Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi að dópi mjög gott og lýsir lækkandi verði Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2019 19:07 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Fréttablaðið/Pjetur Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi og framboð á eiturlyfjum á íslenskum markaði mjög gott. Þá hafi verð á efnunum almennt farið lækkandi eða staðið í stað síðustu ár. Fleiri sjúklingar í yngsta aldurshópnum létust vegna ofneyslu á liðnu ári en árin á undan. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og fór yfir stöðu fíknisjúkdóma, einkum hjá sjúklingum undir 40 ára. Hún sagði að dauðsföllum tengdum ofneyslu í þessum yngsta aldurshópi hafi fjölgað mjög síðustu ár en á fjórða tug létust árið 2018, í samanburði við 25 árin 2016 og 2017.Sjá einnig: 99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á VogiVerð lækkar frekar en hækkar Hún sagði að starfsfólk á Vogi fyndi fyrir mikilli þörf fyrir þjónustuna. Stærsta vandamálið væri áfengisneysla auk örvandi og lyfsseðilsskyldra lyfja. Í því samhengi nefndi Valgerður morfínskyld lyf á borð við parkódín og kódein og sterk lyf eins og kontalgín og fentanýl. Þá sagði Valgerður að afar auðvelt væri fyrir sjúklinga að nálgast lyf á íslenskum markaði, bæði þegar horft er til aðgengis og verðlags. „Það sem er kannski líka athyglisvert, af því að við höfum í gegnum tíðina tekið prufu einu sinni í mánuði og spurt fólk hvað það borgi fyrir hin ýmsu vímuefni sem það kaupir, og það er lægra verð almennt séð á flestum vímuefnum sýnist manni. Það er allavega ekki að hækka neitt og frekar að lækka,“ sagði Valgerður. „Þannig að aðgengið virðist mjög gott að vímuefnum, hvort sem það eru kannabisefni, lyf eða ólögleg vímuefni. Það sem gengur kaupum og sölum, það virðist vera nóg framboð af því. Og það er stór keðja þar sjálfsagt sem er ekki auðvelt að eiga við, því þetta er margþætt.“Hlusta má á viðtalið við Valgerði í Reykjavík síðdegis í heild í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Birta myndband tileinkað þeim sem hafa látið lífið vegna misnotkunar á lyfjum eða öðrum fíkniefnum Alls eru nöfn 34 einstaklinga talin upp í myndbandinu sem er ansi átakanlegt áhorfs. 4. nóvember 2018 23:24 99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á Vogi Um hundrað ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára eru á biðlista eftir að komast að á sjúkarhúsinu Vogi. Úrræðum fyrir börn undir 18 ára aldri hefur fækkað undanfarin tíu ár að sögn móður drengs sem glímdi við fíknivanda. 23. október 2018 19:06 Skorpulifur verður æ algengari hér á landi Ný rannsókn sýnir að nýgengi á skorpulifur eykst um 10 prósent á ári hér á landi. Erum að ná Norðurlöndunum. Fimmtungur þeirra sem ofnota áfengi fá skorpulifur. 8. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi og framboð á eiturlyfjum á íslenskum markaði mjög gott. Þá hafi verð á efnunum almennt farið lækkandi eða staðið í stað síðustu ár. Fleiri sjúklingar í yngsta aldurshópnum létust vegna ofneyslu á liðnu ári en árin á undan. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og fór yfir stöðu fíknisjúkdóma, einkum hjá sjúklingum undir 40 ára. Hún sagði að dauðsföllum tengdum ofneyslu í þessum yngsta aldurshópi hafi fjölgað mjög síðustu ár en á fjórða tug létust árið 2018, í samanburði við 25 árin 2016 og 2017.Sjá einnig: 99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á VogiVerð lækkar frekar en hækkar Hún sagði að starfsfólk á Vogi fyndi fyrir mikilli þörf fyrir þjónustuna. Stærsta vandamálið væri áfengisneysla auk örvandi og lyfsseðilsskyldra lyfja. Í því samhengi nefndi Valgerður morfínskyld lyf á borð við parkódín og kódein og sterk lyf eins og kontalgín og fentanýl. Þá sagði Valgerður að afar auðvelt væri fyrir sjúklinga að nálgast lyf á íslenskum markaði, bæði þegar horft er til aðgengis og verðlags. „Það sem er kannski líka athyglisvert, af því að við höfum í gegnum tíðina tekið prufu einu sinni í mánuði og spurt fólk hvað það borgi fyrir hin ýmsu vímuefni sem það kaupir, og það er lægra verð almennt séð á flestum vímuefnum sýnist manni. Það er allavega ekki að hækka neitt og frekar að lækka,“ sagði Valgerður. „Þannig að aðgengið virðist mjög gott að vímuefnum, hvort sem það eru kannabisefni, lyf eða ólögleg vímuefni. Það sem gengur kaupum og sölum, það virðist vera nóg framboð af því. Og það er stór keðja þar sjálfsagt sem er ekki auðvelt að eiga við, því þetta er margþætt.“Hlusta má á viðtalið við Valgerði í Reykjavík síðdegis í heild í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Birta myndband tileinkað þeim sem hafa látið lífið vegna misnotkunar á lyfjum eða öðrum fíkniefnum Alls eru nöfn 34 einstaklinga talin upp í myndbandinu sem er ansi átakanlegt áhorfs. 4. nóvember 2018 23:24 99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á Vogi Um hundrað ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára eru á biðlista eftir að komast að á sjúkarhúsinu Vogi. Úrræðum fyrir börn undir 18 ára aldri hefur fækkað undanfarin tíu ár að sögn móður drengs sem glímdi við fíknivanda. 23. október 2018 19:06 Skorpulifur verður æ algengari hér á landi Ný rannsókn sýnir að nýgengi á skorpulifur eykst um 10 prósent á ári hér á landi. Erum að ná Norðurlöndunum. Fimmtungur þeirra sem ofnota áfengi fá skorpulifur. 8. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Birta myndband tileinkað þeim sem hafa látið lífið vegna misnotkunar á lyfjum eða öðrum fíkniefnum Alls eru nöfn 34 einstaklinga talin upp í myndbandinu sem er ansi átakanlegt áhorfs. 4. nóvember 2018 23:24
99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á Vogi Um hundrað ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára eru á biðlista eftir að komast að á sjúkarhúsinu Vogi. Úrræðum fyrir börn undir 18 ára aldri hefur fækkað undanfarin tíu ár að sögn móður drengs sem glímdi við fíknivanda. 23. október 2018 19:06
Skorpulifur verður æ algengari hér á landi Ný rannsókn sýnir að nýgengi á skorpulifur eykst um 10 prósent á ári hér á landi. Erum að ná Norðurlöndunum. Fimmtungur þeirra sem ofnota áfengi fá skorpulifur. 8. nóvember 2018 07:00