Séra Fjölnir óskar loks eftir leyfi fyrir heimagistingu á prestssetrinu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. janúar 2019 06:00 Prestsbústaðinn í Holti má enn finna á vef Booking.com þó ekki sé hægt að bóka hann í augnablikinu. Sóknarpresturinn á prestssetrinu Holti í Önundarfirði hefur sent kirkjuráði beiðni um heimild til að framleigja hluta af prestssetrinu í Holti á árinu. Á fundi kirkjuráðs 12. desember síðastliðinn var beiðnin tekin fyrir og samþykkti kirkjuráð að fela framkvæmdastjóra að afla frekari upplýsinga um málið fyrir næsta fund. Fréttablaðið fjallaði um það í júní síðastliðnum að kirkjuráð hefði snuprað sóknarprestinn, Fjölni Ásbjörnsson, fyrir að reka heimagistingu í prestsbústaðnum og auglýsa hann meðal annars á Booking.com. Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, sagði í samtali við Fréttablaðið þá að haft hefði verið samband við Fjölni og athygli hans vakin á því að ráðið væri að bíða eftir að hann óskaði eftir þessari heimild. Fréttablaðið greindi sömuleiðis frá því að svo virtist sem bústaðurinn hefði verið leigður út um nokkra hríð þegar málið var tekið fyrir í ráðinu í sumar. Prestar borga ekki mjög háa leigu og ljóst að þegar bústaðir þeirra eru leigðir út til ferðamanna fá þeir allan ávinninginn í eigin vasa. Presturinn hefur enn búsetuskyldu í prestsbústaðnum en heldur annað heimili á Flateyri. Oddur staðfesti sömuleiðis í sumar að engin dæmi væru um að kirkjuráð hafi veitt prestum leyfi til að reka gistiþjónustu í prestsbústöðum sínum, einhver dæmi eru þó um að prestar hafi stundað slíkt án tilskilinna leyfa. Fróðlegt verður því að sjá hvernig kirkjuráð tekur í beiðni sóknarprestsins í Holti. Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Kirkjuráð snuprar prest vegna heimagistingar á prestssetrinu Séra Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur í Holtsprestakalli, hefur verið minntur á það af kirkjuráði að leyfi ráðsins þurfi til að reka heimagistingu í prestsbústaðnum í Holti í Önundarfirði. Presturinn telur málið misskilning. 22. júní 2018 07:00 Presturinn óskaði eftir viðhaldi á prestsbústaðnum fyrir útleigu Kirkjuráð taldi viðhaldið ekki forgangsmál og synjaði beiðni prestsins í Holti. 23. júní 2018 07:45 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Sjá meira
Sóknarpresturinn á prestssetrinu Holti í Önundarfirði hefur sent kirkjuráði beiðni um heimild til að framleigja hluta af prestssetrinu í Holti á árinu. Á fundi kirkjuráðs 12. desember síðastliðinn var beiðnin tekin fyrir og samþykkti kirkjuráð að fela framkvæmdastjóra að afla frekari upplýsinga um málið fyrir næsta fund. Fréttablaðið fjallaði um það í júní síðastliðnum að kirkjuráð hefði snuprað sóknarprestinn, Fjölni Ásbjörnsson, fyrir að reka heimagistingu í prestsbústaðnum og auglýsa hann meðal annars á Booking.com. Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, sagði í samtali við Fréttablaðið þá að haft hefði verið samband við Fjölni og athygli hans vakin á því að ráðið væri að bíða eftir að hann óskaði eftir þessari heimild. Fréttablaðið greindi sömuleiðis frá því að svo virtist sem bústaðurinn hefði verið leigður út um nokkra hríð þegar málið var tekið fyrir í ráðinu í sumar. Prestar borga ekki mjög háa leigu og ljóst að þegar bústaðir þeirra eru leigðir út til ferðamanna fá þeir allan ávinninginn í eigin vasa. Presturinn hefur enn búsetuskyldu í prestsbústaðnum en heldur annað heimili á Flateyri. Oddur staðfesti sömuleiðis í sumar að engin dæmi væru um að kirkjuráð hafi veitt prestum leyfi til að reka gistiþjónustu í prestsbústöðum sínum, einhver dæmi eru þó um að prestar hafi stundað slíkt án tilskilinna leyfa. Fróðlegt verður því að sjá hvernig kirkjuráð tekur í beiðni sóknarprestsins í Holti.
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Kirkjuráð snuprar prest vegna heimagistingar á prestssetrinu Séra Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur í Holtsprestakalli, hefur verið minntur á það af kirkjuráði að leyfi ráðsins þurfi til að reka heimagistingu í prestsbústaðnum í Holti í Önundarfirði. Presturinn telur málið misskilning. 22. júní 2018 07:00 Presturinn óskaði eftir viðhaldi á prestsbústaðnum fyrir útleigu Kirkjuráð taldi viðhaldið ekki forgangsmál og synjaði beiðni prestsins í Holti. 23. júní 2018 07:45 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Sjá meira
Kirkjuráð snuprar prest vegna heimagistingar á prestssetrinu Séra Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur í Holtsprestakalli, hefur verið minntur á það af kirkjuráði að leyfi ráðsins þurfi til að reka heimagistingu í prestsbústaðnum í Holti í Önundarfirði. Presturinn telur málið misskilning. 22. júní 2018 07:00
Presturinn óskaði eftir viðhaldi á prestsbústaðnum fyrir útleigu Kirkjuráð taldi viðhaldið ekki forgangsmál og synjaði beiðni prestsins í Holti. 23. júní 2018 07:45