Krefjandi aðstæður fyrir tvíhliðaskráningu Marels Helgi Vífill Júlíusson skrifar 9. janúar 2019 09:00 Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels. Markaðsvirði keppinauta Marels, sem skráðir eru í kauphallir erlendis, lækkaði um 20-30 prósent á liðnu ári. Ef markaðsaðstæður verða með sama hætti kann að vera að tvískráning Marels muni ekki vera hluthöfum jafn happadrjúg og vonir stóðu til. Að sama skapi hækkaði gengi Marels um 15 prósent í krónum talið en fjögur prósent mælt í evrum. Verðkennitölur Marels eru um 15-20 prósent lægri en stórra keppinauta. Þetta kemur fram í nýju verðmati frá Hagdeild Landsbankans, sem ritað er á ensku. Að því sögðu, starfi Marel á markaði þar sem mikið sé um minni fyrirtæki en þau hafi verið að sameinast. Tvíhliðaskráning gæti liðkað fyrir sameiningum fyrir Marel og mögulega vakið frekari athygli á fyrirtækinu hjá stærri keppinautum sem hafi hug á að sameinast eða taka yfir reksturinn. Auk þess yrði það líklegra að fjárfestar, sem taki félög yfir, myndu beina sjónum sínum að því. Loks, segir í verðmatinu, ættu fjárfestar sem reiknað hafa með að gengi hlutabréfa Marels yrði stöðugra í erlendri kauphöll en í þeirri íslensku að endurskoða þá afstöðu af því að að jafnaði hafi gengi helstu keppinauta sveiflast mun meira á markaði á undanförnum fimm árum. Forsvarsmenn Marels hafa sagt að stefnt sé að því að skrá félagið tvíhliða í erlenda kauphöll. Til skoðunar er skráning í Amsterdam, Kaupmannahöfn eða London. Líklegt er að niðurstaðan verði kynnt á aðalfundi í ár ásamt ósk um að auka hlutaféð um 15 prósent til að styðja við skráninguna. Landsbankinn telur líklegast að félagið verði skráð á markaði í Amsterdam eða Kaupmannahöfn. Landsbankinn mælir með kaupum í Marel. Verðmatið hækkaði úr 456 krónum á hlut í 466 en í evrum talið lækkaði það um 4 prósent. Mat Landsbankans var 27 prósent hærra en gengi á markaði við birtingu matsins á mánudag. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stökk beint í djúpu laugina við þróun laxaverksmiðju í nýsköpunarkjarna Marel Innan við einu ári frá útskrift úr hugbúnaðarverkfræði tók ungur forritari í nýsköpunarkjarna Marel þátt í hönnun á einni stærstu og fullkomnustu laxaverksmiðju heims sem hefur nú risið á eyjunni Hidra við strendur Noregs. Hún segir þetta hafa verið draumaverkefni. 2. desember 2018 20:15 Marel sagt vera á leið í dönsku kauphöllina Marel er sagt vera með það til alvarlegrar skoðunar að skrá félagið í Kauphöllina í Kaupmannahöfn að því er fram kemur í frétt Berlingske Tidende. Félagið hefur haft tvíhliða skráningu til skoðunar í nokkrum evrópskum kauphöllum. 4. desember 2018 14:30 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Sjá meira
Markaðsvirði keppinauta Marels, sem skráðir eru í kauphallir erlendis, lækkaði um 20-30 prósent á liðnu ári. Ef markaðsaðstæður verða með sama hætti kann að vera að tvískráning Marels muni ekki vera hluthöfum jafn happadrjúg og vonir stóðu til. Að sama skapi hækkaði gengi Marels um 15 prósent í krónum talið en fjögur prósent mælt í evrum. Verðkennitölur Marels eru um 15-20 prósent lægri en stórra keppinauta. Þetta kemur fram í nýju verðmati frá Hagdeild Landsbankans, sem ritað er á ensku. Að því sögðu, starfi Marel á markaði þar sem mikið sé um minni fyrirtæki en þau hafi verið að sameinast. Tvíhliðaskráning gæti liðkað fyrir sameiningum fyrir Marel og mögulega vakið frekari athygli á fyrirtækinu hjá stærri keppinautum sem hafi hug á að sameinast eða taka yfir reksturinn. Auk þess yrði það líklegra að fjárfestar, sem taki félög yfir, myndu beina sjónum sínum að því. Loks, segir í verðmatinu, ættu fjárfestar sem reiknað hafa með að gengi hlutabréfa Marels yrði stöðugra í erlendri kauphöll en í þeirri íslensku að endurskoða þá afstöðu af því að að jafnaði hafi gengi helstu keppinauta sveiflast mun meira á markaði á undanförnum fimm árum. Forsvarsmenn Marels hafa sagt að stefnt sé að því að skrá félagið tvíhliða í erlenda kauphöll. Til skoðunar er skráning í Amsterdam, Kaupmannahöfn eða London. Líklegt er að niðurstaðan verði kynnt á aðalfundi í ár ásamt ósk um að auka hlutaféð um 15 prósent til að styðja við skráninguna. Landsbankinn telur líklegast að félagið verði skráð á markaði í Amsterdam eða Kaupmannahöfn. Landsbankinn mælir með kaupum í Marel. Verðmatið hækkaði úr 456 krónum á hlut í 466 en í evrum talið lækkaði það um 4 prósent. Mat Landsbankans var 27 prósent hærra en gengi á markaði við birtingu matsins á mánudag.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stökk beint í djúpu laugina við þróun laxaverksmiðju í nýsköpunarkjarna Marel Innan við einu ári frá útskrift úr hugbúnaðarverkfræði tók ungur forritari í nýsköpunarkjarna Marel þátt í hönnun á einni stærstu og fullkomnustu laxaverksmiðju heims sem hefur nú risið á eyjunni Hidra við strendur Noregs. Hún segir þetta hafa verið draumaverkefni. 2. desember 2018 20:15 Marel sagt vera á leið í dönsku kauphöllina Marel er sagt vera með það til alvarlegrar skoðunar að skrá félagið í Kauphöllina í Kaupmannahöfn að því er fram kemur í frétt Berlingske Tidende. Félagið hefur haft tvíhliða skráningu til skoðunar í nokkrum evrópskum kauphöllum. 4. desember 2018 14:30 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Sjá meira
Stökk beint í djúpu laugina við þróun laxaverksmiðju í nýsköpunarkjarna Marel Innan við einu ári frá útskrift úr hugbúnaðarverkfræði tók ungur forritari í nýsköpunarkjarna Marel þátt í hönnun á einni stærstu og fullkomnustu laxaverksmiðju heims sem hefur nú risið á eyjunni Hidra við strendur Noregs. Hún segir þetta hafa verið draumaverkefni. 2. desember 2018 20:15
Marel sagt vera á leið í dönsku kauphöllina Marel er sagt vera með það til alvarlegrar skoðunar að skrá félagið í Kauphöllina í Kaupmannahöfn að því er fram kemur í frétt Berlingske Tidende. Félagið hefur haft tvíhliða skráningu til skoðunar í nokkrum evrópskum kauphöllum. 4. desember 2018 14:30
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent