Fjaðrárgljúfri lokað vegna hættu á gróðurskemmdum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2019 15:59 Ákveðið hefur verið að loka fyrir umferð í Fjaðrárgljúfi en mikið álag er á svæðinu og hætta á umtalsverðum skemmdum á gróðri meðfram göngustígum vegna ágangs ferðamanna. Svo segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Veðurfar undanfarnar vikur, hlýindi og mikil rigningartíð, hafi orðið þess valdandi að göngustígur meðfram gljúfrinu liggur undir skemmdum og er illfær vegna aurbleytu og leðju. „Þetta gerir það að verkum að gestir ganga utan við göngustíginn. Gróður er í dvala á þessum árstíma og svæðið sérstaklega viðkvæmt fyrir átroðningi. Það skemmist hratt með ágangi utan göngustígs auk þess sem nýir villustígar verða til. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir svæðið á degi hverjum og er álag á göngustíg og umhverfi hans gríðarlegt. Í sumar var lokið við endurgerð og uppbyggingu á hluta göngustígarins og er sá hluti í góðu ásigkomulagi. Búið er að hanna nýjan göngustíg meðfram öllu gljúfrinu sem mun þola umhleypinga eins og hafa verið undanfarnar vikur. Stefnt er á að hefja þær framkvæmdir við fyrsta tækifæri.“ Umrætt náttúruverndarsvæði er nr. 703 á náttúruminjaskrá. Í ljósi framangreinds hefur Umhverfisstofnun gripið til þess ráðs að loka svæðinu frá og með 9. janúar uns aðstæður batna. Lokunin er gerð bæði af öryggisástæðum og til að koma í veg fyrir frekari gróðurskemmdir á svæðinu. Umhverfisstofnun biður ferðaþjónustuaðila að upplýsa viðskiptavini um að Fjaðrárgljúfur sé lokað og vísa ekki fólki þangað. Bílastæði er einnig lokað og ekki hægt að leggja bílum í næsta nágrenni við svæðið. Stefnt er að því að endurskoða lokunina eigi síðar en innan tveggja vikna eða ef ástand breytist fyrir þann tíma. Lokunin er framkvæmd samkvæmt 25 gr. laga um náttúruvernd. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Veður Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Ákveðið hefur verið að loka fyrir umferð í Fjaðrárgljúfi en mikið álag er á svæðinu og hætta á umtalsverðum skemmdum á gróðri meðfram göngustígum vegna ágangs ferðamanna. Svo segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Veðurfar undanfarnar vikur, hlýindi og mikil rigningartíð, hafi orðið þess valdandi að göngustígur meðfram gljúfrinu liggur undir skemmdum og er illfær vegna aurbleytu og leðju. „Þetta gerir það að verkum að gestir ganga utan við göngustíginn. Gróður er í dvala á þessum árstíma og svæðið sérstaklega viðkvæmt fyrir átroðningi. Það skemmist hratt með ágangi utan göngustígs auk þess sem nýir villustígar verða til. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir svæðið á degi hverjum og er álag á göngustíg og umhverfi hans gríðarlegt. Í sumar var lokið við endurgerð og uppbyggingu á hluta göngustígarins og er sá hluti í góðu ásigkomulagi. Búið er að hanna nýjan göngustíg meðfram öllu gljúfrinu sem mun þola umhleypinga eins og hafa verið undanfarnar vikur. Stefnt er á að hefja þær framkvæmdir við fyrsta tækifæri.“ Umrætt náttúruverndarsvæði er nr. 703 á náttúruminjaskrá. Í ljósi framangreinds hefur Umhverfisstofnun gripið til þess ráðs að loka svæðinu frá og með 9. janúar uns aðstæður batna. Lokunin er gerð bæði af öryggisástæðum og til að koma í veg fyrir frekari gróðurskemmdir á svæðinu. Umhverfisstofnun biður ferðaþjónustuaðila að upplýsa viðskiptavini um að Fjaðrárgljúfur sé lokað og vísa ekki fólki þangað. Bílastæði er einnig lokað og ekki hægt að leggja bílum í næsta nágrenni við svæðið. Stefnt er að því að endurskoða lokunina eigi síðar en innan tveggja vikna eða ef ástand breytist fyrir þann tíma. Lokunin er framkvæmd samkvæmt 25 gr. laga um náttúruvernd.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Veður Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira