Býst við því versta en vonar það besta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2019 14:25 Vilhjálmur Birgisson er formaður Verkalýðsfélags Akraness. vísir/vilhelm Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. Þetta er annar fundur stéttarfélaganna þriggja og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara en deiluaðilar voru misjafnlega bjartsýnir þegar fréttastofa náði tali af fulltrúum þeirra fyrir fundinn í morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, kvaðst ávallt vera vongóður og segir samtökin reiðubúin að fallast kröfu verkalýðsfélaganna um afturvirka gildistöku kjarasamninga, með því skilyrði að ekki verði boðað til verkfallsaðgerða. „Til þess að liðka fyrir viðræðum og lausn geta Samtök atvinnulífsins fallist á að gildistaka kjarasamninga verði afturvirk frá 1. janúar 2019. Skilyrðið fyrir því er þó að samningar náist fyrir lok þessa mánaðar sem taki mið af svigrúmi atvinnulífsins til launahækkana. Þetta tilboð fellur auðvitað niður ef viðræðum verður slitið og boðað til verkfalla enda ber allt samfélagið kostnað af þeirri aðgerð,“ sagði Halldór í Fréttablaðinu í morgun. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, kvaðst mátulega bjartsýnn. „Ég er nú ekkert rosalega vongóður en maður verður ætið að vona það besta en búa sig undir það versta,“ segir Vilhjálmur. „Það er alveg ljóst að það skiptir okkur miklu máli að samningurinn gildi afturvirkt því að fyrir hvern mánuð sem samningsgerð dregst þá geta verið allt að fjórir milljarðar undir hjá íslenskum launþegum.“ Hann segir verkalýðsfélögin þurfa að fá svör við því hjá Samtökum atvinnulífsins hvaða svigrúm þau telji vera til launahækkanna. „Það gæti stefnt í hörð átök ef mikið ber á milli en við skulum heldur ekki gleyma því að við eigum líka eftir að hefja samtal við stjórnvöld því að aðkoma þeirra að þessum kjarasamningum skiptir miklu máli. Okkur hefur fundist hingað til að aðgerðarleysi þeirra og skilningsleysi hafi verið dálítði hrópandi. Við erum að vonast til þess að það verði kannski einhver breyting á því á næstu dögum,“ segir Vilhjálmur. Þá dró Verkalýðsfélag Grindavíkur til baka umboð sitt frá Starfsgreinasambandinu í gær og hyggst ganga til liðs við stéttarfélögin þrjú og vísa kjaraviðræðum sínum einnig til ríkissáttasemjara. Kjaramál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. Þetta er annar fundur stéttarfélaganna þriggja og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara en deiluaðilar voru misjafnlega bjartsýnir þegar fréttastofa náði tali af fulltrúum þeirra fyrir fundinn í morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, kvaðst ávallt vera vongóður og segir samtökin reiðubúin að fallast kröfu verkalýðsfélaganna um afturvirka gildistöku kjarasamninga, með því skilyrði að ekki verði boðað til verkfallsaðgerða. „Til þess að liðka fyrir viðræðum og lausn geta Samtök atvinnulífsins fallist á að gildistaka kjarasamninga verði afturvirk frá 1. janúar 2019. Skilyrðið fyrir því er þó að samningar náist fyrir lok þessa mánaðar sem taki mið af svigrúmi atvinnulífsins til launahækkana. Þetta tilboð fellur auðvitað niður ef viðræðum verður slitið og boðað til verkfalla enda ber allt samfélagið kostnað af þeirri aðgerð,“ sagði Halldór í Fréttablaðinu í morgun. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, kvaðst mátulega bjartsýnn. „Ég er nú ekkert rosalega vongóður en maður verður ætið að vona það besta en búa sig undir það versta,“ segir Vilhjálmur. „Það er alveg ljóst að það skiptir okkur miklu máli að samningurinn gildi afturvirkt því að fyrir hvern mánuð sem samningsgerð dregst þá geta verið allt að fjórir milljarðar undir hjá íslenskum launþegum.“ Hann segir verkalýðsfélögin þurfa að fá svör við því hjá Samtökum atvinnulífsins hvaða svigrúm þau telji vera til launahækkanna. „Það gæti stefnt í hörð átök ef mikið ber á milli en við skulum heldur ekki gleyma því að við eigum líka eftir að hefja samtal við stjórnvöld því að aðkoma þeirra að þessum kjarasamningum skiptir miklu máli. Okkur hefur fundist hingað til að aðgerðarleysi þeirra og skilningsleysi hafi verið dálítði hrópandi. Við erum að vonast til þess að það verði kannski einhver breyting á því á næstu dögum,“ segir Vilhjálmur. Þá dró Verkalýðsfélag Grindavíkur til baka umboð sitt frá Starfsgreinasambandinu í gær og hyggst ganga til liðs við stéttarfélögin þrjú og vísa kjaraviðræðum sínum einnig til ríkissáttasemjara.
Kjaramál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira