Missum yfirleitt tökin á toppi hagsveiflunnar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. janúar 2019 09:00 Halldór Benjamín Þorbergsson á fundinum í gær. Fréttablaðið/Eyþór Eftir ríflegar launahækkanir á umliðnum árum er hlutfall launa af verðmætasköpun atvinnulífsins orðið það hæsta hér á landi á meðal aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar. Rými til frekari hækkana er af þeim sökum augljóslega minna en það var í síðustu kjaraviðræðum fyrir hátt í fjórum árum. Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, á fundi með fjölmiðlum í húsakynnum samtakanna í gær. „Þetta er staðreynd sem við getum ekki litið fram hjá,“ sagði Halldór Benjamín um launahlutfallið, það er hlutfall launa af vergum þáttatekjum, sem var árið 2017 tæplega 65 prósent hér á landi. Til samanburðar var umrætt hlutfall ríflega 55 prósent árið 2011. Tölfræðin þýddi að hvergi innan OECD rynni stærri hluti virðisaukans í samfélaginu til launþega en hér á landi. Halldór Benjamín benti á að núverandi hagvaxtarskeið, sem nú sæi fyrir endann á, væri það lengsta í íslenskri hagsögu eða um átta ár. Venjulega vöruðu uppsveiflur í þrjú til fimm ár. Staðan í hagkerfinu væri því brothætt og fara þyrfti með gát. „Ef við reynum með sanngirni að draga saman íslenska hagsögu í hnotskurn þá lýsir hún sér á þann veg að við höfum alltaf farið fram úr sjálfum okkur á toppi hagsveiflunnar,“ sagði Halldór Benjamín. Illa hefði gengið að ná sátt við verkalýðshreyfinguna um að byggja upp nýtt samningalíkan að norrænni fyrirmynd. Í stað þess að miða launahækkanir við stöðu útflutningsatvinnuveganna, líkt og á Norðurlöndunum, væri vanalega ekkert tillit tekið til efnahagsþróunarinnar. „Vandinn við þessa nálgun er að við vitum fyrir fram hver niðurstaðan verður. Við munum fara fram úr okkur eins og við höfum alltaf gert. Mismunurinn á því sem er til skiptanna og þeim innistæðulausu tékkum sem skrifaðir eru á takmörkuð verðmæti leiða alltaf til sömu niðurstöðu: Gengi krónunnar gefur eftir og verðbólga eykst því ekkert verður til úr engu. Við getum ekki skipt þeim verðmætum sem við erum ekki að framleiða,“ nefndi hann. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Sjá meira
Eftir ríflegar launahækkanir á umliðnum árum er hlutfall launa af verðmætasköpun atvinnulífsins orðið það hæsta hér á landi á meðal aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar. Rými til frekari hækkana er af þeim sökum augljóslega minna en það var í síðustu kjaraviðræðum fyrir hátt í fjórum árum. Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, á fundi með fjölmiðlum í húsakynnum samtakanna í gær. „Þetta er staðreynd sem við getum ekki litið fram hjá,“ sagði Halldór Benjamín um launahlutfallið, það er hlutfall launa af vergum þáttatekjum, sem var árið 2017 tæplega 65 prósent hér á landi. Til samanburðar var umrætt hlutfall ríflega 55 prósent árið 2011. Tölfræðin þýddi að hvergi innan OECD rynni stærri hluti virðisaukans í samfélaginu til launþega en hér á landi. Halldór Benjamín benti á að núverandi hagvaxtarskeið, sem nú sæi fyrir endann á, væri það lengsta í íslenskri hagsögu eða um átta ár. Venjulega vöruðu uppsveiflur í þrjú til fimm ár. Staðan í hagkerfinu væri því brothætt og fara þyrfti með gát. „Ef við reynum með sanngirni að draga saman íslenska hagsögu í hnotskurn þá lýsir hún sér á þann veg að við höfum alltaf farið fram úr sjálfum okkur á toppi hagsveiflunnar,“ sagði Halldór Benjamín. Illa hefði gengið að ná sátt við verkalýðshreyfinguna um að byggja upp nýtt samningalíkan að norrænni fyrirmynd. Í stað þess að miða launahækkanir við stöðu útflutningsatvinnuveganna, líkt og á Norðurlöndunum, væri vanalega ekkert tillit tekið til efnahagsþróunarinnar. „Vandinn við þessa nálgun er að við vitum fyrir fram hver niðurstaðan verður. Við munum fara fram úr okkur eins og við höfum alltaf gert. Mismunurinn á því sem er til skiptanna og þeim innistæðulausu tékkum sem skrifaðir eru á takmörkuð verðmæti leiða alltaf til sömu niðurstöðu: Gengi krónunnar gefur eftir og verðbólga eykst því ekkert verður til úr engu. Við getum ekki skipt þeim verðmætum sem við erum ekki að framleiða,“ nefndi hann.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Sjá meira