Leggja til aukið frelsi við ráðstöfun séreignarsparnaðar Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. janúar 2019 08:00 Höfundar hvítbókar ríkisstjórnarinnar leggja til að frelsi við ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar verði aukið og öðrum en lífeyrissjóðum falin ávöxtun fjárins, til dæmis fjárfestingarsjóðum. Framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins segir tillöguna góða en að misskilnings virðist gæta hjá höfundum hvítbókarinnar um takmarkanir á ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar. Hvítbók sem ríkisstjórnin lét vinna um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið á Íslandi var kynnt í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 10. desember. Á meðal þess sem kemur fram í hvítbókinni en hefur fengið litla athygli eru tillögur höfunda um lífeyrissparnað landsmanna. Þar kemur fram að æskilegt sé að auka frelsi einstaklinga við ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar en hún er nú á forræði lífeyrissjóðanna. Í hvítbókinni segir: „Ein leið til þess að fjölga markaðsaðilum væri sú að gefa öðrum aðilum – þ.e. viðurkenndum fjárfestingarsjóðum – færi á því að taka að sér ávöxtun séreignasparnaðar.“Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins.Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins segir að hugmyndin sé góð þótt tillagan sé ekki útfærð. „Tillagan í hvítbókinni er reyndar ekki útfærð og ég veit ekki hvort það er misskilningur hjá höfundum bókarinnar þegar þeir tala um að sparnaðurinn hafi bara verið hjá lífeyrissjóðum. Það er hægt að fjárfesta viðbótarlífeyrissparnaði í dag meðal annars hjá bönkum og erlendum líftryggingarfélögum. Heilt yfir er ég hlynntur því að fólk ráðstafi sínum eigin sparnaði þar sem því hentar,“ segir Gunnar. Hér á landi hefur verið heimilt í nokkurn tíma að ráðstafa séreignarsparnaði skattfrjálst inn á höfuðstól íbúðalána og verður heimildin í gildi til 30. júní á þessu ári. Gunnar segir eðlilegt að þetta verði gert varanlegt svo fólk hafi þennan valkost til frambúðar. „Ég er hlynntur því að fólk geti notað viðbótarlífeyrissparnaðinn sinn til að fjárfesta í eigin húsnæði. Það er síðan pólitísk spurning að hversu miklu leyti það eigi að vera skattfrjálst eins og þau úrræði sem hafa verið í gangi.“ Efnahagsmál Hvítbók fyrir fjármálakerfið Tengdar fréttir Aðkoma erlends banka sögð ólíkleg Hins vegar sé möguleiki á því að stór norrænn banki sjái hag sinn í því að gera íslenskan banka að útibúi. 12. desember 2018 09:00 Leggja til að Íslandsbanki verði seldur í heild eða að hluta til erlends banka Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið telur æskilegt að stjórnvöld selji Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 11. desember 2018 12:30 Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24 Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 10. desember 2018 19:15 Fylgifiskar krónunnar hafa kælt áhuga erlendra banka Oft hefur verið reynt að vekja áhuga erlendra banka á fjárfestingu í íslensku bönkunum en sveiflur og óstöðugleiki sem tengjast krónunni hafa fælt þá frá. Þetta segir dósent í hagfræði. Starfshópur sem vann hvítbók um fjármálakerfið leggur til að stjórnvöld reyni að selja Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 16. desember 2018 21:15 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Höfundar hvítbókar ríkisstjórnarinnar leggja til að frelsi við ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar verði aukið og öðrum en lífeyrissjóðum falin ávöxtun fjárins, til dæmis fjárfestingarsjóðum. Framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins segir tillöguna góða en að misskilnings virðist gæta hjá höfundum hvítbókarinnar um takmarkanir á ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar. Hvítbók sem ríkisstjórnin lét vinna um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið á Íslandi var kynnt í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 10. desember. Á meðal þess sem kemur fram í hvítbókinni en hefur fengið litla athygli eru tillögur höfunda um lífeyrissparnað landsmanna. Þar kemur fram að æskilegt sé að auka frelsi einstaklinga við ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar en hún er nú á forræði lífeyrissjóðanna. Í hvítbókinni segir: „Ein leið til þess að fjölga markaðsaðilum væri sú að gefa öðrum aðilum – þ.e. viðurkenndum fjárfestingarsjóðum – færi á því að taka að sér ávöxtun séreignasparnaðar.“Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins.Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins segir að hugmyndin sé góð þótt tillagan sé ekki útfærð. „Tillagan í hvítbókinni er reyndar ekki útfærð og ég veit ekki hvort það er misskilningur hjá höfundum bókarinnar þegar þeir tala um að sparnaðurinn hafi bara verið hjá lífeyrissjóðum. Það er hægt að fjárfesta viðbótarlífeyrissparnaði í dag meðal annars hjá bönkum og erlendum líftryggingarfélögum. Heilt yfir er ég hlynntur því að fólk ráðstafi sínum eigin sparnaði þar sem því hentar,“ segir Gunnar. Hér á landi hefur verið heimilt í nokkurn tíma að ráðstafa séreignarsparnaði skattfrjálst inn á höfuðstól íbúðalána og verður heimildin í gildi til 30. júní á þessu ári. Gunnar segir eðlilegt að þetta verði gert varanlegt svo fólk hafi þennan valkost til frambúðar. „Ég er hlynntur því að fólk geti notað viðbótarlífeyrissparnaðinn sinn til að fjárfesta í eigin húsnæði. Það er síðan pólitísk spurning að hversu miklu leyti það eigi að vera skattfrjálst eins og þau úrræði sem hafa verið í gangi.“
Efnahagsmál Hvítbók fyrir fjármálakerfið Tengdar fréttir Aðkoma erlends banka sögð ólíkleg Hins vegar sé möguleiki á því að stór norrænn banki sjái hag sinn í því að gera íslenskan banka að útibúi. 12. desember 2018 09:00 Leggja til að Íslandsbanki verði seldur í heild eða að hluta til erlends banka Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið telur æskilegt að stjórnvöld selji Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 11. desember 2018 12:30 Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24 Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 10. desember 2018 19:15 Fylgifiskar krónunnar hafa kælt áhuga erlendra banka Oft hefur verið reynt að vekja áhuga erlendra banka á fjárfestingu í íslensku bönkunum en sveiflur og óstöðugleiki sem tengjast krónunni hafa fælt þá frá. Þetta segir dósent í hagfræði. Starfshópur sem vann hvítbók um fjármálakerfið leggur til að stjórnvöld reyni að selja Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 16. desember 2018 21:15 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Aðkoma erlends banka sögð ólíkleg Hins vegar sé möguleiki á því að stór norrænn banki sjái hag sinn í því að gera íslenskan banka að útibúi. 12. desember 2018 09:00
Leggja til að Íslandsbanki verði seldur í heild eða að hluta til erlends banka Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið telur æskilegt að stjórnvöld selji Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 11. desember 2018 12:30
Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24
Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 10. desember 2018 19:15
Fylgifiskar krónunnar hafa kælt áhuga erlendra banka Oft hefur verið reynt að vekja áhuga erlendra banka á fjárfestingu í íslensku bönkunum en sveiflur og óstöðugleiki sem tengjast krónunni hafa fælt þá frá. Þetta segir dósent í hagfræði. Starfshópur sem vann hvítbók um fjármálakerfið leggur til að stjórnvöld reyni að selja Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 16. desember 2018 21:15