Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) vegna úrlausnar mála er varða gengistryggð lán af hálfu íslenskra stjórnvalda og dómstóla. Í tilkynningu frá samtökunum segir að vonandi muni það skýrast fljótlega á árinu hvort dómstóllinn telji málið uppfylla nauðsynleg skilyrði til þess að fá efnislega meðferð.
Kæran byggir á því að lögum um neytendalán hafi verið vikið til hliðar í trássi við skuldbindingar ríkisins gagnvart EES-samningnum. Þannig hafi verið brotið gegn friðhelgi eignarréttar samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu.
Gengistryggð lán til MDE
Sveinn Arnarsson skrifar
