Ungt lið hélt til München í morgun Hjörvar Ólafsson skrifar 9. janúar 2019 08:00 Frá fundi HSÍ í gær. Undirbúningur íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem er á leiðinni á heimsmeistaramótið í dag hefur litast af meiðslum og veikindum hjá lykilleikmönnum liðsins. Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari liðsins, tilkynnti í gær hvaða 17 leikmenn hann tekur með sér á mótið að þessu sinni. Hann þurfti að hefja fundinn á því að tilkynna að Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði liðsins myndi ekki vera með í fyrri hluta mótsins hið minnsta vegna meiðsla á hné. Þá er Aron Rafn Eðvarðsson ekki í hópnum vegna meiðsla í nára og Rúnar Kárason er ekki orðinn nægilega góður af þeim kálfameiðslum sem hafa verið að plaga hann. Þeir verða því ekki í leikmannahópnum á þessu móti. Þarna fara tæplega 600 landsleikir úr leikmannahópnum og í þeirra stað koma Bjarki Már Elísson sem hefur reyndar umtalsverða reynslu af stóra sviðinu með landsliðinu og svo Ágúst Elí Björgvinsson og Teitur Örn Einarsson sem eru nokkuð blautir bak við eyrun á stærsta sviðinu. Þá er miðjumannasveit íslenska liðsins einkar ung, en Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Haukur Þrastarson sem fer út til München sem 17. leikmaður liðsins eru allir tæplega tvítugir. Það er því ljóst að íslenskt handboltaáhugafólk ætti að fara inn á þetta mót með hófstilltar væntingar. Þetta er hins vegar afar spennandi leikmannahópur sem getur klárlega staðið bestu leikmönnum heims á sporði ef allt gengur upp í leik þeirra og ætti að stefna að því að komast í milliriðil sem fyrsta markmið. Ef það markmið næðist væri það sem eftir á kæmi verkefni sem væru verulega dýrmæt inn í reynslubankann fyrir komandi ár. „Þessi undirbúningur hefur verið alger rússíbanareið vegna þeirra meiðsla og veikinda sem hafa dunið á liðinu. Ég hef lítið sofið undanfarna sólarhringa. Það er alltaf erfitt að velja landsliðshóp fyrir stórmót, en nú hefur það verið sérstaklega erfitt vegna fyrrgreindra skakkafalla og þess að mér finnst nokkrir leikmenn í mörgum stöðum einkar jafnir og það er erfitt að gera upp á milli þeirra,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson um valið að þessu sinni. „Það er auðvitað mikill skellur fyrir okkur að missa Guðjón Val svona skömmu fyrir mót. Sérstaklega af því að hann kom jákvæður út úr skoðuninni sem hann fór í mánudaginn. Því var það óvænt að heyra hversu alvarleg meiðslin væru orðin. Við þessu er hins vegar ekkert að gera og við verðum bara að tækla stöðuna eins og hún er.“ Guðjón mun vera í endurhæfingu næstu daga og það er ekki loku fyrir það skotið að hann verði með á seinni stigum mótsins. „Það er hins vegar í fyrsta lagi ekki fyrr en eftir viku sem við getum farið að íhuga það að hann komi inn í hópinn og spili. Þetta eru þess háttar meiðsli að það er nokkur óvissa um það hvenær hann jafnar sig alfarið og nú er það bara í höndum hans sjálfs og sjúkrateymisins að koma aftur inn á handboltavöllinn,“ segir Guðmundur um stöðu mála hjá Guðjóni. „Mér er það til efs að íslenska liðið hafi áður mætt til leiks á stórmót með jafn ungt lið og raun ber vitni á komandi móti. Við tökum bara einn leik fyrir í einu á þessu móti og höfum einblínt á leik króatíska liðsins á síðustu tveimur æfingum liðsins. Það verður áfram einbeitingin á þá á næstu sólarhringum fyrir þann leik. Ég er í raun ekki búinn að melta það hvort fjarvera þeirra lykilleikmanna sem verða ekki með breyti þeim væntingum sem við gerum um árangur á mótinu. Nú er ég bara að hugsa um að undirbúa þá leikmenn sem skipa þennan hóp eins vel og ég get fyrir hvern og einn leik. Þetta er ungt og afar spennandi lið sem getur náð mjög langt á næstu þremur árum. Það má segja að þetta stórmót sé fyrsti fasi í því að koma liðinu nær því að komast í fremstu röð á nýjan leik. Við erum í raun neyddir til þess að flýta fasanum örlítið sem getur verið gott til framtíðar litið. Við förum jákvæðir inn í mótið og ætlum okkur að gera góða hluti,“ segir þjálfarinn um komandi verkefni, en liðið heldur til München í dag og fyrsti leikur Íslands á mótinu verður síðan gegn Króatíu í München á föstudaginn kemur. