Verðandi níu barna faðir stendur í vegi fyrir Tom Brady Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2019 23:30 Philip Rivers fagnar sigri um síðustu helgi. Getty/Rob Carr Philip Rivers og félagar hans í liði Los Angeles Chargers eru fyrstu mótherjar New England Patriots í úrslitakeppni NFL-deildarinnar að þessu sinni. New England Patriots náði það góðum árangri í deildinni að liðið sat hjá um síðustu helgi þegar Chargers liðið sló út Baltimore Ravens og tryggði sér leik á móti Patriots á Gillette Stadium í Foxborough í Massachusetts fylki. Los Angeles Chargers vann 12 af 16 leikjum sínum í deildinni eða einum leik meira en New England Patriots. Patriot vann aftur á móti sinn riðil á meðan Chargers varð í öðru sæti í sínum riðli á eftir Kansas City Chiefs. Það er því ljóst að Los Angeles Chargers er allt annað en auðveldur mótherji fyrir Tom Brady og félaga í New England Patriots. Los Angeles Chargers liðið hafði áður aðsetur í San Diego en er nú á sínu öðru ári í Los Angeles. Leikstjórnandi Chargers er Philip Rivers sem hefur spilað með liðinu frá 2004. Hann er enn að bíða eftir fyrsta NFL-titlinum en er nú að spila sitt fimmtánda tímabil. Rivers var búinn að koma sér mjög vel fyrir í San Diego þegar liðið hans flutti norður til Los Angeles. Eftir að hafa skoðað sig um í Los Angeles ákváðu Rivers og kona hans að búa áfram í San Diego en hann myndi þessi í stað keyra á milli á æfingar. Það var líka annað en að segja það að flytja því Rivers-hjónin eiga saman átta börn á aldrinum þriggja til sautján ára og það er von á því níunda í mars næstkomandi. Það er því stór ákvörðun að láta öll börnin skipta um skóla eða leiksskóla. Hér fyrir neðan er smá umfjöllun um fjölskyldu Philip Rivers. Hann er mjög trúaður og sagðist hvergi nærri hættur að eignast börn þegar hann var spurður síðasta haust. Börnin eiga því líklega eftir að verða fleiri en níu.CBS News 8 - San Diego, CA News Station - KFMB Channel 8 Til að nýta betur ferðlagið á milli þá réði Philip Rivers sér bílstjóra og lét útbúa bíl sérstaklega þannig að Rivers getur horft á myndbönd á leiðinni og undirbúið sig þannig fyrir komandi leiki. Leikstjórendur eyða miklum tíma í að leikgreina varnir og finna út veikleika mótherjanna auk þess að þeir þurfa að vera með fjölda leikkerfa á hreinu. Hér fyrir neðan má sjá mynd innan úr þessum sérstaka bíl Philip Rivers með lúxussætunum og risasjónvarpinu. Bíllinn kostaði 200 þúsund dollara eða meira en 30 milljónir íslenskra króna.They just talked about Philip Rivers commuting to work every day from San Diego. Well, he commutes (with a driver) in this: pic.twitter.com/UFU3ywz03s — Myron Medcalf (@MedcalfByESPN) December 3, 2018Inside look Philip Rivers commutes from San Diego to L.A. for practice in this SUV ...for " breaking down game film/ opponents " pic.twitter.com/ClzWAJf8Zy — Aaron VanDommelen (@ALLMAIZE) January 6, 2019Nú er það því hinn 37 ára gamli verðandi níu barna faðir Philip Rivers sem stendur í vegi fyrir Tom Brady að þessu sinni en Brady er að reyna að vinna sinn sjötta meistaratitil sem væri bæting á eigin meti. Leikur New England Patriots og Los Angeles Chargers fer fram á sunnudaginn klukkan 18.05 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. NFL Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sjá meira
Philip Rivers og félagar hans í liði Los Angeles Chargers eru fyrstu mótherjar New England Patriots í úrslitakeppni NFL-deildarinnar að þessu sinni. New England Patriots náði það góðum árangri í deildinni að liðið sat hjá um síðustu helgi þegar Chargers liðið sló út Baltimore Ravens og tryggði sér leik á móti Patriots á Gillette Stadium í Foxborough í Massachusetts fylki. Los Angeles Chargers vann 12 af 16 leikjum sínum í deildinni eða einum leik meira en New England Patriots. Patriot vann aftur á móti sinn riðil á meðan Chargers varð í öðru sæti í sínum riðli á eftir Kansas City Chiefs. Það er því ljóst að Los Angeles Chargers er allt annað en auðveldur mótherji fyrir Tom Brady og félaga í New England Patriots. Los Angeles Chargers liðið hafði áður aðsetur í San Diego en er nú á sínu öðru ári í Los Angeles. Leikstjórnandi Chargers er Philip Rivers sem hefur spilað með liðinu frá 2004. Hann er enn að bíða eftir fyrsta NFL-titlinum en er nú að spila sitt fimmtánda tímabil. Rivers var búinn að koma sér mjög vel fyrir í San Diego þegar liðið hans flutti norður til Los Angeles. Eftir að hafa skoðað sig um í Los Angeles ákváðu Rivers og kona hans að búa áfram í San Diego en hann myndi þessi í stað keyra á milli á æfingar. Það var líka annað en að segja það að flytja því Rivers-hjónin eiga saman átta börn á aldrinum þriggja til sautján ára og það er von á því níunda í mars næstkomandi. Það er því stór ákvörðun að láta öll börnin skipta um skóla eða leiksskóla. Hér fyrir neðan er smá umfjöllun um fjölskyldu Philip Rivers. Hann er mjög trúaður og sagðist hvergi nærri hættur að eignast börn þegar hann var spurður síðasta haust. Börnin eiga því líklega eftir að verða fleiri en níu.CBS News 8 - San Diego, CA News Station - KFMB Channel 8 Til að nýta betur ferðlagið á milli þá réði Philip Rivers sér bílstjóra og lét útbúa bíl sérstaklega þannig að Rivers getur horft á myndbönd á leiðinni og undirbúið sig þannig fyrir komandi leiki. Leikstjórendur eyða miklum tíma í að leikgreina varnir og finna út veikleika mótherjanna auk þess að þeir þurfa að vera með fjölda leikkerfa á hreinu. Hér fyrir neðan má sjá mynd innan úr þessum sérstaka bíl Philip Rivers með lúxussætunum og risasjónvarpinu. Bíllinn kostaði 200 þúsund dollara eða meira en 30 milljónir íslenskra króna.They just talked about Philip Rivers commuting to work every day from San Diego. Well, he commutes (with a driver) in this: pic.twitter.com/UFU3ywz03s — Myron Medcalf (@MedcalfByESPN) December 3, 2018Inside look Philip Rivers commutes from San Diego to L.A. for practice in this SUV ...for " breaking down game film/ opponents " pic.twitter.com/ClzWAJf8Zy — Aaron VanDommelen (@ALLMAIZE) January 6, 2019Nú er það því hinn 37 ára gamli verðandi níu barna faðir Philip Rivers sem stendur í vegi fyrir Tom Brady að þessu sinni en Brady er að reyna að vinna sinn sjötta meistaratitil sem væri bæting á eigin meti. Leikur New England Patriots og Los Angeles Chargers fer fram á sunnudaginn klukkan 18.05 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
NFL Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sjá meira