Þurfti að innheimta milljóna króna lán frá Sigurði vegna Fullra vasa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2019 10:28 Hákon Örn Bergmann segist hafa verið meðvirkur vegna vinskapar til langs tíma við Sigurð. Vísir/Vilhelm Hákon Örn Bergmann, einn þriggja sem eru ákærðir í Skáksambandsmálinu svokallað, sagðist hafa þekkt Sigurð Kristinsson lengi. Sigurður hafi alltaf verið vel stæður en sumarið 2017 lenti hann í lausafjárvandræðum. Sagðist Hákon Örn hafa lánað Sigurði peninga yfir nokkuð tímabil og að lánið hefði numið þremur milljónum krónum. Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurður Ragnar Kristinsson sætir ákæru fyrir skipulagningu og innflutning á fimm kílóum af amfetamíni frá Spáni til Íslands í janúar í fyrra. Sigurður kaus að tjá sig ekkert við aðalmeðferðina í morgun. Hann sagði allt hafa komið fram í skýrslutökum hjá lögreglu og hann stæði við framburð sinn þar.Sigurður og Hákon Örn með verjendum sínum í dómsal í morgun.Vísir/Vilhelm„Björgunarhringur“ á leið frá Spáni Hákon Örn sagðist hafa verið að fjármagna gerð kvikmyndar og í desember árið 2017 hefði hann vantað pening til baka frá Sigurði. Um er að ræða kvikmyndina Fullir vasar en Hákon nefndi ekki sérstaklega um hvaða mynd væri að ræða í dómsal. Sagði Hákon gerð kvikmyndarinnar hafa farið langt fram úr áætlunum og vantaði hann nauðsynlega pening til að halda framleiðslunni gangandi. Hákon Örn sagðist hafa beðið Sigurð um pening til baka í desember árið 2017 og að Sigurður hefði greint honum frá því að björgunarhringur væri á leið frá Spáni til Íslands. Sigurður hafi sagt Hákoni að kaupa símanúmer sem átti að stíla á pakka sem átti að flytja með DHL frá Spáni til Íslands. Hákon sagðist ekki hafa áttað sig almennilega á því hvað hefði verið í pakkanum, hann taldi að um hefði verið að ræða peningasendingu frá Sigurði sem hann átti að fá sem endurgreiðslu á láninu.Sigurður Ragnar Kristinsson ásamt verjanda sínum, Stefáni Karli Kristjánssyni.Vísir/VilhelmRunnu tvær grímur á Hákon Hákon sagði að það hefðu runnið á hann tvær grímur þegar kom í ljós að pakkinn var stílaður á Skáksamband Íslands. Hann ákvað því að biðja félaga sinn um að greiða fyrir pakkann, taka á móti honum og koma á áfangastað í Mosfellsbæ gegn niðurfellingu skuldar. Hákon sagðist hafa fengið slæma tilfinningu fyrir þessum pakka, án þess að vita hvað væri í honum. Á einhverjum tímapunkti fékk hann að heyra að um eitt kíló af fæðubótarefnum væri að ræða. Sagðist Hákon hafa reynt að fjarlægja sig málinu eins og hann gæti. Þá hefði hann verið samvinnuþýður hjá lögreglu við að upplýsa málið. Hákon sagðist hafa verið góður vinur Sigurðar og málið hefði gengið of langt af hans hálfu vegna þess að hann var meðvirkur með Sigurði vini sínum og vildi ekki bregðast honum. Er Hákon er ákærður fyrir skipulagningu og að leggja ráðin um innflutninginn en hann neitar alfarið sök. Dómsmál Skáksambandsmálið Tengdar fréttir Réttað í máli Sigurðar í dag Sigurður játaði aðild að málinu við yfirheyrslur hjá lögreglu en neitaði sök við þingfestingu málsins. 7. janúar 2019 06:00 Sigurður kýs að tjá sig ekkert frekar Sigurður Ragnar Kristinsson, sem sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni hingað til lands frá Spáni, neitaði að tjá sig þegar aðalmeðferð í málinu hófst við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. 7. janúar 2019 09:34 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira
Hákon Örn Bergmann, einn þriggja sem eru ákærðir í Skáksambandsmálinu svokallað, sagðist hafa þekkt Sigurð Kristinsson lengi. Sigurður hafi alltaf verið vel stæður en sumarið 2017 lenti hann í lausafjárvandræðum. Sagðist Hákon Örn hafa lánað Sigurði peninga yfir nokkuð tímabil og að lánið hefði numið þremur milljónum krónum. Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurður Ragnar Kristinsson sætir ákæru fyrir skipulagningu og innflutning á fimm kílóum af amfetamíni frá Spáni til Íslands í janúar í fyrra. Sigurður kaus að tjá sig ekkert við aðalmeðferðina í morgun. Hann sagði allt hafa komið fram í skýrslutökum hjá lögreglu og hann stæði við framburð sinn þar.Sigurður og Hákon Örn með verjendum sínum í dómsal í morgun.Vísir/Vilhelm„Björgunarhringur“ á leið frá Spáni Hákon Örn sagðist hafa verið að fjármagna gerð kvikmyndar og í desember árið 2017 hefði hann vantað pening til baka frá Sigurði. Um er að ræða kvikmyndina Fullir vasar en Hákon nefndi ekki sérstaklega um hvaða mynd væri að ræða í dómsal. Sagði Hákon gerð kvikmyndarinnar hafa farið langt fram úr áætlunum og vantaði hann nauðsynlega pening til að halda framleiðslunni gangandi. Hákon Örn sagðist hafa beðið Sigurð um pening til baka í desember árið 2017 og að Sigurður hefði greint honum frá því að björgunarhringur væri á leið frá Spáni til Íslands. Sigurður hafi sagt Hákoni að kaupa símanúmer sem átti að stíla á pakka sem átti að flytja með DHL frá Spáni til Íslands. Hákon sagðist ekki hafa áttað sig almennilega á því hvað hefði verið í pakkanum, hann taldi að um hefði verið að ræða peningasendingu frá Sigurði sem hann átti að fá sem endurgreiðslu á láninu.Sigurður Ragnar Kristinsson ásamt verjanda sínum, Stefáni Karli Kristjánssyni.Vísir/VilhelmRunnu tvær grímur á Hákon Hákon sagði að það hefðu runnið á hann tvær grímur þegar kom í ljós að pakkinn var stílaður á Skáksamband Íslands. Hann ákvað því að biðja félaga sinn um að greiða fyrir pakkann, taka á móti honum og koma á áfangastað í Mosfellsbæ gegn niðurfellingu skuldar. Hákon sagðist hafa fengið slæma tilfinningu fyrir þessum pakka, án þess að vita hvað væri í honum. Á einhverjum tímapunkti fékk hann að heyra að um eitt kíló af fæðubótarefnum væri að ræða. Sagðist Hákon hafa reynt að fjarlægja sig málinu eins og hann gæti. Þá hefði hann verið samvinnuþýður hjá lögreglu við að upplýsa málið. Hákon sagðist hafa verið góður vinur Sigurðar og málið hefði gengið of langt af hans hálfu vegna þess að hann var meðvirkur með Sigurði vini sínum og vildi ekki bregðast honum. Er Hákon er ákærður fyrir skipulagningu og að leggja ráðin um innflutninginn en hann neitar alfarið sök.
Dómsmál Skáksambandsmálið Tengdar fréttir Réttað í máli Sigurðar í dag Sigurður játaði aðild að málinu við yfirheyrslur hjá lögreglu en neitaði sök við þingfestingu málsins. 7. janúar 2019 06:00 Sigurður kýs að tjá sig ekkert frekar Sigurður Ragnar Kristinsson, sem sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni hingað til lands frá Spáni, neitaði að tjá sig þegar aðalmeðferð í málinu hófst við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. 7. janúar 2019 09:34 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira
Réttað í máli Sigurðar í dag Sigurður játaði aðild að málinu við yfirheyrslur hjá lögreglu en neitaði sök við þingfestingu málsins. 7. janúar 2019 06:00
Sigurður kýs að tjá sig ekkert frekar Sigurður Ragnar Kristinsson, sem sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni hingað til lands frá Spáni, neitaði að tjá sig þegar aðalmeðferð í málinu hófst við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. 7. janúar 2019 09:34