Börn með krabbamein fengu hár Atla að gjöf Lovísa Arnardóttir skrifar 7. janúar 2019 06:30 Á myndinni eru þeir Atli Freyr til hægri og til vinstri er Breki Freyr bróðir hans. Þeir eru tvíburar. Atli ákvað að klippa sitt hár, en Breki er enn með sitt síða hár. Þeir æfa báðir fimleika og fótbolta. MYND/ERNIR Atli Freyr er í sjötta bekk. Hann æfir fimleika og fótbolta með Breiðabliki. Atli hefur nær alla sína ævi safnað hári og náði það alveg niður á rass, en seint á síðasta ári, eftir langa umhugsun, ákvað hann að láta klippa sig og gefa hárið til samtakanna Wigs for Kids sem búa til hárkollur fyrir börn sem glíma við krabbamein. Móðir Atla, Soffía Jónasdóttir, er barnalæknir sem lengi starfaði í Bandaríkjunum og því hafði Atli heyrt það hjá mömmu sinni að það væri hægt að gefa hárið. Spurður hvers vegna hann ákvað að láta klippa sig segir Atli:Á myndinni má sjá hversu sítt hárið á Atla var áður en það var klippt.MYND/SOFFÍA JÓNASDÓTTIR„Ég bara þarf það ekki og annað fólk þarf það meira.“ Ákvörðun Atla var þó langt frá því að vera skyndiákvörðun. Soffía móðir hans segir frá því að þau hafi verið búin að ræða það í nærri heilt ár, en eftir að hann vissi að það væri hægt að gefa það, reyndist honum auðveldara að taka ákvörðunina, þó hann segi það líka hafa verið skrítið. Þau pöntuðu tíma á hárgreiðslustofunni með mánaðarfyrirvara svo Atli hefði smá umhugsunartíma. Þegar kom að stóra deginum var Soffía vel undirbúin með poka og teygjur svo hægt væri að setja hárið beint í poka og varðveita það fyrir hárkollugerðina. Hún segir að hárgreiðslumeistarinn hafi aldrei klippt neinn áður sem ætlaði að gefa hárið og sagði síðar að Atli væri líklega með síðasta hár sem hann hafði nokkurn tíma klippt af karli eða strák. Atli vissi ekki hver myndi fá hárið en fyrir viku fékk Soffía móðir hans mynd af lítilli stúlku sem hafði fengið allt hárið hans Atla í hárkollu. Viðbrögð Atla voru fyrst að velta því fyrir sér hvort hún fyndi fyrir hárinu eins og hann gerði, en hann heldur nú að hún geri það ekki. Atli segir að honum hafi fundist það flott og gaman að fá myndina en hann hélt að hann myndi aldrei sjá mynd af einhverjum öðrum með hárið. Spurður hvort hann ætli að safna hári aftur svarar Atli því neitandi. Honum finnst þægilegt að vera stutthærður. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
Atli Freyr er í sjötta bekk. Hann æfir fimleika og fótbolta með Breiðabliki. Atli hefur nær alla sína ævi safnað hári og náði það alveg niður á rass, en seint á síðasta ári, eftir langa umhugsun, ákvað hann að láta klippa sig og gefa hárið til samtakanna Wigs for Kids sem búa til hárkollur fyrir börn sem glíma við krabbamein. Móðir Atla, Soffía Jónasdóttir, er barnalæknir sem lengi starfaði í Bandaríkjunum og því hafði Atli heyrt það hjá mömmu sinni að það væri hægt að gefa hárið. Spurður hvers vegna hann ákvað að láta klippa sig segir Atli:Á myndinni má sjá hversu sítt hárið á Atla var áður en það var klippt.MYND/SOFFÍA JÓNASDÓTTIR„Ég bara þarf það ekki og annað fólk þarf það meira.“ Ákvörðun Atla var þó langt frá því að vera skyndiákvörðun. Soffía móðir hans segir frá því að þau hafi verið búin að ræða það í nærri heilt ár, en eftir að hann vissi að það væri hægt að gefa það, reyndist honum auðveldara að taka ákvörðunina, þó hann segi það líka hafa verið skrítið. Þau pöntuðu tíma á hárgreiðslustofunni með mánaðarfyrirvara svo Atli hefði smá umhugsunartíma. Þegar kom að stóra deginum var Soffía vel undirbúin með poka og teygjur svo hægt væri að setja hárið beint í poka og varðveita það fyrir hárkollugerðina. Hún segir að hárgreiðslumeistarinn hafi aldrei klippt neinn áður sem ætlaði að gefa hárið og sagði síðar að Atli væri líklega með síðasta hár sem hann hafði nokkurn tíma klippt af karli eða strák. Atli vissi ekki hver myndi fá hárið en fyrir viku fékk Soffía móðir hans mynd af lítilli stúlku sem hafði fengið allt hárið hans Atla í hárkollu. Viðbrögð Atla voru fyrst að velta því fyrir sér hvort hún fyndi fyrir hárinu eins og hann gerði, en hann heldur nú að hún geri það ekki. Atli segir að honum hafi fundist það flott og gaman að fá myndina en hann hélt að hann myndi aldrei sjá mynd af einhverjum öðrum með hárið. Spurður hvort hann ætli að safna hári aftur svarar Atli því neitandi. Honum finnst þægilegt að vera stutthærður.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira