Innlent

Þörf á að hafa til taks tvær sjúkraflugvélar

Lovísa Arnardóttir skrifar
Á síðasta ári fóru sjúkraflugvélar Mýflugs í 806 útköll með 882 sjúklinga.
Á síðasta ári fóru sjúkraflugvélar Mýflugs í 806 útköll með 882 sjúklinga. Vísir/Baldur
Vegna stöðugrar aukningar á tíðni sjúkraflugs telja forsvarsmenn Mýflugs að þörf sé á að hafa tvær sjúkraflugvélar til taks svo hægt sé að anna eftirspurn.

Mýflug sinnir samkvæmt samningi við heilbrigðisráðuneytið sjúkraflugi á stórum hluta landsins. Sjúkraflugvél Mýflugs er ávallt til taks á flugvellinum á Akureyri.

Á síðasta ári fóru sjúkraflugvélar Mýflugs í 806 útköll með 882 sjúklinga. Það er aukning frá árinu 2017 þegar þau voru 796.

Árið 2016 voru flugin 670 og árið 2015 voru ferðirnar 599.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×