Segir algeran jöfnuð óæskilegan Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2019 10:56 Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. Vísir/GVA/Vilhelm Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, segir algeran jöfnuð óæskilegan. Hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni morgun og ræddi hann þar skoðun Viðskiptaráðs sem birt var í gær. Sú skoðun snýr að miklu leyti að kröfum verkalýðshreyfingarinnar og að þær séu ekki í samræmi við raunverulega stöðu Íslands.Í skoðuninni segir að kröfur verkalýðshreyfingarinnar geri ráð fyrir því að góðir hlutir gerist strax. Þær leiðir séu ólíklegar til að skila þeim árangri sem stefnt er og séu þess í stað líklegar til að skerða lífskjör flestra Íslendinga. „Við viljum að allir hafi jöfn tækifæri eða allir geti fengið helstu nauðsynjar og geti notið grunngæðum í lífinu. Nái endum saman og hafi tækifæri til að blómstra. Við viljum það. Við viljum hins vegar ekki algeran jöfnuð,“ sagði Konráð í Bítinu í morgun. Hann sagði að þá yrði enginn hvati til þess að skara fram úr. „Það verða alltaf einhverjir á lægstu laununum. Já, þú vilt hafa einhvern á lægstu launum en þú vilt alveg hækka þau. En það sem manni sýnist með þessar kröfugerðir og það sem er farið fram með, er að það gangi ekki einu skrefi, heldur næstum því heilu maraþoni, fram úr því sem maður myndi halda að sé raunhæft.“ Konráð segir að miðað við kröfur um skattleysismörk lægstu launa myndu þýða 149 milljarða króna tap fyrir ríkissjóð. „Samkvæmt okkar greiningu er ein sviðsmyndin sú að það þyrfti að hækka skatta á hverja einustu krónu sem landsmenn afla sér, umfram 300 þúsund krónur, þyrftu að hækka upp í 60 prósent fyrir neðra skattþrepið og 67 prósent fyrir efra skattþrepið til að það gangi upp.“ Konráð segir alla sammála um að fólk eigi að geta haft í sig og á. Hins vegar sé verkalýðshreyfingin að leggja til svo miklar breytingar á svo stuttum tíma að það sé óraunhæft.Hlusta má á hluta Bítisins þar sem Konráð hér að neðan. Kjaramál Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, segir algeran jöfnuð óæskilegan. Hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni morgun og ræddi hann þar skoðun Viðskiptaráðs sem birt var í gær. Sú skoðun snýr að miklu leyti að kröfum verkalýðshreyfingarinnar og að þær séu ekki í samræmi við raunverulega stöðu Íslands.Í skoðuninni segir að kröfur verkalýðshreyfingarinnar geri ráð fyrir því að góðir hlutir gerist strax. Þær leiðir séu ólíklegar til að skila þeim árangri sem stefnt er og séu þess í stað líklegar til að skerða lífskjör flestra Íslendinga. „Við viljum að allir hafi jöfn tækifæri eða allir geti fengið helstu nauðsynjar og geti notið grunngæðum í lífinu. Nái endum saman og hafi tækifæri til að blómstra. Við viljum það. Við viljum hins vegar ekki algeran jöfnuð,“ sagði Konráð í Bítinu í morgun. Hann sagði að þá yrði enginn hvati til þess að skara fram úr. „Það verða alltaf einhverjir á lægstu laununum. Já, þú vilt hafa einhvern á lægstu launum en þú vilt alveg hækka þau. En það sem manni sýnist með þessar kröfugerðir og það sem er farið fram með, er að það gangi ekki einu skrefi, heldur næstum því heilu maraþoni, fram úr því sem maður myndi halda að sé raunhæft.“ Konráð segir að miðað við kröfur um skattleysismörk lægstu launa myndu þýða 149 milljarða króna tap fyrir ríkissjóð. „Samkvæmt okkar greiningu er ein sviðsmyndin sú að það þyrfti að hækka skatta á hverja einustu krónu sem landsmenn afla sér, umfram 300 þúsund krónur, þyrftu að hækka upp í 60 prósent fyrir neðra skattþrepið og 67 prósent fyrir efra skattþrepið til að það gangi upp.“ Konráð segir alla sammála um að fólk eigi að geta haft í sig og á. Hins vegar sé verkalýðshreyfingin að leggja til svo miklar breytingar á svo stuttum tíma að það sé óraunhæft.Hlusta má á hluta Bítisins þar sem Konráð hér að neðan.
Kjaramál Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira