Nýtti veikindaleyfi til að búa til Þingspilið Sighvatur Arnmundsson skrifar 5. janúar 2019 07:00 Jón Þór notaði tækifærið og sýndi forseta lýðveldisins Þingspilið í nýársmóttöku á Bessastöðum. Að sögn Jóns Þórs leist Guðna vel á. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Ég datt í veikindi rétt fyrir þingfrestun í byrjun desember og var heima í einhverja daga. Þá bjó ég bara til Þingspilið í einhverju hitamóki. Ég er búinn að gera nokkrar prótótýpur og byrjaður að prófa spilið,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Jón Þór er búinn að gera 72 mismunandi spil en þar á meðal eiga allir átta flokksformennirnir á þingi sitt eigið spil. Einnig er að finna spil eins og hneykslismál, stefnumál til að leggja fram og atvik eins og búsáhaldabyltinguna eða að fá pólitíska blóðgjöf. „Ég vildi hafa þetta svona eins og vinsælustu spilin eru í dag. Þú verður bara að geta tekið spilið upp og byrjað að spila þannig að allir skilji það eins og skot. Þá má bara taka svona korter til hálftíma að hámarki. Um leið og ég var kominn með formið þá rammaði það inn alla möguleikana sem ég hafði. Það er svo rosalega margt hægt að gera. Ég er búinn að vera að leikjavæða Alþingi í hausnum á mér mjög lengi.“ Hann ákvað að nota skopmyndir Halldórs Baldurssonar í prótótýpuna. „Ég fór að skoða myndirnar hans en hann er búinn að vera með samfélagsgrín síðan 2005 og tók í rauninni bara þessa stjórnmálasögu sem hann er búinn að taka saman í þessum myndum. Svo sá ég að ég gat leikjavætt hverja myndina á fætur annarri.“ Þannig varð til dæmis til spil sem sýnir fjórflokkinn en þegar því spili er spilað út tapa allir þeir flokkar fylgi. Svo eru nýju framboðin með sitt spil en þá eru helmingslíkur á því að sá sem fær það detti út af þingi. „Ég var núna að klára ansi góða útgáfu af prótótýpunni og sýndi Halldóri. Honum fannst þetta bara frábært og er með í þessu. Við erum bara að skoða næstu skref.“ Jón Þór segir að spilið sé einfalt, bara spilin en ekkert leikborð. „Sum spilin krefjast reyndar hlutkestis og þá var ég að hugsa um að hafa eina íslenska krónu með hverju spili.“ Jón Þór viðurkennir að hafa skemmt sér konunglega við gerð spilsins. „Þetta var geggjað stuð. Ég prófaði það svo fyrst með börnunum mínum. Það gekk fínt hjá stelpunni sem er að verða níu ára en var aðeins erfiðara hjá stráknum sem er sex ára.“ Aðspurður segist Jón Þór telja að hægt verði að spila Þingspilið í hliðarsölum Alþingis en varla í sjálfum þingsalnum nema í algjöru hljóði. „Ég sýndi öllum formönnunum sín spil fyrir jólin og þeim fannst þetta drepfyndið. Mig langar að gera þetta þannig að þetta sé eitthvað sem allir geti spilað. Það sé enginn kvikindisháttur heldur bara verið að hafa gaman af stjórnmálasögunni.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Sjá meira
„Ég datt í veikindi rétt fyrir þingfrestun í byrjun desember og var heima í einhverja daga. Þá bjó ég bara til Þingspilið í einhverju hitamóki. Ég er búinn að gera nokkrar prótótýpur og byrjaður að prófa spilið,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Jón Þór er búinn að gera 72 mismunandi spil en þar á meðal eiga allir átta flokksformennirnir á þingi sitt eigið spil. Einnig er að finna spil eins og hneykslismál, stefnumál til að leggja fram og atvik eins og búsáhaldabyltinguna eða að fá pólitíska blóðgjöf. „Ég vildi hafa þetta svona eins og vinsælustu spilin eru í dag. Þú verður bara að geta tekið spilið upp og byrjað að spila þannig að allir skilji það eins og skot. Þá má bara taka svona korter til hálftíma að hámarki. Um leið og ég var kominn með formið þá rammaði það inn alla möguleikana sem ég hafði. Það er svo rosalega margt hægt að gera. Ég er búinn að vera að leikjavæða Alþingi í hausnum á mér mjög lengi.“ Hann ákvað að nota skopmyndir Halldórs Baldurssonar í prótótýpuna. „Ég fór að skoða myndirnar hans en hann er búinn að vera með samfélagsgrín síðan 2005 og tók í rauninni bara þessa stjórnmálasögu sem hann er búinn að taka saman í þessum myndum. Svo sá ég að ég gat leikjavætt hverja myndina á fætur annarri.“ Þannig varð til dæmis til spil sem sýnir fjórflokkinn en þegar því spili er spilað út tapa allir þeir flokkar fylgi. Svo eru nýju framboðin með sitt spil en þá eru helmingslíkur á því að sá sem fær það detti út af þingi. „Ég var núna að klára ansi góða útgáfu af prótótýpunni og sýndi Halldóri. Honum fannst þetta bara frábært og er með í þessu. Við erum bara að skoða næstu skref.“ Jón Þór segir að spilið sé einfalt, bara spilin en ekkert leikborð. „Sum spilin krefjast reyndar hlutkestis og þá var ég að hugsa um að hafa eina íslenska krónu með hverju spili.“ Jón Þór viðurkennir að hafa skemmt sér konunglega við gerð spilsins. „Þetta var geggjað stuð. Ég prófaði það svo fyrst með börnunum mínum. Það gekk fínt hjá stelpunni sem er að verða níu ára en var aðeins erfiðara hjá stráknum sem er sex ára.“ Aðspurður segist Jón Þór telja að hægt verði að spila Þingspilið í hliðarsölum Alþingis en varla í sjálfum þingsalnum nema í algjöru hljóði. „Ég sýndi öllum formönnunum sín spil fyrir jólin og þeim fannst þetta drepfyndið. Mig langar að gera þetta þannig að þetta sé eitthvað sem allir geti spilað. Það sé enginn kvikindisháttur heldur bara verið að hafa gaman af stjórnmálasögunni.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Sjá meira