Fiskistofa sviptir Kleifarberg veiðileyfi vegna brottkasts Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2019 22:59 Fiskistofa svipti Kleifarberg veiðileyfi í þrjá mánuði. Vísir/Eyþór Fiskistofa hefur ákveðið að svipta fiskiskipið Kleifarberg RE veiðileyfi í þrjá mánuði frá og með 4. febrúar á þessu ári. Ástæða sviptingarinnar eru brot á lögum um brottkast. Útgerðarfélag Reykjavíkur segist ætla að kæra úrskurðinn. Fiskistofa tilkynnti 2. janúar að stofnunin hefði komist að þeirri niðurstöðu að áhöfn á Kleifarbergi hefði gerst sek um brot á lögum um brottkast afla. Þetta hafi myndskeið sem skipverji á skipinu lét Fiskistofu í té árið 2017 sýnt. Brotin hafi verið framin á árunum 2008 til 2016. Í tilkynningu frá ÚR kemur fram að félagið muni kæra úrskurð Fiskistofu til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Útgerðin telji málatilbúnað Fiskistofu ekki standast þar sem úrskurður hennar byggi á „lýsingu eins manns og myndskeiðum sem auðvelt er að eiga við og bjaga.“ Þá telur ÚR að þau brot sem Fiskistofa segir að hafi átt sér stað á árunum 2008 og 2010 séu löngu fyrnd, með vísan til laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Í úrskurði Fiskistofu kemur einnig fram að athugasemdir lögmanns ÚR hafi aðeins snúið að því að auðvelt væri að falsa myndböndin og að myndskeið af meintu brottkasti frá árinu 2016 hafi verið sviðsett. Hins vegar hafi ekkert í athugasemdum lögmannsins snúið að því sem fram komi í myndskeiðunum sjálfum, þar sem brottkastið ku vera sýnt. Í yfirlýsingu ÚR segir að þrátt fyrir að útgerðin hafi ákveðið að kæra úrskurðinn fresti það ekki leyfissviptingunni. Telur ÚR að tap útgerðarinnar vegna bannsins geti numið allt að einum milljarði króna og að óvíst sé hvort að Kleifarberg haldi velli þegar leyfið er fengið að nýju. Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR, segir í tilkynningunni að vinnubrögð Fiskistofu séu hörð, og að leyfissviptingin sé „dauðadómur“ yfir skipinu þar sem líklegt sé að skipverjar þess finni sér aðra vinnu meðan bannið varir. „Ef skipið stoppar í 3 mánuði eru allar líkur á að sjómenn á Kleifabergi fái vinnu á öðrum skipum. Með þessari ákvörðun er verið að leggja niður 52 manna vinnustað.“ Sjávarútvegur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Sjá meira
Fiskistofa hefur ákveðið að svipta fiskiskipið Kleifarberg RE veiðileyfi í þrjá mánuði frá og með 4. febrúar á þessu ári. Ástæða sviptingarinnar eru brot á lögum um brottkast. Útgerðarfélag Reykjavíkur segist ætla að kæra úrskurðinn. Fiskistofa tilkynnti 2. janúar að stofnunin hefði komist að þeirri niðurstöðu að áhöfn á Kleifarbergi hefði gerst sek um brot á lögum um brottkast afla. Þetta hafi myndskeið sem skipverji á skipinu lét Fiskistofu í té árið 2017 sýnt. Brotin hafi verið framin á árunum 2008 til 2016. Í tilkynningu frá ÚR kemur fram að félagið muni kæra úrskurð Fiskistofu til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Útgerðin telji málatilbúnað Fiskistofu ekki standast þar sem úrskurður hennar byggi á „lýsingu eins manns og myndskeiðum sem auðvelt er að eiga við og bjaga.“ Þá telur ÚR að þau brot sem Fiskistofa segir að hafi átt sér stað á árunum 2008 og 2010 séu löngu fyrnd, með vísan til laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Í úrskurði Fiskistofu kemur einnig fram að athugasemdir lögmanns ÚR hafi aðeins snúið að því að auðvelt væri að falsa myndböndin og að myndskeið af meintu brottkasti frá árinu 2016 hafi verið sviðsett. Hins vegar hafi ekkert í athugasemdum lögmannsins snúið að því sem fram komi í myndskeiðunum sjálfum, þar sem brottkastið ku vera sýnt. Í yfirlýsingu ÚR segir að þrátt fyrir að útgerðin hafi ákveðið að kæra úrskurðinn fresti það ekki leyfissviptingunni. Telur ÚR að tap útgerðarinnar vegna bannsins geti numið allt að einum milljarði króna og að óvíst sé hvort að Kleifarberg haldi velli þegar leyfið er fengið að nýju. Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR, segir í tilkynningunni að vinnubrögð Fiskistofu séu hörð, og að leyfissviptingin sé „dauðadómur“ yfir skipinu þar sem líklegt sé að skipverjar þess finni sér aðra vinnu meðan bannið varir. „Ef skipið stoppar í 3 mánuði eru allar líkur á að sjómenn á Kleifabergi fái vinnu á öðrum skipum. Með þessari ákvörðun er verið að leggja niður 52 manna vinnustað.“
Sjávarútvegur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Sjá meira