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Undirbúningur íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem er á leiðinni á heimsmeistaramótið í dag hefur litast af meiðslum og veikindum hjá lykilleikmönnum liðsins. Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari liðsins, tilkynnti í gær hvaða 17 leikmenn hann tekur með sér á mótið að þessu sinni. Hann þurfti að hefja fundinn á því að tilkynna að Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði liðsins myndi ekki vera með í fyrri hluta mótsins hið minnsta vegna meiðsla á hné. Þá er Aron Rafn Eðvarðsson ekki í hópnum vegna meiðsla í nára og Rúnar Kárason er ekki orðinn nægilega góður af þeim kálfameiðslum sem hafa verið að plaga hann. Þeir verða því ekki í leikmannahópnum á þessu móti. Þarna fara tæplega 600 landsleikir úr leikmannahópnum og í þeirra stað koma Bjarki Már Elísson sem hefur reyndar umtalsverða reynslu af stóra sviðinu með landsliðinu og svo Ágúst Elí Björgvinsson og Teitur Örn Einarsson sem eru nokkuð blautir bak við eyrun á stærsta sviðinu. Þá er miðjumannasveit íslenska liðsins einkar ung, en Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Haukur Þrastarson sem fer út til München sem 17. leikmaður liðsins eru allir tæplega tvítugir. Það er því ljóst að íslenskt handboltaáhugafólk ætti að fara inn á þetta mót með hófstilltar væntingar. Þetta er hins vegar afar spennandi leikmannahópur sem getur klárlega staðið bestu leikmönnum heims á sporði ef allt gengur upp í leik þeirra og ætti að stefna að því að komast í milliriðil sem fyrsta markmið. Ef það markmið næðist væri það sem eftir á kæmi verkefni sem væru verulega dýrmæt inn í reynslubankann fyrir komandi ár. „Þessi undirbúningur hefur verið alger rússíbanareið vegna þeirra meiðsla og veikinda sem hafa dunið á liðinu. Ég hef lítið sofið undanfarna sólarhringa. Það er alltaf erfitt að velja landsliðshóp fyrir stórmót, en nú hefur það verið sérstaklega erfitt vegna fyrrgreindra skakkafalla og þess að mér finnst nokkrir leikmenn í mörgum stöðum einkar jafnir og það er erfitt að gera upp á milli þeirra,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson um valið að þessu sinni. „Það er auðvitað mikill skellur fyrir okkur að missa Guðjón Val svona skömmu fyrir mót. Sérstaklega af því að hann kom jákvæður út úr skoðuninni sem hann fór í mánudaginn. Því var það óvænt að heyra hversu alvarleg meiðslin væru orðin. Við þessu er hins vegar ekkert að gera og við verðum bara að tækla stöðuna eins og hún er.“ Guðjón mun vera í endurhæfingu næstu daga og það er ekki loku fyrir það skotið að hann verði með á seinni stigum mótsins. „Það er hins vegar í fyrsta lagi ekki fyrr en eftir viku sem við getum farið að íhuga það að hann komi inn í hópinn og spili. Þetta eru þess háttar meiðsli að það er nokkur óvissa um það hvenær hann jafnar sig alfarið og nú er það bara í höndum hans sjálfs og sjúkrateymisins að koma aftur inn á handboltavöllinn,“ segir Guðmundur um stöðu mála hjá Guðjóni. „Mér er það til efs að íslenska liðið hafi áður mætt til leiks á stórmót með jafn ungt lið og raun ber vitni á komandi móti. Við tökum bara einn leik fyrir í einu á þessu móti og höfum einblínt á leik króatíska liðsins á síðustu tveimur æfingum liðsins. Það verður áfram einbeitingin á þá á næstu sólarhringum fyrir þann leik. Ég er í raun ekki búinn að melta það hvort fjarvera þeirra lykilleikmanna sem verða ekki með breyti þeim væntingum sem við gerum um árangur á mótinu. Nú er ég bara að hugsa um að undirbúa þá leikmenn sem skipa þennan hóp eins vel og ég get fyrir hvern og einn leik. Þetta er ungt og afar spennandi lið sem getur náð mjög langt á næstu þremur árum. Það má segja að þetta stórmót sé fyrsti fasi í því að koma liðinu nær því að komast í fremstu röð á nýjan leik. Við erum í raun neyddir til þess að flýta fasanum örlítið sem getur verið gott til framtíðar litið. Við förum jákvæðir inn í mótið og ætlum okkur að gera góða hluti,“ segir þjálfarinn um komandi verkefni, en liðið heldur til München í dag og fyrsti leikur Íslands á mótinu verður síðan gegn Króatíu í München á föstudaginn kemur.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti