Toppslagur í fyrsta leik eftir 52 daga hlé á deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2019 16:15 Lovísa Thompson var markahæst hjá Valsliðinu í fyrri leiknum á móti ÍBV. Vísir/Daníel Þór Tvö efstu lið Olís deildar kvenna í handbolta mætast á Hlíðarenda í kvöld þegar deildin fer aftur af stað eftir tæplega tveggja mánaða hlé vegna Evrópumótsins, jólanna og áramótanna. Topplið Vals tekur þá á móti ÍBV í Origo höllinni á Hlíðarenda og hefst leikurinn klukkan 18.30. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Leikurinn verður sá fyrsti í kvennadeildinni síðan 18. nóvember eða í heila 52 daga. Þetta er toppslagur á milli liða sem geta varla verið jafnari ef marka má hvernig hlutirnir spiluðust fyrir áramót. Valur og ÍBV náðu bæði í fimmtán stig í fyrstu tíu leikjunum og gerðu líka 18-18 jafntefli í fyrri leiknum sínum í Eyjum. Bæði lið eru með sjö sigra og tvö töp en markatala Valsliðsins er þó mun betri. Eyjakonur fóru inn í fríið á fimm leikja sigurgöngu sem er lengsta lifandi sigurgangan í deildinni. ÍBV vann alla deildarleiki sína frá tapi á móti Haukum 15. október síðastliðinn. Valskonur töpuðu þremur leikjum í röð í deild (1) og Evrópukeppni (2) um miðjan nóvember en fóru inn í fríið eftir frábæran fjórtán marka útisigur á Haukum 17. nóvember. Valsliðið vann fjóra leiki í röð í deildinni eftir jafntefli í Eyjum í október. Einu töp Valskvenna í deildinni í vetur hafa komið í tveimur leikjum liðsins á móti Íslandsmeisturum Fram. Tapleikir ÍBV voru aftur á móti gegn Haukum og HK. Tveir aðrir leikir fara fram í Olís deild kvenna í kvöld. Klukkan 19.30 mætast Haukar og Fram í Schenkerhöllinni á Ásvöllum og á sama tíma tekur KA/Þór á móti Selfossi í KA-húsinu á Akureyri. Umferðin klárast síðan með leik HK og Stjörnunnar á fimmtudaginn. Olís-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Sjá meira
Tvö efstu lið Olís deildar kvenna í handbolta mætast á Hlíðarenda í kvöld þegar deildin fer aftur af stað eftir tæplega tveggja mánaða hlé vegna Evrópumótsins, jólanna og áramótanna. Topplið Vals tekur þá á móti ÍBV í Origo höllinni á Hlíðarenda og hefst leikurinn klukkan 18.30. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Leikurinn verður sá fyrsti í kvennadeildinni síðan 18. nóvember eða í heila 52 daga. Þetta er toppslagur á milli liða sem geta varla verið jafnari ef marka má hvernig hlutirnir spiluðust fyrir áramót. Valur og ÍBV náðu bæði í fimmtán stig í fyrstu tíu leikjunum og gerðu líka 18-18 jafntefli í fyrri leiknum sínum í Eyjum. Bæði lið eru með sjö sigra og tvö töp en markatala Valsliðsins er þó mun betri. Eyjakonur fóru inn í fríið á fimm leikja sigurgöngu sem er lengsta lifandi sigurgangan í deildinni. ÍBV vann alla deildarleiki sína frá tapi á móti Haukum 15. október síðastliðinn. Valskonur töpuðu þremur leikjum í röð í deild (1) og Evrópukeppni (2) um miðjan nóvember en fóru inn í fríið eftir frábæran fjórtán marka útisigur á Haukum 17. nóvember. Valsliðið vann fjóra leiki í röð í deildinni eftir jafntefli í Eyjum í október. Einu töp Valskvenna í deildinni í vetur hafa komið í tveimur leikjum liðsins á móti Íslandsmeisturum Fram. Tapleikir ÍBV voru aftur á móti gegn Haukum og HK. Tveir aðrir leikir fara fram í Olís deild kvenna í kvöld. Klukkan 19.30 mætast Haukar og Fram í Schenkerhöllinni á Ásvöllum og á sama tíma tekur KA/Þór á móti Selfossi í KA-húsinu á Akureyri. Umferðin klárast síðan með leik HK og Stjörnunnar á fimmtudaginn.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Sjá meira