Sendlinum krossbrá þegar fjöldi lögreglumanna beið hans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2019 10:54 Sigurður segist hafa fengið þá hugmynd að fela amfetamín í taflmönnum. Töluverð vinna fór í að koma efnunum fyrir en lögregluyfirvöld virðast hafa lesið Sigurð eins og opna bók. Wikimedia Commons Jóhann Axel Viðarsson, 21 árs karlmaður sem í janúar í fyrra tók við meintum fíkniefnum sem stíluð voru á Skáksamband Íslands, segist ekki hafa áttað sig á alvarleika málsins fyrr en hann var handtekinn af miklum fjölda lögreglumanna. Jóhann Axel virðist hafa verið í hlutverki sendils í málinu. Sagðist Jóhann Axel hafa fengið skilaboð frá Hákoni Erni Bergmann að taka við sendingunni, greiða af henni toll og fara með hana að knattspyrnusvæði við Tungubakka í Mosfellsbæ.Taldi að um stera væri að ræða Sagði Jóhann Axel við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að hann hefði talið að um stera væri að ræða. Þegar fjöldi lögreglumanna hefði handtekið hann áttaði hann sig í því að hann væri flæktur í alvarlegra mál. Vildi maðurinn meina að um þrjátíu lögreglumenn hefðu beðið hans. Jóhann Axel sagðist hafa skuldað Hákoni Erni þrjú hundruð þúsund krónur vegna fíkniefna sem hann hefði tekið í leyfisleysi frá Hákoni fyrir mörgum árum. Átti hann að sækja pakkann og afhenda hann og vera þá laus allra mála. Jóhann Axel segist hafa ályktað út frá upphæðinni að um stera væri að ræða því enginn heilvita maður myndi flækja sig í svo stórt mál, líkt og reyndin er í dag, fyrir jafn lága upphæð. Jóhann Axel var úrskurðaður í gæsluvarðhald í framhaldi af því að hann var handtekinn í janúar. Hann sagðist hafa farið í meðferð í apríl í fyrra og tekið líf sitt í gegn. Hann væri edrú í dag.Tjáði sig ekki Sigurður Kristinsson, sem ákærður er fyrir að hafa lagt á ráðin við innflutning á fimm kílóum af amfetamíni, kaus að tjá sig ekki frekar um málið í morgun. Hann hefur játað að hluta en er ósammála ákæruvaldinu um magn og styrkleika efnanna. Þá segir Hákon Örn Bergmann, sem ákærður er fyrir skipulagningu, hafa átt von á peningagreiðslu frá Sigurði vegna þriggja milljóna króna láns sem hann hafði veitt æskuvini sínum. Hann hefði verið meðvirkur með Sigurði vini sínum. Dómsmál Skáksambandsmálið Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Jóhann Axel Viðarsson, 21 árs karlmaður sem í janúar í fyrra tók við meintum fíkniefnum sem stíluð voru á Skáksamband Íslands, segist ekki hafa áttað sig á alvarleika málsins fyrr en hann var handtekinn af miklum fjölda lögreglumanna. Jóhann Axel virðist hafa verið í hlutverki sendils í málinu. Sagðist Jóhann Axel hafa fengið skilaboð frá Hákoni Erni Bergmann að taka við sendingunni, greiða af henni toll og fara með hana að knattspyrnusvæði við Tungubakka í Mosfellsbæ.Taldi að um stera væri að ræða Sagði Jóhann Axel við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að hann hefði talið að um stera væri að ræða. Þegar fjöldi lögreglumanna hefði handtekið hann áttaði hann sig í því að hann væri flæktur í alvarlegra mál. Vildi maðurinn meina að um þrjátíu lögreglumenn hefðu beðið hans. Jóhann Axel sagðist hafa skuldað Hákoni Erni þrjú hundruð þúsund krónur vegna fíkniefna sem hann hefði tekið í leyfisleysi frá Hákoni fyrir mörgum árum. Átti hann að sækja pakkann og afhenda hann og vera þá laus allra mála. Jóhann Axel segist hafa ályktað út frá upphæðinni að um stera væri að ræða því enginn heilvita maður myndi flækja sig í svo stórt mál, líkt og reyndin er í dag, fyrir jafn lága upphæð. Jóhann Axel var úrskurðaður í gæsluvarðhald í framhaldi af því að hann var handtekinn í janúar. Hann sagðist hafa farið í meðferð í apríl í fyrra og tekið líf sitt í gegn. Hann væri edrú í dag.Tjáði sig ekki Sigurður Kristinsson, sem ákærður er fyrir að hafa lagt á ráðin við innflutning á fimm kílóum af amfetamíni, kaus að tjá sig ekki frekar um málið í morgun. Hann hefur játað að hluta en er ósammála ákæruvaldinu um magn og styrkleika efnanna. Þá segir Hákon Örn Bergmann, sem ákærður er fyrir skipulagningu, hafa átt von á peningagreiðslu frá Sigurði vegna þriggja milljóna króna láns sem hann hafði veitt æskuvini sínum. Hann hefði verið meðvirkur með Sigurði vini sínum.
Dómsmál Skáksambandsmálið Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira