MS kynnir drykk sem hjálpar fólki að þyngjast Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. janúar 2019 16:55 Drykkurinn er afrakstur rannsóknarsamstarfs MS, HÍ og Landspítalans. Vísir Mjólkursamsalan mun á næstu dögum kynna til sögunnar nýjan næringardrykk, sem sagður er svipað til orkuríkra drykkja á borð við Build Up. Drykkurinn mun bera heitið Næring+ og verður hann seldur í handhægum fernum. Er hann ekki síst ætlaður fólki sem á erfitt með að þyngjast, til að mynda öldruðum. Uppistaðan í drykknum er íslensk mjólk, að sögn Björns S. Gunnarssonar, vöruþróunarstjóra MS. Hann sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að drykkurinn sé afrakstur rannsóknarsamstarfs Mjólkursamsölunnar, Háskóla Íslands og Landspítalans. Hann lýsir drykknum sem próteinríkum og orkumiklum auk þess sem honum er ætlað að sporna við þyngdartapi. Auk fyrrnefnds próteins er Næring+ kalk- og vítamínbættur, til að mynda með D-vítamíni og B-12. Hann henti því sérstaklega vel fólki sem þurfi að þyngja sig eða berjast gegn vöðvarýrnun. Björn segir að sama skapi að í drykknum sé ekki mikill viðbættur sykur. Björn bætir við að MS sé ekki síst að horfa á eldri neytendur, en margir þeirra glíma við vannæringu sem í sumum tilfellum getur verið alvarleg. Þessi næringardrykkur gæti því verið eins konar millimál fyrir þennan hóp. Drykkurinn sé þó ekki til þess fallinn að leysa af alla næringarþörf þeirra sem eldri eru, eða þeirra sem eiga einhverra hluta vegna erfitt með að halda þyngd. Spjall Björns við Reykjavík síðdegis má heyra hér að neðan. Neytendur Nýsköpun Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Mjólkursamsalan mun á næstu dögum kynna til sögunnar nýjan næringardrykk, sem sagður er svipað til orkuríkra drykkja á borð við Build Up. Drykkurinn mun bera heitið Næring+ og verður hann seldur í handhægum fernum. Er hann ekki síst ætlaður fólki sem á erfitt með að þyngjast, til að mynda öldruðum. Uppistaðan í drykknum er íslensk mjólk, að sögn Björns S. Gunnarssonar, vöruþróunarstjóra MS. Hann sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að drykkurinn sé afrakstur rannsóknarsamstarfs Mjólkursamsölunnar, Háskóla Íslands og Landspítalans. Hann lýsir drykknum sem próteinríkum og orkumiklum auk þess sem honum er ætlað að sporna við þyngdartapi. Auk fyrrnefnds próteins er Næring+ kalk- og vítamínbættur, til að mynda með D-vítamíni og B-12. Hann henti því sérstaklega vel fólki sem þurfi að þyngja sig eða berjast gegn vöðvarýrnun. Björn segir að sama skapi að í drykknum sé ekki mikill viðbættur sykur. Björn bætir við að MS sé ekki síst að horfa á eldri neytendur, en margir þeirra glíma við vannæringu sem í sumum tilfellum getur verið alvarleg. Þessi næringardrykkur gæti því verið eins konar millimál fyrir þennan hóp. Drykkurinn sé þó ekki til þess fallinn að leysa af alla næringarþörf þeirra sem eldri eru, eða þeirra sem eiga einhverra hluta vegna erfitt með að halda þyngd. Spjall Björns við Reykjavík síðdegis má heyra hér að neðan.
Neytendur Nýsköpun Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira