Samherji teflir fram Eiríki í stjórn Haga Hörður Ægisson skrifar 9. janúar 2019 07:00 Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformaður Samherja. Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformaður Samherja, sækist eftir kjöri í stjórn Haga á hluthafafundi félagsins sem verður haldinn 18. janúar næstkomandi, samkvæmt heimildum Markaðarins. Frestur til að gefa kost á sér til setu í stjórn rann út síðastliðinn föstudag en Samherji, sem fer með 9,22 prósenta hlut í Högum, hafði óskað eftir því við stjórn félagsins að boðað yrði til hluthafafundar þar sem stjórnarkjör væri á dagskrá. Þá mun Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, aðaleigandi Fréttablaðsins, einnig tefla fram stjórnarmanni í kjörinu en félög í hennar eigu eiga um fimm prósenta hlut í Högum, stærsta smásölufyrirtæki landsins. Tillögur tilnefningarnefndar Haga um frambjóðendur til stjórnar Haga verða tilkynntar á föstudag. Samkvæmt heimildum Markaðarins hyggst Kristín Friðgeirsdóttir, núverandi stjórnarformaður smásölurisans, ekki sækjast eftir endurkjöri í stjórn en hún hefur setið í stjórn Haga allt frá 2011. Hún vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við Markaðinn þegar eftir því var leitað. Samherji er stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi Haga en sjávarútvegsfyrirtækið eignaðist rúmlega fimm prósenta hlut í félaginu við samruna Haga og Olís sem kom til framkvæmda þann 30. nóvember í fyrra. Þá hefur félagið einnig gert framvirka samninga um kaup á 4,12 prósenta hlut í Högum til viðbótar. Í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar á mánudag kom fram að stjórnendur félagsins hefðu lækkað af- komuspá fyrir yfirstandandi rekstrarár um 300 til 400 milljónir króna, eða sem nemur sex til átta prósentum. Ný afkomuspá Haga gerir ráð fyrir að EBITDA félagsins – hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verði 4.600 til 4.700 milljónir króna á yfirstandandi rekstrarári, sem hófst í mars síðastliðnum. Hlutabréfaverð Haga lækkaði um rúmlega sex prósent í kjölfar afkomuviðvörunarinnar og stóð gengi bréfa félagsins í 42,3 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformaður Samherja, sækist eftir kjöri í stjórn Haga á hluthafafundi félagsins sem verður haldinn 18. janúar næstkomandi, samkvæmt heimildum Markaðarins. Frestur til að gefa kost á sér til setu í stjórn rann út síðastliðinn föstudag en Samherji, sem fer með 9,22 prósenta hlut í Högum, hafði óskað eftir því við stjórn félagsins að boðað yrði til hluthafafundar þar sem stjórnarkjör væri á dagskrá. Þá mun Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, aðaleigandi Fréttablaðsins, einnig tefla fram stjórnarmanni í kjörinu en félög í hennar eigu eiga um fimm prósenta hlut í Högum, stærsta smásölufyrirtæki landsins. Tillögur tilnefningarnefndar Haga um frambjóðendur til stjórnar Haga verða tilkynntar á föstudag. Samkvæmt heimildum Markaðarins hyggst Kristín Friðgeirsdóttir, núverandi stjórnarformaður smásölurisans, ekki sækjast eftir endurkjöri í stjórn en hún hefur setið í stjórn Haga allt frá 2011. Hún vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við Markaðinn þegar eftir því var leitað. Samherji er stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi Haga en sjávarútvegsfyrirtækið eignaðist rúmlega fimm prósenta hlut í félaginu við samruna Haga og Olís sem kom til framkvæmda þann 30. nóvember í fyrra. Þá hefur félagið einnig gert framvirka samninga um kaup á 4,12 prósenta hlut í Högum til viðbótar. Í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar á mánudag kom fram að stjórnendur félagsins hefðu lækkað af- komuspá fyrir yfirstandandi rekstrarár um 300 til 400 milljónir króna, eða sem nemur sex til átta prósentum. Ný afkomuspá Haga gerir ráð fyrir að EBITDA félagsins – hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verði 4.600 til 4.700 milljónir króna á yfirstandandi rekstrarári, sem hófst í mars síðastliðnum. Hlutabréfaverð Haga lækkaði um rúmlega sex prósent í kjölfar afkomuviðvörunarinnar og stóð gengi bréfa félagsins í 42,3 krónum á hlut við lokun markaða í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira