Ekki verið fleiri nýliðar á stórmóti í fjórtán ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2019 10:00 Ýmir Örn Gíslason og Gísli Kristjánsson. Ýmir var með á EM í fyrra en Gísli er á sínu fyrsta stórmóti. Mynd/HSÍ Heimsmeistaramótið í Þýskalandi og Danmörku í ár kemst í hóp með HM 2005 og EM 2000 sem þau stórmót þar sem íslenska handboltalandsliðið hefur teflt fram flestum nýliðum á þessari öld. Sex úr sautján manna HM-hópi Guðmundar Guðmundssonar eru á leiðinni á sitt fyrsta stórmót og tveir til viðbótar hafa aðeins verið einu sinni áður með á stórmóti. Meðalaldur íslensku nýliðanna í ár er líka aðeins 20,7 ár. Haukur Þrastarson er sautjándi maður og sá langyngsti af þeim en hann verður ekki átján ára fyrr en í apríl. Gísli Kristjánsson er einnig undir tvítugu (19 ára), Teitur Örn Einarsson hélt upp á tvítugsafmælið sitt í september síðastliðnum og er Elvar Örn Jónsson er 21 árs gamall. Elsti nýliðinn í íslenska hópnum er síðan hinn 24 ára Sigvaldi Björn Guðjónsson en hann er einu ári eldri en Daníel Þór Ingason. Sigvaldi og Daníel eru þeir einu af þessum sex nýliðum sem voru fæddir þegar Ísland hélt heimsmeistarakeppnina í maí 1995. Tveir aðrir ungir leikmenn eru líka bara á leiðinni á sitt annað stórmót en það eru markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson og línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason. Báðir voru þeir með á EM í Króatíu fyrir ári síðan. Ágúst Elí er 23 ára en Ýmir aðeins 21 árs. Þetta eru flestir nýliðar í stórmótahópi íslenska landsliðsins síðan að Viggó Sigurðsson fór með sjö nýliða á HM í Túnis árið 2005. Viggó var þá að taka við landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni og þá urðu stór kynslóðarskipti. Sex leikmenn sem spiluðu á sínu fyrsta stórmóti í Túnis fyrir fjórtán árum síðan áttu síðan eftir að vinna silfur og/eða brons með landsliðinu á ÓL 2008 og EM 2010. Það eru þeir Alexander Petersson, Arnór Atlason, Hreiðar Levy Guðmundsson, Ingimundur Ingimundarson, Logi Geirsson og Vignir Svavarsson (bara brons). Sjöundi nýliðinn var síðan Einar Hólmgeirsson sem var mjög óheppinn með meiðsli á sínum ferli. Á fyrsta stórmóti aldarinnar, Evrópumótinu í Króatíu 2000, þá fengu sex leikmenn að spreyta sig á stórmóti í fyrsta sinn. Íslenska landsliðið var þá með á stórmóti í fyrsta sinn í þrjú ár eða síðan á HM í Kumamoto 1997. Meðal nýliðanna var Guðjón Valur Sigurðsson en hinir voru þeir Magnús Sigurðsson, Magnús Már Þórðarson, Njörður Árnason, Rúnar Sigtryggsson og Serbastian Alexandersson. Guðmundur er nú að taka við íslenska landsliðinu í þriðja sinn en þetta er fyrsta stórmótið eftir að hann tók aftur við. Þegar hann tók fyrst við fór hann með fjóra nýliða á sitt fyrsta stórmót (EM 2002 í Svíþjóð) og fjórum árum síðar, þegar hann tók aftur við, fór hann með tvo nýliða á fyrsta mótið sem voru Ólympíuleikarnir í Peking 2008.Flestir stórmótanýliðar á stórmótum Íslands 2000-2019 7 - HM í Túnis 2005 (Viggó Sigurðsson þjálfaði liðið)6 - HM í Þýskalandi og Danmörku 2019 (Guðmundur Guðmundsson) 6 - EM í Króatíu 2000 (Þorbjörn Jensson) 5 - HM á Spáni 2013 (Aron Kristjánsson) 5 - HM í Frakklandi 2001 (Þorbjörn Jensson) 4 - HM í Frakklandi 2017 (Geir Sveinsson) 4 - EM í Sviss 2006 (Viggó Sigurðsson) 4 - EM í Svíþjóð 2002 (Guðmundur Guðmundsson) HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira
Heimsmeistaramótið í Þýskalandi og Danmörku í ár kemst í hóp með HM 2005 og EM 2000 sem þau stórmót þar sem íslenska handboltalandsliðið hefur teflt fram flestum nýliðum á þessari öld. Sex úr sautján manna HM-hópi Guðmundar Guðmundssonar eru á leiðinni á sitt fyrsta stórmót og tveir til viðbótar hafa aðeins verið einu sinni áður með á stórmóti. Meðalaldur íslensku nýliðanna í ár er líka aðeins 20,7 ár. Haukur Þrastarson er sautjándi maður og sá langyngsti af þeim en hann verður ekki átján ára fyrr en í apríl. Gísli Kristjánsson er einnig undir tvítugu (19 ára), Teitur Örn Einarsson hélt upp á tvítugsafmælið sitt í september síðastliðnum og er Elvar Örn Jónsson er 21 árs gamall. Elsti nýliðinn í íslenska hópnum er síðan hinn 24 ára Sigvaldi Björn Guðjónsson en hann er einu ári eldri en Daníel Þór Ingason. Sigvaldi og Daníel eru þeir einu af þessum sex nýliðum sem voru fæddir þegar Ísland hélt heimsmeistarakeppnina í maí 1995. Tveir aðrir ungir leikmenn eru líka bara á leiðinni á sitt annað stórmót en það eru markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson og línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason. Báðir voru þeir með á EM í Króatíu fyrir ári síðan. Ágúst Elí er 23 ára en Ýmir aðeins 21 árs. Þetta eru flestir nýliðar í stórmótahópi íslenska landsliðsins síðan að Viggó Sigurðsson fór með sjö nýliða á HM í Túnis árið 2005. Viggó var þá að taka við landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni og þá urðu stór kynslóðarskipti. Sex leikmenn sem spiluðu á sínu fyrsta stórmóti í Túnis fyrir fjórtán árum síðan áttu síðan eftir að vinna silfur og/eða brons með landsliðinu á ÓL 2008 og EM 2010. Það eru þeir Alexander Petersson, Arnór Atlason, Hreiðar Levy Guðmundsson, Ingimundur Ingimundarson, Logi Geirsson og Vignir Svavarsson (bara brons). Sjöundi nýliðinn var síðan Einar Hólmgeirsson sem var mjög óheppinn með meiðsli á sínum ferli. Á fyrsta stórmóti aldarinnar, Evrópumótinu í Króatíu 2000, þá fengu sex leikmenn að spreyta sig á stórmóti í fyrsta sinn. Íslenska landsliðið var þá með á stórmóti í fyrsta sinn í þrjú ár eða síðan á HM í Kumamoto 1997. Meðal nýliðanna var Guðjón Valur Sigurðsson en hinir voru þeir Magnús Sigurðsson, Magnús Már Þórðarson, Njörður Árnason, Rúnar Sigtryggsson og Serbastian Alexandersson. Guðmundur er nú að taka við íslenska landsliðinu í þriðja sinn en þetta er fyrsta stórmótið eftir að hann tók aftur við. Þegar hann tók fyrst við fór hann með fjóra nýliða á sitt fyrsta stórmót (EM 2002 í Svíþjóð) og fjórum árum síðar, þegar hann tók aftur við, fór hann með tvo nýliða á fyrsta mótið sem voru Ólympíuleikarnir í Peking 2008.Flestir stórmótanýliðar á stórmótum Íslands 2000-2019 7 - HM í Túnis 2005 (Viggó Sigurðsson þjálfaði liðið)6 - HM í Þýskalandi og Danmörku 2019 (Guðmundur Guðmundsson) 6 - EM í Króatíu 2000 (Þorbjörn Jensson) 5 - HM á Spáni 2013 (Aron Kristjánsson) 5 - HM í Frakklandi 2001 (Þorbjörn Jensson) 4 - HM í Frakklandi 2017 (Geir Sveinsson) 4 - EM í Sviss 2006 (Viggó Sigurðsson) 4 - EM í Svíþjóð 2002 (Guðmundur Guðmundsson)
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira