Segja Bandaríkjastjórn hafa handtekið Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2019 18:23 Höfuðstöðvar rússneska utanríkisráðuneytisins í Moskvu. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kreml halda því fram að bandarísk yfirvöld hafi handtekið rússneskan ríkisborgara daginn eftir að rússneskar öryggissveitir handtóku bandarískan mann og sökuðu hann um njósnir. Bandarísk yfirvöld lýstu manninn á flótta undan réttvísinni í byrjun síðasta árs Rússneska utanríkisráðuneytið segir að Dmitrí Makarenko hafi verið handtekinn á Norður-Maríönueyjum, bandarísku yfirráðasvæði í Kyrrahafi, og hann fluttur til Flórída 29. desember. Þar hafi hann verið staddur með eiginkonu, ungu barni og öldruðum foreldrum sínum. Handtakan segja Rússar að hafi átt sér stað daginn eftir að Paul Whelan var handtekinn í Moskvu, sakaður um njósnir. Fjölskylda Whelan hefur haldið fram sakleysi hans og sagt hann hafa verið í Rússlandi til að fagna brúðkaupi fyrrum félaga úr landgönguliði Bandaríkjahers.Reuters-fréttastofan segir að bandarísk yfirvöld hafi ekki svarað fyrirspurn um Makarenko. Dómskjöl í Flórída sýni að alríkissaksóknarar hafi sakað hann og annan mann um samsæri um að flytja úr landi hernaðartól án leyfi bandarískra yfirvalda í júní árið 2017. Makarenko hafi verið lýstur á flótta í Bandaríkjunum í janúar í fyrra. Meintur samsærismaður hans játaði sök og var dæmdur í 26 mánaða fangelsi í júní. Rússar halda því fram að þeir hafi engar skýringar fengið á handtöku Makarenko né náð af honum tali á Flórída. Leiddar hafa verið líkur að því að Rússar hafi handtekið Whelan til að fá bandarísk yfirvöld til að skipta á honum og Maríu Butina, rússneskri konu sem játaði sig seka um njósnir í Bandaríkjunum í fyrra. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Meintur njósnari stal peningum frá landgönguliðum og er með ferfalt ríkisfang Komið hefur í ljós að bandaríski maðurinn sem handtekinn var í Rússlandi fyrir meintar njósnir er með ferfalt ríkisfang. Árið 2006 var hann sakfelldur fyrir að hafa stolið um tíu þúsund dollurum úr sjóðum landgönguliða á meðan hann var staðsettur í Írak. 5. janúar 2019 14:30 Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30 Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07 Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Stjórnvöld í Kreml halda því fram að bandarísk yfirvöld hafi handtekið rússneskan ríkisborgara daginn eftir að rússneskar öryggissveitir handtóku bandarískan mann og sökuðu hann um njósnir. Bandarísk yfirvöld lýstu manninn á flótta undan réttvísinni í byrjun síðasta árs Rússneska utanríkisráðuneytið segir að Dmitrí Makarenko hafi verið handtekinn á Norður-Maríönueyjum, bandarísku yfirráðasvæði í Kyrrahafi, og hann fluttur til Flórída 29. desember. Þar hafi hann verið staddur með eiginkonu, ungu barni og öldruðum foreldrum sínum. Handtakan segja Rússar að hafi átt sér stað daginn eftir að Paul Whelan var handtekinn í Moskvu, sakaður um njósnir. Fjölskylda Whelan hefur haldið fram sakleysi hans og sagt hann hafa verið í Rússlandi til að fagna brúðkaupi fyrrum félaga úr landgönguliði Bandaríkjahers.Reuters-fréttastofan segir að bandarísk yfirvöld hafi ekki svarað fyrirspurn um Makarenko. Dómskjöl í Flórída sýni að alríkissaksóknarar hafi sakað hann og annan mann um samsæri um að flytja úr landi hernaðartól án leyfi bandarískra yfirvalda í júní árið 2017. Makarenko hafi verið lýstur á flótta í Bandaríkjunum í janúar í fyrra. Meintur samsærismaður hans játaði sök og var dæmdur í 26 mánaða fangelsi í júní. Rússar halda því fram að þeir hafi engar skýringar fengið á handtöku Makarenko né náð af honum tali á Flórída. Leiddar hafa verið líkur að því að Rússar hafi handtekið Whelan til að fá bandarísk yfirvöld til að skipta á honum og Maríu Butina, rússneskri konu sem játaði sig seka um njósnir í Bandaríkjunum í fyrra.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Meintur njósnari stal peningum frá landgönguliðum og er með ferfalt ríkisfang Komið hefur í ljós að bandaríski maðurinn sem handtekinn var í Rússlandi fyrir meintar njósnir er með ferfalt ríkisfang. Árið 2006 var hann sakfelldur fyrir að hafa stolið um tíu þúsund dollurum úr sjóðum landgönguliða á meðan hann var staðsettur í Írak. 5. janúar 2019 14:30 Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30 Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07 Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Meintur njósnari stal peningum frá landgönguliðum og er með ferfalt ríkisfang Komið hefur í ljós að bandaríski maðurinn sem handtekinn var í Rússlandi fyrir meintar njósnir er með ferfalt ríkisfang. Árið 2006 var hann sakfelldur fyrir að hafa stolið um tíu þúsund dollurum úr sjóðum landgönguliða á meðan hann var staðsettur í Írak. 5. janúar 2019 14:30
Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30
Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07
Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40