. Michael Craion, Keflavík    22,5

6. Julian Boyd, KR    22,4

7. Nikolas Tomsick, Þór Þ.    22,3

8. Urald King, Tindastóll    20,7

9. Paul Anthony Jones III, Stjarnan    20,2  (Látinn fara)

10. Marques Oliver, Haukar    19,9  (Látinn fara)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×