Aldraðir eiga að borða fitu, prótein og orkuríka fæðu að sögn næringarfræðings Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2019 12:18 Næringarfræðingur hyggst fylgja eftir tvö hundruð öldruðum einstaklingum að lokinni útskrift af Landspítalanum og sjá til þess að þeir nærist rétt heima hjá sér. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vannæring, einmanaleiki og lítil matarinntaka einkennir þennan hóp sjúklinga hér á landi. Doktorsnemi í næringarfræði við Háskóla Íslands rannsakaði næringu þrettán einstaklinga á aldrinum 77 til 93 ára eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans. Sagt var frá málinu í Fréttablaðinu. Berglind Soffía Blöndal, doktorsnemi í næringarfræði við Háskóla Íslands, segir einstaklingana borða alltof lítið þegar heim var komið. „Þau eru að borða milli sjö og átta hundruð kalóríur á sólarhring, sem er rúmlega helmingi minna en þau þurfa. Og ofboðslegur einmanaleiki, fann ég fyrir, og svo er náttúrulega þyngdartap sem hélt áfram. Það var að meðaltali kíló á viku.“ Berglind Soffía segir að eftir að heim var komið hafi fólk haft minnkaða matarlyst, fæðuvalið hafi verið rangt. Þeir sem hafi átt erfitt með hreyfingu hafi viljað draga úr neyslu til að spara salernisferðir. Fleira hafi komið til. „Það er oft þannig að þau verða ofsalega glöð þegar þau sjá þyngdartap og halda að það sé jákvætt. Alltaf þegar maður léttist þá er einhver hluti af því vöðvamassi og þar af leiðandi eru vöðvar þeirra að hrörna þegar þau léttast. Það minnkar hreyfifærni og þar af leiðandi er það mjög neikvætt. Þessi hópur ætti ekki að vera að léttast.“Þannig að þetta verður vítahringur? „Alger vítahringur.“ Berglind er í doktorsnámi og ætlar í því að fylgja eftir 200 öldruðum einstaklingum eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans og sjá til þess að þeir borði rétt. „Breyta áherslunum þeirra. Þau hafa alla tíð hlustað á að það eigi að borða meira grænmeti, grænmeti, grænmeti. Það er ekki lengur þegar maður er aldraður.“Hvað á þá að einblína á? „Orkuna, prótín og fitu,“ segir Berglind Soffía. Félagsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Næringarfræðingur hyggst fylgja eftir tvö hundruð öldruðum einstaklingum að lokinni útskrift af Landspítalanum og sjá til þess að þeir nærist rétt heima hjá sér. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vannæring, einmanaleiki og lítil matarinntaka einkennir þennan hóp sjúklinga hér á landi. Doktorsnemi í næringarfræði við Háskóla Íslands rannsakaði næringu þrettán einstaklinga á aldrinum 77 til 93 ára eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans. Sagt var frá málinu í Fréttablaðinu. Berglind Soffía Blöndal, doktorsnemi í næringarfræði við Háskóla Íslands, segir einstaklingana borða alltof lítið þegar heim var komið. „Þau eru að borða milli sjö og átta hundruð kalóríur á sólarhring, sem er rúmlega helmingi minna en þau þurfa. Og ofboðslegur einmanaleiki, fann ég fyrir, og svo er náttúrulega þyngdartap sem hélt áfram. Það var að meðaltali kíló á viku.“ Berglind Soffía segir að eftir að heim var komið hafi fólk haft minnkaða matarlyst, fæðuvalið hafi verið rangt. Þeir sem hafi átt erfitt með hreyfingu hafi viljað draga úr neyslu til að spara salernisferðir. Fleira hafi komið til. „Það er oft þannig að þau verða ofsalega glöð þegar þau sjá þyngdartap og halda að það sé jákvætt. Alltaf þegar maður léttist þá er einhver hluti af því vöðvamassi og þar af leiðandi eru vöðvar þeirra að hrörna þegar þau léttast. Það minnkar hreyfifærni og þar af leiðandi er það mjög neikvætt. Þessi hópur ætti ekki að vera að léttast.“Þannig að þetta verður vítahringur? „Alger vítahringur.“ Berglind er í doktorsnámi og ætlar í því að fylgja eftir 200 öldruðum einstaklingum eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans og sjá til þess að þeir borði rétt. „Breyta áherslunum þeirra. Þau hafa alla tíð hlustað á að það eigi að borða meira grænmeti, grænmeti, grænmeti. Það er ekki lengur þegar maður er aldraður.“Hvað á þá að einblína á? „Orkuna, prótín og fitu,“ segir Berglind Soffía.
Félagsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira