Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. janúar 2019 12:06 Orðalag miðanna sem tóku á móti viðskiptavinum Bílanausts í morgun var örlítið ónákvæmt að sögn stjórnarformanns fyrirtækisins. Vísir/Vilhelm Stjórnarformaður Bílanausts harmar að ekki hafi verið hægt að bjarga rekstri fyrirtækisins. Verslunum Bílanausts hefur verið lokað og framtíðin óljós eftir að viðræður um fjárhagslega endurskipulagningu sigldu í strand. Ekki er þó óvarlegt að áætla að í fyllingu tímans muni Bílanaust fara formlega fram á gjaldþrotaskipti. Eins og greint var frá í morgun komu viðskiptavinir Bílanausts að lokuðum dyrum þar sem við þeim blasti tilkynning um að verslanirnar væru lokaðar vegna breytinga. Verslunarstjóri Bílanausts á Dvergshöfða í Reykjavík sagði að loknum starfsmannafundi að þeim hafi verið tilkynnt um gjaldþrot fyrirtækisins.Eggert Árni Gíslason, stjórnarformaður Bílanausts, segir að tal um gjaldþrot fyrirtækisins sé ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Bílanaust hafi ekki formlega farið fram á gjaldþrotaskipti. Fyrirtækið hafi þó verið í fjárhagslegri endurskipulagningu að undanförnu enda hefur rekstur Bílanausts „gengið illa um nokkurt skeið,“ eins og reifað var í frétt Vísis í morgun. Legið hafi fyrir að áframhaldandi rekstur væri ekki tryggður nema eigendur þess kæmu með verulegt fjármagn að rekstrinum samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Sjá einnig: Starfsmenn Bílanausts sendir heim Hins vegar hafi orðið ljóst seint í gær að fyrirtækið myndi ekki ná saman við viðskiptabanka sinn - sem „taldi hagsmunum sínum betur borgið með að ganga að veðum sínum frekar en að ganga að tillögu eigenda félagsins um skuldauppgjör,“ að sögn Eggerts. Fátt annað hafi því verið í stöðunni en að loka verslununum, meðan lögfræðingur Bílanausts „vinnur í málinu,“ eins og Eggert orðar það. Eigendur félagsins harmi þó að þetta hafi orðið niðurstaðan og að ekki hafi verið hægt að bjarga fyrirtækinu. „Sumir gætu talið að þetta væru endalokin en við erum ekki þar ennþá,“ bætir hann við. Aðspurður treystir Eggert sér þó ekki til að segja nánar til um framhaldið. Hann er þó þeirrar skoðunar að orðalagið „lokað vegna breytinga“ hafi verið ónákvæmt. „Auðvitað hefði bara átt að standa „Lokað.“ Því við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.“Uppfært klukkan 13: Eggert Árni vill koma á framfæri að fyrri útgáfa fréttarinnar hafi verið ónákvæm. Þrátt fyrir að Eggert hafi tjáð blaðamanni að full djúpt væri í árinni tekið að tala um gjaldþrot og að fyrirtækið væri ekki komið á endastöð væri óvarlegt að fullyrða að „Öll nótt væri ekki enn úti“ fyrir félagið. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við frekari skýringar Eggerts. Tengdar fréttir Starfsmenn Bílanausts sendir heim Verslunum Bílanaust hefur verið skellt í lás. 9. janúar 2019 11:00 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Sjá meira
Stjórnarformaður Bílanausts harmar að ekki hafi verið hægt að bjarga rekstri fyrirtækisins. Verslunum Bílanausts hefur verið lokað og framtíðin óljós eftir að viðræður um fjárhagslega endurskipulagningu sigldu í strand. Ekki er þó óvarlegt að áætla að í fyllingu tímans muni Bílanaust fara formlega fram á gjaldþrotaskipti. Eins og greint var frá í morgun komu viðskiptavinir Bílanausts að lokuðum dyrum þar sem við þeim blasti tilkynning um að verslanirnar væru lokaðar vegna breytinga. Verslunarstjóri Bílanausts á Dvergshöfða í Reykjavík sagði að loknum starfsmannafundi að þeim hafi verið tilkynnt um gjaldþrot fyrirtækisins.Eggert Árni Gíslason, stjórnarformaður Bílanausts, segir að tal um gjaldþrot fyrirtækisins sé ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Bílanaust hafi ekki formlega farið fram á gjaldþrotaskipti. Fyrirtækið hafi þó verið í fjárhagslegri endurskipulagningu að undanförnu enda hefur rekstur Bílanausts „gengið illa um nokkurt skeið,“ eins og reifað var í frétt Vísis í morgun. Legið hafi fyrir að áframhaldandi rekstur væri ekki tryggður nema eigendur þess kæmu með verulegt fjármagn að rekstrinum samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Sjá einnig: Starfsmenn Bílanausts sendir heim Hins vegar hafi orðið ljóst seint í gær að fyrirtækið myndi ekki ná saman við viðskiptabanka sinn - sem „taldi hagsmunum sínum betur borgið með að ganga að veðum sínum frekar en að ganga að tillögu eigenda félagsins um skuldauppgjör,“ að sögn Eggerts. Fátt annað hafi því verið í stöðunni en að loka verslununum, meðan lögfræðingur Bílanausts „vinnur í málinu,“ eins og Eggert orðar það. Eigendur félagsins harmi þó að þetta hafi orðið niðurstaðan og að ekki hafi verið hægt að bjarga fyrirtækinu. „Sumir gætu talið að þetta væru endalokin en við erum ekki þar ennþá,“ bætir hann við. Aðspurður treystir Eggert sér þó ekki til að segja nánar til um framhaldið. Hann er þó þeirrar skoðunar að orðalagið „lokað vegna breytinga“ hafi verið ónákvæmt. „Auðvitað hefði bara átt að standa „Lokað.“ Því við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.“Uppfært klukkan 13: Eggert Árni vill koma á framfæri að fyrri útgáfa fréttarinnar hafi verið ónákvæm. Þrátt fyrir að Eggert hafi tjáð blaðamanni að full djúpt væri í árinni tekið að tala um gjaldþrot og að fyrirtækið væri ekki komið á endastöð væri óvarlegt að fullyrða að „Öll nótt væri ekki enn úti“ fyrir félagið. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við frekari skýringar Eggerts.
Tengdar fréttir Starfsmenn Bílanausts sendir heim Verslunum Bílanaust hefur verið skellt í lás. 9. janúar 2019 11:00 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Sjá meira