Áslaug Arna leggur til opnari háskóla Ólöf Skaftadóttir skrifar 7. janúar 2019 06:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að háskólar fái aukið svigrúm til að innrita nemendur. Háskólunum sjálfum sé best treystandi til að meta hvort umsækjendur hafi nægilega þekkingu eða reynslu til að setjast á skólabekk, hvort sem viðkomandi hafi tiltekna prófgráðu eða ekki. „Í stað þess að umsækjendur með stúdentspróf hafi forgang inn í hérlenda háskóla ættu háskólar að meta til jafns aðra þekkingu og reynslu umsækjenda, til dæmis úr atvinnulífinu,” segir Áslaug. Áslaug hyggst leggja fram frumvarp eftir að þing kemur saman á ný í lok janúar. „Það er verið að skoða það að koma á laggirnar fagháskólastigi sem kæmi þá mögulega til móts við þessar þarfir. Þar til því hefur verið lokið tel ég rétt að leggja fram þessa breytingu til að auka sveigjanleika kerfisins og auka svigrúm háskólanna til að taka inn fjölbreyttari nemendahóp,” segir hún. Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram frumvarp síðasta haust til að jafna stöðu sveinsprófs og stúdentsprófs þegar kæmi að innritun í háskóla. Áslaug var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og segist hafa fengið afar jákvæð viðbrögð. Nýja frumvarpið gangi lengra og sé eins konar viðbót við það fyrra. „Í of mörgum tilfellum þá er fólki sem á erindi í háskólanám gert of erfitt fyrir að komast að. Með þessu frumvarpi þá væri það áfram háskólanna að setja inntökuskilyrðin en þeir yrðu þá ekki eins bundnir af tilteknum prófgráðum umsækjenda og fengju aukið svigrúm til að taka inn hæfa og góða nemendur með ólíkan bakgrunn,“ segir Áslaug og bætir við: „Einn helsti ávinningurinn af þessu er að breyta viðhorfi fólks gagnvart iðnnámi eða annarri reynslu og þekkingu sem margir ávinna sér á vinnumarkaði eða í öðrum störfum. Við megum ekki loka fyrir tækifæri framtíðarinnar með því að sníða fólkið eftir kerfinu, heldur á kerfið að vera sniðið að fólkinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að háskólar fái aukið svigrúm til að innrita nemendur. Háskólunum sjálfum sé best treystandi til að meta hvort umsækjendur hafi nægilega þekkingu eða reynslu til að setjast á skólabekk, hvort sem viðkomandi hafi tiltekna prófgráðu eða ekki. „Í stað þess að umsækjendur með stúdentspróf hafi forgang inn í hérlenda háskóla ættu háskólar að meta til jafns aðra þekkingu og reynslu umsækjenda, til dæmis úr atvinnulífinu,” segir Áslaug. Áslaug hyggst leggja fram frumvarp eftir að þing kemur saman á ný í lok janúar. „Það er verið að skoða það að koma á laggirnar fagháskólastigi sem kæmi þá mögulega til móts við þessar þarfir. Þar til því hefur verið lokið tel ég rétt að leggja fram þessa breytingu til að auka sveigjanleika kerfisins og auka svigrúm háskólanna til að taka inn fjölbreyttari nemendahóp,” segir hún. Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram frumvarp síðasta haust til að jafna stöðu sveinsprófs og stúdentsprófs þegar kæmi að innritun í háskóla. Áslaug var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og segist hafa fengið afar jákvæð viðbrögð. Nýja frumvarpið gangi lengra og sé eins konar viðbót við það fyrra. „Í of mörgum tilfellum þá er fólki sem á erindi í háskólanám gert of erfitt fyrir að komast að. Með þessu frumvarpi þá væri það áfram háskólanna að setja inntökuskilyrðin en þeir yrðu þá ekki eins bundnir af tilteknum prófgráðum umsækjenda og fengju aukið svigrúm til að taka inn hæfa og góða nemendur með ólíkan bakgrunn,“ segir Áslaug og bætir við: „Einn helsti ávinningurinn af þessu er að breyta viðhorfi fólks gagnvart iðnnámi eða annarri reynslu og þekkingu sem margir ávinna sér á vinnumarkaði eða í öðrum störfum. Við megum ekki loka fyrir tækifæri framtíðarinnar með því að sníða fólkið eftir kerfinu, heldur á kerfið að vera sniðið að fólkinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira