Laus við lyfjakokteilinn eftir að hún missti fimmtíu kíló Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2019 21:45 Sólveig léttist um fimmtíu kíló en hún segir vegferðina ekki hafa verið auðvelda. Skjáskot/Stöð 2 Fyrir fimm árum var Sólveig Sigurðardóttir offitusjúklingur og öryrki sem þurfti að taka inn stóran lyfjakokteil á hverjum degi. Viðtal sem sýnt var í Íslandi í dag árið 2012 vakti hana til lífsins og í dag er hún fimmtíu kílóum léttari og laus við lyfin. Rætt var við Sólveigu í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Hún segir að umrætt viðtal, sem fjallaði um líkamsrækt og heilbrigt líferni, hafi verið það sem þurfti til að koma henni af stað. „En þetta var ekki svo auðvelt samt, að koma sér að verki.“Segir stjúpafa hafa brotið á sér í æsku Sólveig rekur upphaf erfiðleikanna til kynferðisofbeldis sem hún var beitt í æsku. Hún segir stjúpafa sinn hafa ítrekað brotið á sér þegar hún var um tíu ára. „Það er eitthvað sem kemur svo síðarmeir. Þegar ég fór að hugsa sko, af því að þetta var leyndarmál sem ég átti svo lengi alein, og sá sem braut á mér var farinn til himnaríkis og ég sat ein uppi með skömmina.“Hér má sjá Sólveigu áður en hún léttist (t.v.) en myndirnar voru sýndar í þættinum í kvöld.Skjáskot/Stöð 2Sólveig var 25 ára þegar hún sagði fyrst frá ofbeldinu. Hún hélt þó áfram að bæla tilfinningar sínar niður og notaði mat sem deyfilyf. „Ég notaði matinn til að hefna mín á sjálfri mér og líka til að gleðjast. Þannig að það var alltaf svo stór partur að vera að borða.“Kílóin bara aukaverkun Þá var Sólveig greind með MS-sjúkdóminn og henni tjáð að hún myndi fljótlega þurfa að nota hjólastól. Hún fékk einnig vefjagigt og rósaroða og á tímabili tók hún inn fjölbreyttan lyfjakokteil á degi hverjum. Þannig hafi hún þurft að sprauta sig einu sinni í viku með MS-lyfjum sem framkölluðu mikla þreytu. Hún tók lyf til að vinna bug á þreytunni, svefntöflur til að sofna á kvöldin, sterk verkjalyf og tuggði tuggutöflur á næturna vegna bakflæðis. Í dag er hún hins vegar alveg lyfjalaus.Úr þætti kvöldsins. Sólveig greiddi sjálf 700 þúsund krónur fyrir aðgerð á kvið, sem hún segir hafa lafað niður á mið læri eftir að hún léttist.Skjáskot/Stöð 2„Þetta var algjör vítahringur. Það er það sem ég segi í dag þegar fólk spyr: Hvað ertu búin að missa mörg kíló? Ég segi alltaf: Heilsan er svo allt önnur. Kílóin voru bara einhver aukaverkun sem fóru, að eignast aftur heilbrigt líf er kraftaverk. Og í dag er það eina sem ég tek, lyfjalega séð, D-vítamín.“ Sólveig tekur þó fram að hún sé ekki læknuð heldur nái hún að halda sjúkdómunum niðri. „Í dag er ég í líkamsrækt fimm sinnum í viku. Ég reyni að borða eins hollan og góðan mat og ég get, reyni að elda minn mat frá grunni og ég ber allt öðruvísi virðingu fyrir mat í dag, og sjálfri mér.“Horfa má á viðtalið við Sólveigu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Ísland í dag Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Fyrir fimm árum var Sólveig Sigurðardóttir offitusjúklingur og öryrki sem þurfti að taka inn stóran lyfjakokteil á hverjum degi. Viðtal sem sýnt var í Íslandi í dag árið 2012 vakti hana til lífsins og í dag er hún fimmtíu kílóum léttari og laus við lyfin. Rætt var við Sólveigu í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Hún segir að umrætt viðtal, sem fjallaði um líkamsrækt og heilbrigt líferni, hafi verið það sem þurfti til að koma henni af stað. „En þetta var ekki svo auðvelt samt, að koma sér að verki.“Segir stjúpafa hafa brotið á sér í æsku Sólveig rekur upphaf erfiðleikanna til kynferðisofbeldis sem hún var beitt í æsku. Hún segir stjúpafa sinn hafa ítrekað brotið á sér þegar hún var um tíu ára. „Það er eitthvað sem kemur svo síðarmeir. Þegar ég fór að hugsa sko, af því að þetta var leyndarmál sem ég átti svo lengi alein, og sá sem braut á mér var farinn til himnaríkis og ég sat ein uppi með skömmina.“Hér má sjá Sólveigu áður en hún léttist (t.v.) en myndirnar voru sýndar í þættinum í kvöld.Skjáskot/Stöð 2Sólveig var 25 ára þegar hún sagði fyrst frá ofbeldinu. Hún hélt þó áfram að bæla tilfinningar sínar niður og notaði mat sem deyfilyf. „Ég notaði matinn til að hefna mín á sjálfri mér og líka til að gleðjast. Þannig að það var alltaf svo stór partur að vera að borða.“Kílóin bara aukaverkun Þá var Sólveig greind með MS-sjúkdóminn og henni tjáð að hún myndi fljótlega þurfa að nota hjólastól. Hún fékk einnig vefjagigt og rósaroða og á tímabili tók hún inn fjölbreyttan lyfjakokteil á degi hverjum. Þannig hafi hún þurft að sprauta sig einu sinni í viku með MS-lyfjum sem framkölluðu mikla þreytu. Hún tók lyf til að vinna bug á þreytunni, svefntöflur til að sofna á kvöldin, sterk verkjalyf og tuggði tuggutöflur á næturna vegna bakflæðis. Í dag er hún hins vegar alveg lyfjalaus.Úr þætti kvöldsins. Sólveig greiddi sjálf 700 þúsund krónur fyrir aðgerð á kvið, sem hún segir hafa lafað niður á mið læri eftir að hún léttist.Skjáskot/Stöð 2„Þetta var algjör vítahringur. Það er það sem ég segi í dag þegar fólk spyr: Hvað ertu búin að missa mörg kíló? Ég segi alltaf: Heilsan er svo allt önnur. Kílóin voru bara einhver aukaverkun sem fóru, að eignast aftur heilbrigt líf er kraftaverk. Og í dag er það eina sem ég tek, lyfjalega séð, D-vítamín.“ Sólveig tekur þó fram að hún sé ekki læknuð heldur nái hún að halda sjúkdómunum niðri. „Í dag er ég í líkamsrækt fimm sinnum í viku. Ég reyni að borða eins hollan og góðan mat og ég get, reyni að elda minn mat frá grunni og ég ber allt öðruvísi virðingu fyrir mat í dag, og sjálfri mér.“Horfa má á viðtalið við Sólveigu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Ísland í dag Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira