Krefjandi aðstæður fyrir tvíhliðaskráningu Marels Helgi Vífill Júlíusson skrifar 9. janúar 2019 09:00 Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels. Markaðsvirði keppinauta Marels, sem skráðir eru í kauphallir erlendis, lækkaði um 20-30 prósent á liðnu ári. Ef markaðsaðstæður verða með sama hætti kann að vera að tvískráning Marels muni ekki vera hluthöfum jafn happadrjúg og vonir stóðu til. Að sama skapi hækkaði gengi Marels um 15 prósent í krónum talið en fjögur prósent mælt í evrum. Verðkennitölur Marels eru um 15-20 prósent lægri en stórra keppinauta. Þetta kemur fram í nýju verðmati frá Hagdeild Landsbankans, sem ritað er á ensku. Að því sögðu, starfi Marel á markaði þar sem mikið sé um minni fyrirtæki en þau hafi verið að sameinast. Tvíhliðaskráning gæti liðkað fyrir sameiningum fyrir Marel og mögulega vakið frekari athygli á fyrirtækinu hjá stærri keppinautum sem hafi hug á að sameinast eða taka yfir reksturinn. Auk þess yrði það líklegra að fjárfestar, sem taki félög yfir, myndu beina sjónum sínum að því. Loks, segir í verðmatinu, ættu fjárfestar sem reiknað hafa með að gengi hlutabréfa Marels yrði stöðugra í erlendri kauphöll en í þeirri íslensku að endurskoða þá afstöðu af því að að jafnaði hafi gengi helstu keppinauta sveiflast mun meira á markaði á undanförnum fimm árum. Forsvarsmenn Marels hafa sagt að stefnt sé að því að skrá félagið tvíhliða í erlenda kauphöll. Til skoðunar er skráning í Amsterdam, Kaupmannahöfn eða London. Líklegt er að niðurstaðan verði kynnt á aðalfundi í ár ásamt ósk um að auka hlutaféð um 15 prósent til að styðja við skráninguna. Landsbankinn telur líklegast að félagið verði skráð á markaði í Amsterdam eða Kaupmannahöfn. Landsbankinn mælir með kaupum í Marel. Verðmatið hækkaði úr 456 krónum á hlut í 466 en í evrum talið lækkaði það um 4 prósent. Mat Landsbankans var 27 prósent hærra en gengi á markaði við birtingu matsins á mánudag. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stökk beint í djúpu laugina við þróun laxaverksmiðju í nýsköpunarkjarna Marel Innan við einu ári frá útskrift úr hugbúnaðarverkfræði tók ungur forritari í nýsköpunarkjarna Marel þátt í hönnun á einni stærstu og fullkomnustu laxaverksmiðju heims sem hefur nú risið á eyjunni Hidra við strendur Noregs. Hún segir þetta hafa verið draumaverkefni. 2. desember 2018 20:15 Marel sagt vera á leið í dönsku kauphöllina Marel er sagt vera með það til alvarlegrar skoðunar að skrá félagið í Kauphöllina í Kaupmannahöfn að því er fram kemur í frétt Berlingske Tidende. Félagið hefur haft tvíhliða skráningu til skoðunar í nokkrum evrópskum kauphöllum. 4. desember 2018 14:30 Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Sjá meira
Markaðsvirði keppinauta Marels, sem skráðir eru í kauphallir erlendis, lækkaði um 20-30 prósent á liðnu ári. Ef markaðsaðstæður verða með sama hætti kann að vera að tvískráning Marels muni ekki vera hluthöfum jafn happadrjúg og vonir stóðu til. Að sama skapi hækkaði gengi Marels um 15 prósent í krónum talið en fjögur prósent mælt í evrum. Verðkennitölur Marels eru um 15-20 prósent lægri en stórra keppinauta. Þetta kemur fram í nýju verðmati frá Hagdeild Landsbankans, sem ritað er á ensku. Að því sögðu, starfi Marel á markaði þar sem mikið sé um minni fyrirtæki en þau hafi verið að sameinast. Tvíhliðaskráning gæti liðkað fyrir sameiningum fyrir Marel og mögulega vakið frekari athygli á fyrirtækinu hjá stærri keppinautum sem hafi hug á að sameinast eða taka yfir reksturinn. Auk þess yrði það líklegra að fjárfestar, sem taki félög yfir, myndu beina sjónum sínum að því. Loks, segir í verðmatinu, ættu fjárfestar sem reiknað hafa með að gengi hlutabréfa Marels yrði stöðugra í erlendri kauphöll en í þeirri íslensku að endurskoða þá afstöðu af því að að jafnaði hafi gengi helstu keppinauta sveiflast mun meira á markaði á undanförnum fimm árum. Forsvarsmenn Marels hafa sagt að stefnt sé að því að skrá félagið tvíhliða í erlenda kauphöll. Til skoðunar er skráning í Amsterdam, Kaupmannahöfn eða London. Líklegt er að niðurstaðan verði kynnt á aðalfundi í ár ásamt ósk um að auka hlutaféð um 15 prósent til að styðja við skráninguna. Landsbankinn telur líklegast að félagið verði skráð á markaði í Amsterdam eða Kaupmannahöfn. Landsbankinn mælir með kaupum í Marel. Verðmatið hækkaði úr 456 krónum á hlut í 466 en í evrum talið lækkaði það um 4 prósent. Mat Landsbankans var 27 prósent hærra en gengi á markaði við birtingu matsins á mánudag.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stökk beint í djúpu laugina við þróun laxaverksmiðju í nýsköpunarkjarna Marel Innan við einu ári frá útskrift úr hugbúnaðarverkfræði tók ungur forritari í nýsköpunarkjarna Marel þátt í hönnun á einni stærstu og fullkomnustu laxaverksmiðju heims sem hefur nú risið á eyjunni Hidra við strendur Noregs. Hún segir þetta hafa verið draumaverkefni. 2. desember 2018 20:15 Marel sagt vera á leið í dönsku kauphöllina Marel er sagt vera með það til alvarlegrar skoðunar að skrá félagið í Kauphöllina í Kaupmannahöfn að því er fram kemur í frétt Berlingske Tidende. Félagið hefur haft tvíhliða skráningu til skoðunar í nokkrum evrópskum kauphöllum. 4. desember 2018 14:30 Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Sjá meira
Stökk beint í djúpu laugina við þróun laxaverksmiðju í nýsköpunarkjarna Marel Innan við einu ári frá útskrift úr hugbúnaðarverkfræði tók ungur forritari í nýsköpunarkjarna Marel þátt í hönnun á einni stærstu og fullkomnustu laxaverksmiðju heims sem hefur nú risið á eyjunni Hidra við strendur Noregs. Hún segir þetta hafa verið draumaverkefni. 2. desember 2018 20:15
Marel sagt vera á leið í dönsku kauphöllina Marel er sagt vera með það til alvarlegrar skoðunar að skrá félagið í Kauphöllina í Kaupmannahöfn að því er fram kemur í frétt Berlingske Tidende. Félagið hefur haft tvíhliða skráningu til skoðunar í nokkrum evrópskum kauphöllum. 4. desember 2018 14:30