Setja 200 milljónir í úrræði fyrir fólk með tvígreindan vanda Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 8. janúar 2019 12:35 Heiða Björg Hilmarsdóttir er formaður velferðarráðs og varaformaður Samfylkingarinnar. fréttablaðið/Ernir Formaður Velferðarráðs segir Reykjavíkurborg vera að bregðast við úrræðaleysi þegar kemur að búsetu fyrir fólk með fíknivanda og geðsjúkdóma eða svokallaðan tvígreindan vanda. 200 milljónir muni fara í verkefnið á þessu ári. Hún vill sjá ríkið stíga sterkar inn í og segir þennan vanda allra sveitarfélaga að bregðast við. Í fréttum Stöðvar tvö í gær sagði deildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingardeild geðsviðs Landspítalans það algengt vandamál að konur með tvígreindan vanda ílengist eða festist jafnvel á spítalanum vegna skorts á framhaldsúrræðum. Dæmi sé um konu sem hefur verið þar föst í rúmlega tvö og hálft ár. Ástandið sé óásættanlegt. Í kjölfar fréttarinnar vakti Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, athygli á því að Reykjavíkurborg hefði samþykkt að setja fjármagn í búsetuúrræði fyrir konur með tvígreindan vanda. „Við fengum samþykkt núna í desember að setja inn 200 milljónir í að opna úrræði fyrir sex tvígreindar konur. Við erum að leita að húsnæði næstu dagana og reyna að koma því í gagnið sem allra fyrst. Það veltur á því að við finnum hentugt húsnæði og starfsfólk.“ Hún segir ekki óeðlilegt að það taki tíma að finna húsnæði vegna sérstöðunnar. Hún telur leitinni líklega ljúka á næstu vikum og staðfestir að úrræðið muni opna á þessu ári. Borgin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna úrræðaleysis fyrir heimilislausa. Hún viðurkennir að úrræðin hafi hingað til ekki verið nægilega mörg. „Það þurfa fleiri en Reykjavíkurborg að bregðast við. Ekki síst ríkið sem sér um heilbrigðisþjónustuna fyrir þennan hóp. Bæði fíknin og geðheilbrigðið eru auðvitað heilbrigðisvandi. Við erum ekki að fara að meðhöndla hann. Við erum að sjá til þess að fólk eigi einhvers stðaar heima og geti átt gott líf í samfélaginu,“ segir Heiða Björg. Hún telur að öll sveitarfélög og við sem samfélag eigi að hlúa betur að fólki almennt, klárlega í tilfelli fólks sem glími bæði við geðsjúkdóma og fíknivanda. Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það eru vondir menn sem nýta sér þennan hóp“ Dæmi eru um að konur með mikinn geð- og fíknivanda séu misnotaðar af karlmönnum eftir að hafa verið útskrifaðar á götuna vegna skorts á framhaldsúrræðum. 7. janúar 2019 18:45 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Formaður Velferðarráðs segir Reykjavíkurborg vera að bregðast við úrræðaleysi þegar kemur að búsetu fyrir fólk með fíknivanda og geðsjúkdóma eða svokallaðan tvígreindan vanda. 200 milljónir muni fara í verkefnið á þessu ári. Hún vill sjá ríkið stíga sterkar inn í og segir þennan vanda allra sveitarfélaga að bregðast við. Í fréttum Stöðvar tvö í gær sagði deildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingardeild geðsviðs Landspítalans það algengt vandamál að konur með tvígreindan vanda ílengist eða festist jafnvel á spítalanum vegna skorts á framhaldsúrræðum. Dæmi sé um konu sem hefur verið þar föst í rúmlega tvö og hálft ár. Ástandið sé óásættanlegt. Í kjölfar fréttarinnar vakti Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, athygli á því að Reykjavíkurborg hefði samþykkt að setja fjármagn í búsetuúrræði fyrir konur með tvígreindan vanda. „Við fengum samþykkt núna í desember að setja inn 200 milljónir í að opna úrræði fyrir sex tvígreindar konur. Við erum að leita að húsnæði næstu dagana og reyna að koma því í gagnið sem allra fyrst. Það veltur á því að við finnum hentugt húsnæði og starfsfólk.“ Hún segir ekki óeðlilegt að það taki tíma að finna húsnæði vegna sérstöðunnar. Hún telur leitinni líklega ljúka á næstu vikum og staðfestir að úrræðið muni opna á þessu ári. Borgin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna úrræðaleysis fyrir heimilislausa. Hún viðurkennir að úrræðin hafi hingað til ekki verið nægilega mörg. „Það þurfa fleiri en Reykjavíkurborg að bregðast við. Ekki síst ríkið sem sér um heilbrigðisþjónustuna fyrir þennan hóp. Bæði fíknin og geðheilbrigðið eru auðvitað heilbrigðisvandi. Við erum ekki að fara að meðhöndla hann. Við erum að sjá til þess að fólk eigi einhvers stðaar heima og geti átt gott líf í samfélaginu,“ segir Heiða Björg. Hún telur að öll sveitarfélög og við sem samfélag eigi að hlúa betur að fólki almennt, klárlega í tilfelli fólks sem glími bæði við geðsjúkdóma og fíknivanda.
Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það eru vondir menn sem nýta sér þennan hóp“ Dæmi eru um að konur með mikinn geð- og fíknivanda séu misnotaðar af karlmönnum eftir að hafa verið útskrifaðar á götuna vegna skorts á framhaldsúrræðum. 7. janúar 2019 18:45 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
„Það eru vondir menn sem nýta sér þennan hóp“ Dæmi eru um að konur með mikinn geð- og fíknivanda séu misnotaðar af karlmönnum eftir að hafa verið útskrifaðar á götuna vegna skorts á framhaldsúrræðum. 7. janúar 2019 18:45