Hverjir hljóta náð fyrir augum Guðmundar? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. janúar 2019 12:00 Guðmundur liggur örugglega enn yfir valinu. vísir/vilhelm Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnir á blaðamannafundi klukkan 15, sem sýndur verður í beinni útsendingu á Vísi, hvaða leikmenn fara á HM í Þýskalandi á morgun. Vísir rýnir í möguleika leikmanna á sæti í hópnum. Guðmundur mun tilkynna sextán manna hóp en fastlega er búist við því að hann taki sautján leikmenn með sér út. Einhver þarf að taka að sér að byrja upp í stúku. Það er nokkuð ljóst að markverðirnir verða tveir að mati íþróttadeildar. Náttúruhamfarir munu ekki hrófla við því að Björgvin Páll Gústavsson fer út. Aron Rafn Eðvarðsson var nokkuð öruggur með sitt sæti en innkoma Ágústar Elí á dögunum gæti breytt þeim plönum.Kemur markvarðarval á óvart? Guðmundur kom á óvart til að mynda í markvarðarmálum sínum fyrir ÓL 2008 er hann tók ungan Björgvin Pál inn í liðið. Sú ákvörðun reyndist ansi góð svo ekki sé meira sagt. Hann gæti freistast til þess að veðja aftur á óreyndan mann. Ágúst Elí fór með á síðasta mót og er því ekki alveg blautur á bak við eyrun í stórmótabransanum. Ágúst Elí gæti þess vegna farið með sem sautjándi maður og sett pressu á hina tvo. Þegar þetta er ritað hefur ekkert fengist staðfest um meiðsli Guðjóns Vals Sigurðssonar sem var í ómskoðun í gær. Tveir vinstri hornamenn fara út sama hvort Guðjón getur spilað eður ei. Ef Guðjón er ekki tilbúinn þá kemur Bjarki Már Elísson inn. Stefán Rafn hefur svo verið veikur og ef bæði hann og Guðjón eru ekki alveg heilir heilsu þá gæti Bjarki líka farið með. Annað hvort sem hluti af sextán manna hóp eða sem sautjándi maður. FH-ingarnir Aron Pálmarsson og Ólafur Andrés Guðmundsson eru pottþéttir í hópinn. Við veðjum einnig á að Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson fari út.Hvað með Hauk Þrastar? Janus Daði Smárason mun væntanlega þurfa að bíta í það súra epli að vera heima að þessu sinni. Margir vildu sjá hinn unga og stórefnilega Hauk Þrastarson fara með. Jafnvel sem sautjánda mann en það virðist vera hans eini möguleiki eins og staðan er núna. Öxlin hefur verið að plaga Gísla Þorgeir og því gæti ekki verið vitlaust að taka Hauk með út. Ómar Ingi Magnússon er með öruggt sæti hægra megin en það fréttist af Teiti Erni Einarssyni á æfingu liðsins í gær. Væntanlega þar sem þjálfararnir voru ekki nógu ánægðir með frammistöðu Rúnars Kárasonar í Noregi. Hann er því ekki alveg öruggur með sitt sæti þó svo hann fari líklega með. Við veðjum á tvo hægri hornamenn. Arnór Þór á þá stöðu en Sigvaldi Guðjónsson hefur komið mjög sterkur inn og sett pressu á Arnór. Hann hefur unnið inn fyrir sætinu. Nefbrotinn Arnar Freyr Arnarsson mun fara í slagsmálin á línunni og Ýmir Örn Gíslason mun leysa hann af þar ásamt því að taka á því í vörninni. Við spáum því að Heimir Óli Heimisson nái ekki inn að þessu sinni. Varnarmennirnir Daníel Þór Ingason og Ólafur Gústafsson fara einnig með liðinu að því við spáum.16-manna hópurinn að mati Vísis:Markmenn: Björgvin Páll Gústavsson Aron Rafn Eðvarðsson - 80% líkur Ágúst Elí Björgvinsson - 20% líkurVinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson (ef heill heilsu) Stefán Rafn SigurmannssonVinstri skytta: Aron Pálmarsson Ólafur Andrés GuðmundssonMiðjumenn: Elvar Örn Jónsson Gísli Þorgeir KristjánssonHægri skytta: Ómar Ingi Magnússon Rúnar KárasonHægra horn: Arnór Þór Gunnarsson Sigvaldi GuðjónssonLína: Arnar Freyr Arnarsson Ýmir Örn GíslasonVörn: Daníel Þór Ingason Ólafur GústafssonKoma til greina sem sautjándi maður: Markvörður (Aron Rafn eða Ágúst Elí) Bjarki Már Elísson Haukur Þrastarson Teitur Örn Einarsson HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnir á blaðamannafundi klukkan 15, sem sýndur verður í beinni útsendingu á Vísi, hvaða leikmenn fara á HM í Þýskalandi á morgun. Vísir rýnir í möguleika leikmanna á sæti í hópnum. Guðmundur mun tilkynna sextán manna hóp en fastlega er búist við því að hann taki sautján leikmenn með sér út. Einhver þarf að taka að sér að byrja upp í stúku. Það er nokkuð ljóst að markverðirnir verða tveir að mati íþróttadeildar. Náttúruhamfarir munu ekki hrófla við því að Björgvin Páll Gústavsson fer út. Aron Rafn Eðvarðsson var nokkuð öruggur með sitt sæti en innkoma Ágústar Elí á dögunum gæti breytt þeim plönum.Kemur markvarðarval á óvart? Guðmundur kom á óvart til að mynda í markvarðarmálum sínum fyrir ÓL 2008 er hann tók ungan Björgvin Pál inn í liðið. Sú ákvörðun reyndist ansi góð svo ekki sé meira sagt. Hann gæti freistast til þess að veðja aftur á óreyndan mann. Ágúst Elí fór með á síðasta mót og er því ekki alveg blautur á bak við eyrun í stórmótabransanum. Ágúst Elí gæti þess vegna farið með sem sautjándi maður og sett pressu á hina tvo. Þegar þetta er ritað hefur ekkert fengist staðfest um meiðsli Guðjóns Vals Sigurðssonar sem var í ómskoðun í gær. Tveir vinstri hornamenn fara út sama hvort Guðjón getur spilað eður ei. Ef Guðjón er ekki tilbúinn þá kemur Bjarki Már Elísson inn. Stefán Rafn hefur svo verið veikur og ef bæði hann og Guðjón eru ekki alveg heilir heilsu þá gæti Bjarki líka farið með. Annað hvort sem hluti af sextán manna hóp eða sem sautjándi maður. FH-ingarnir Aron Pálmarsson og Ólafur Andrés Guðmundsson eru pottþéttir í hópinn. Við veðjum einnig á að Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson fari út.Hvað með Hauk Þrastar? Janus Daði Smárason mun væntanlega þurfa að bíta í það súra epli að vera heima að þessu sinni. Margir vildu sjá hinn unga og stórefnilega Hauk Þrastarson fara með. Jafnvel sem sautjánda mann en það virðist vera hans eini möguleiki eins og staðan er núna. Öxlin hefur verið að plaga Gísla Þorgeir og því gæti ekki verið vitlaust að taka Hauk með út. Ómar Ingi Magnússon er með öruggt sæti hægra megin en það fréttist af Teiti Erni Einarssyni á æfingu liðsins í gær. Væntanlega þar sem þjálfararnir voru ekki nógu ánægðir með frammistöðu Rúnars Kárasonar í Noregi. Hann er því ekki alveg öruggur með sitt sæti þó svo hann fari líklega með. Við veðjum á tvo hægri hornamenn. Arnór Þór á þá stöðu en Sigvaldi Guðjónsson hefur komið mjög sterkur inn og sett pressu á Arnór. Hann hefur unnið inn fyrir sætinu. Nefbrotinn Arnar Freyr Arnarsson mun fara í slagsmálin á línunni og Ýmir Örn Gíslason mun leysa hann af þar ásamt því að taka á því í vörninni. Við spáum því að Heimir Óli Heimisson nái ekki inn að þessu sinni. Varnarmennirnir Daníel Þór Ingason og Ólafur Gústafsson fara einnig með liðinu að því við spáum.16-manna hópurinn að mati Vísis:Markmenn: Björgvin Páll Gústavsson Aron Rafn Eðvarðsson - 80% líkur Ágúst Elí Björgvinsson - 20% líkurVinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson (ef heill heilsu) Stefán Rafn SigurmannssonVinstri skytta: Aron Pálmarsson Ólafur Andrés GuðmundssonMiðjumenn: Elvar Örn Jónsson Gísli Þorgeir KristjánssonHægri skytta: Ómar Ingi Magnússon Rúnar KárasonHægra horn: Arnór Þór Gunnarsson Sigvaldi GuðjónssonLína: Arnar Freyr Arnarsson Ýmir Örn GíslasonVörn: Daníel Þór Ingason Ólafur GústafssonKoma til greina sem sautjándi maður: Markvörður (Aron Rafn eða Ágúst Elí) Bjarki Már Elísson Haukur Þrastarson Teitur Örn Einarsson
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira