Handteknir fyrir að fagna Marokkómorðunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2019 23:15 Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn. Myndir/Facebook Lögregla í Marokkó hefur handtekið fjórtán einstaklinga fyrir að hafa lofsamað og fagnað morðunum á tveimur norrænum konum í Atlasfjöllunum um miðjan desember. Norska dagblaðið Verdens Gang, VG, hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í dag. Í frétt VG segir að sakborningarnir fjórtán hafi allir verið ákærðir og þá hafi einn þeirra þegar verið dæmdur til eins árs fangelsisvistar eða til sektargreiðslu sem nemur um 60 þúsund íslenskum krónum. Fyrir tveimur vikum var greint frá því að lögregla í Marokkó hefði handtekið doktorsnema fyrir að hafa fagnað morðunum í færslum á samfélagsmiðlum. Þá greinir VG einnig frá því að á meðal hinna fjórtán handteknu sé ritstjóri marokkósks vefmiðils. Honum er gefið að sök að hafa deilt myndbandi, sem sýnir hrottalegt morðið á annarri konunni, inn á hópspjall með öðrum blaðamönnum og lofsamað voðaverkið.Sjá einnig: „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“Þrír mannanna sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að lík kvennanna fundust. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt þær.Mynd/Lögregla í MarokkóSvisslendingurinn ásamt sex öðrum leiddur fyrir dómara Fjölmargir hafa verið handteknir í tengslum við morðin á konunum tveimur, Louisu Vesterager Jespersen og Maren Ueland. Þar af hafa tuttugu og tveir verið handteknir vegna gruns um aðild að hryðjuverkum í tengslum við morðin. Fjórir menn sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að konurnar fundust látnar eru sagðir höfuðpaurar í málinu. Þeim er gefið að sök að hafa myrt Ueland og Jespersen og þá eru þeir taldir hafa svarið hryðjuverkasamtökunum ISIS hollustu sína. Þá var svissneskur ríkisborgari handtekinn skömmu fyrir áramót vegna málsins en hann er sagður hafa þjálfað nokkra af þeim sem grunaðir eru um aðild að morðunum. Í tilkynningu frá lögregluyfirvöldum í Marokkó sem send var út í dag segir að sjö einstaklingar, þar á meðal áðurnefndur Svisslendingur, hafi þegar verið leiddir fyrir dómara í tengslum við hryðjuverkarannsóknina. Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Tengdar fréttir „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. 21. desember 2018 09:09 Lögregla í Marokkó: "Þeir voru þarna til að drepa ferðamenn“ Fjórmenningarnir sem hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa myrt þær Maren Ueland og Louisu Vestager Jespersen höfðu það að markmiði að drepa ferðamenn þar sem þeir voru staddir í Atlasfjöllum á mánudagsmorgun. 23. desember 2018 19:15 Svisslendingur handtekinn í tengslum við morðin á Maren og Louisu Alls hafa nítján nú verið handteknir vegna málsins. 29. desember 2018 22:22 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Fleiri fréttir Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Sjá meira
Lögregla í Marokkó hefur handtekið fjórtán einstaklinga fyrir að hafa lofsamað og fagnað morðunum á tveimur norrænum konum í Atlasfjöllunum um miðjan desember. Norska dagblaðið Verdens Gang, VG, hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í dag. Í frétt VG segir að sakborningarnir fjórtán hafi allir verið ákærðir og þá hafi einn þeirra þegar verið dæmdur til eins árs fangelsisvistar eða til sektargreiðslu sem nemur um 60 þúsund íslenskum krónum. Fyrir tveimur vikum var greint frá því að lögregla í Marokkó hefði handtekið doktorsnema fyrir að hafa fagnað morðunum í færslum á samfélagsmiðlum. Þá greinir VG einnig frá því að á meðal hinna fjórtán handteknu sé ritstjóri marokkósks vefmiðils. Honum er gefið að sök að hafa deilt myndbandi, sem sýnir hrottalegt morðið á annarri konunni, inn á hópspjall með öðrum blaðamönnum og lofsamað voðaverkið.Sjá einnig: „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“Þrír mannanna sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að lík kvennanna fundust. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt þær.Mynd/Lögregla í MarokkóSvisslendingurinn ásamt sex öðrum leiddur fyrir dómara Fjölmargir hafa verið handteknir í tengslum við morðin á konunum tveimur, Louisu Vesterager Jespersen og Maren Ueland. Þar af hafa tuttugu og tveir verið handteknir vegna gruns um aðild að hryðjuverkum í tengslum við morðin. Fjórir menn sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að konurnar fundust látnar eru sagðir höfuðpaurar í málinu. Þeim er gefið að sök að hafa myrt Ueland og Jespersen og þá eru þeir taldir hafa svarið hryðjuverkasamtökunum ISIS hollustu sína. Þá var svissneskur ríkisborgari handtekinn skömmu fyrir áramót vegna málsins en hann er sagður hafa þjálfað nokkra af þeim sem grunaðir eru um aðild að morðunum. Í tilkynningu frá lögregluyfirvöldum í Marokkó sem send var út í dag segir að sjö einstaklingar, þar á meðal áðurnefndur Svisslendingur, hafi þegar verið leiddir fyrir dómara í tengslum við hryðjuverkarannsóknina.
Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Tengdar fréttir „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. 21. desember 2018 09:09 Lögregla í Marokkó: "Þeir voru þarna til að drepa ferðamenn“ Fjórmenningarnir sem hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa myrt þær Maren Ueland og Louisu Vestager Jespersen höfðu það að markmiði að drepa ferðamenn þar sem þeir voru staddir í Atlasfjöllum á mánudagsmorgun. 23. desember 2018 19:15 Svisslendingur handtekinn í tengslum við morðin á Maren og Louisu Alls hafa nítján nú verið handteknir vegna málsins. 29. desember 2018 22:22 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Fleiri fréttir Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Sjá meira
„Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. 21. desember 2018 09:09
Lögregla í Marokkó: "Þeir voru þarna til að drepa ferðamenn“ Fjórmenningarnir sem hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa myrt þær Maren Ueland og Louisu Vestager Jespersen höfðu það að markmiði að drepa ferðamenn þar sem þeir voru staddir í Atlasfjöllum á mánudagsmorgun. 23. desember 2018 19:15
Svisslendingur handtekinn í tengslum við morðin á Maren og Louisu Alls hafa nítján nú verið handteknir vegna málsins. 29. desember 2018 22:22