Segist þreytt á strengjabrúðutali borgarstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2019 10:30 Hildur Björnsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún sést hér með kollegum sínum, Mörtu Guðjónsdóttur og Eyþóri Arnalds. fréttablaðið/sigtryggur ari Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. Hildur tilkynnti borgarstjóra í gær að hún ætlaði að víkja úr þriggja manna hópi sem ætlað er að rýna í niðurstöður skýrslu Innri endurskoðunar um braggamálið og vinna tillögur að úrbótum. Áður hafði hún skorað á Dag að víkja þar sem hún taldi veru hans í hópnum minnka trúverðugleika hópsins. Innri endurskoðun skilaði í desember skýrslu um braggamálið, endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. Þar var fátt jákvætt að finna. Farið var á svig við lög og innkaupareglur auk þess sem eftirliti, verkferlum og ábyrgð var ábótavant. Raunkostnaður við byggingu braggans nam 425 milljónum króna en upphafleg kostnaðaráætlun var 158 milljónir króna. Þann 20. desember var skipaður þriggja manna rýnihópur. Í honum tóku sæti borgarstjóri, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar auk Hildar. Tveimur dögum síðar krafðist Hildur að borgarstjóri viki úr hópnum.Telur borgarstjóra hafa vanrækt skyldur sínar „Niðurstöður Braggaskýrslunnar draga upp dökka mynd. Nú er unnið að fjórum skýrslum til viðbótar – fjögur framúrkeyrsluverkefni til viðbótar. Hvert málið rekur annað. Stjórnsýslan hefur brugðist. Borgarstjóri vanrækti skyldur sínar og lög voru brotin. Skýrslan tekur af allan vafa,“ sagði Hildur á Facebook fyrir jól. Borgarstjóri svaraði Hildi í gær og sagðist ekki ætla úr hópnum. Hann bæri ábyrgð á að rétt yrði brugðist við skýrslunni. „Það er einmitt sagt og nefnt sérstaklega að okkur beri að tryggja að upplýsingagjöfin sé nægjanlega mikil og tíð þannig að hægt sé að taka á þessu. Það er einmitt eitt af þeim verkefnum sem við förum núna í. Að þær reglulegu upplýsingar og skýrslur sem við fáum séu nægjanlega skýrar til þess að hægt sé að grípa inn í í tíma. Að framúrkeyrsla eins og í þessu tilfelli komi ekki inn á okkar borð eftir á.“ Hann telur trúverðugleika hópsins engu minni þótt braggamálið hafi komið upp á hans vakt sem borgarstjóri. „Nei, það hefur verið reynt að gera það að einhverju pólitísku upphlaupsmáli. Ég held að það tengist frekar því að þetta óvenjulega skref sem Hildur tók að taka þátt í þessari vinnu mæltist illa fyrir í ákveðnum hluta baklands Sjálfstæðisflokksins, þeim sem vilja keyra harðlínu í öllum málum. Vilja ekki neitt samstarf milli meirihluta og minnihluta. Í mínum huga er það gamaldagspólitík þar sem maður nær minni árangri.“ Hildur segist aldrei hafa vikið sér undan því að vinna með meirihlutanum eða hverjum sem er. Það sé ástæðan fyrir því að hún tók sæti í hópnum. Æskilegt hefði verið að Dagur stigi út og hlutlaus aðili, til dæmis frá Innri endurskoðun, kæmi inn. Engin ástæða væri til að hafa pólitískan meirihluta í hópnum.Segir Dag gera lítið úr konum Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir borgarstjóra gera lítið úr konum með viðbrögðum sínum. Það geri Samfylkingarmenn þegar þeir séu komnir út í horn. Hildur sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hún þyrfti að sitja undir orðum borgarstjóra að henni væri stjórnað af baklandi Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég sit undir slíkum ásökunum frá honum að ég sé einmitt einhver strengjabrúða. Hvað segir maður við svona? Þetta er auðvitað ótrúlegt. Kannski er það margur heldur mig sig. Ég veit ekki hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá Samfylkingunni. En ég hef ekki kynnst neinu slíku í Sjálfstæðisflokknum.“ Allt frá því henni var boðið að taka annað sæti á lista flokksins í borginni án bakgrunns í stjórnmálum eða flokknum hafi hún fundið fyrir því að fólk vilji að í henni heyrist. „Aldrei nokkurn tímann hefur nokkur reynt að stjórna mér, enda myndi það ekki takast.“ Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. Hildur tilkynnti borgarstjóra í gær að hún ætlaði að víkja úr þriggja manna hópi sem ætlað er að rýna í niðurstöður skýrslu Innri endurskoðunar um braggamálið og vinna tillögur að úrbótum. Áður hafði hún skorað á Dag að víkja þar sem hún taldi veru hans í hópnum minnka trúverðugleika hópsins. Innri endurskoðun skilaði í desember skýrslu um braggamálið, endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. Þar var fátt jákvætt að finna. Farið var á svig við lög og innkaupareglur auk þess sem eftirliti, verkferlum og ábyrgð var ábótavant. Raunkostnaður við byggingu braggans nam 425 milljónum króna en upphafleg kostnaðaráætlun var 158 milljónir króna. Þann 20. desember var skipaður þriggja manna rýnihópur. Í honum tóku sæti borgarstjóri, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar auk Hildar. Tveimur dögum síðar krafðist Hildur að borgarstjóri viki úr hópnum.Telur borgarstjóra hafa vanrækt skyldur sínar „Niðurstöður Braggaskýrslunnar draga upp dökka mynd. Nú er unnið að fjórum skýrslum til viðbótar – fjögur framúrkeyrsluverkefni til viðbótar. Hvert málið rekur annað. Stjórnsýslan hefur brugðist. Borgarstjóri vanrækti skyldur sínar og lög voru brotin. Skýrslan tekur af allan vafa,“ sagði Hildur á Facebook fyrir jól. Borgarstjóri svaraði Hildi í gær og sagðist ekki ætla úr hópnum. Hann bæri ábyrgð á að rétt yrði brugðist við skýrslunni. „Það er einmitt sagt og nefnt sérstaklega að okkur beri að tryggja að upplýsingagjöfin sé nægjanlega mikil og tíð þannig að hægt sé að taka á þessu. Það er einmitt eitt af þeim verkefnum sem við förum núna í. Að þær reglulegu upplýsingar og skýrslur sem við fáum séu nægjanlega skýrar til þess að hægt sé að grípa inn í í tíma. Að framúrkeyrsla eins og í þessu tilfelli komi ekki inn á okkar borð eftir á.“ Hann telur trúverðugleika hópsins engu minni þótt braggamálið hafi komið upp á hans vakt sem borgarstjóri. „Nei, það hefur verið reynt að gera það að einhverju pólitísku upphlaupsmáli. Ég held að það tengist frekar því að þetta óvenjulega skref sem Hildur tók að taka þátt í þessari vinnu mæltist illa fyrir í ákveðnum hluta baklands Sjálfstæðisflokksins, þeim sem vilja keyra harðlínu í öllum málum. Vilja ekki neitt samstarf milli meirihluta og minnihluta. Í mínum huga er það gamaldagspólitík þar sem maður nær minni árangri.“ Hildur segist aldrei hafa vikið sér undan því að vinna með meirihlutanum eða hverjum sem er. Það sé ástæðan fyrir því að hún tók sæti í hópnum. Æskilegt hefði verið að Dagur stigi út og hlutlaus aðili, til dæmis frá Innri endurskoðun, kæmi inn. Engin ástæða væri til að hafa pólitískan meirihluta í hópnum.Segir Dag gera lítið úr konum Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir borgarstjóra gera lítið úr konum með viðbrögðum sínum. Það geri Samfylkingarmenn þegar þeir séu komnir út í horn. Hildur sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hún þyrfti að sitja undir orðum borgarstjóra að henni væri stjórnað af baklandi Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég sit undir slíkum ásökunum frá honum að ég sé einmitt einhver strengjabrúða. Hvað segir maður við svona? Þetta er auðvitað ótrúlegt. Kannski er það margur heldur mig sig. Ég veit ekki hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá Samfylkingunni. En ég hef ekki kynnst neinu slíku í Sjálfstæðisflokknum.“ Allt frá því henni var boðið að taka annað sæti á lista flokksins í borginni án bakgrunns í stjórnmálum eða flokknum hafi hún fundið fyrir því að fólk vilji að í henni heyrist. „Aldrei nokkurn tímann hefur nokkur reynt að stjórna mér, enda myndi það ekki takast.“
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira