Býst við því versta en vonar það besta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2019 14:25 Vilhjálmur Birgisson er formaður Verkalýðsfélags Akraness. vísir/vilhelm Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. Þetta er annar fundur stéttarfélaganna þriggja og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara en deiluaðilar voru misjafnlega bjartsýnir þegar fréttastofa náði tali af fulltrúum þeirra fyrir fundinn í morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, kvaðst ávallt vera vongóður og segir samtökin reiðubúin að fallast kröfu verkalýðsfélaganna um afturvirka gildistöku kjarasamninga, með því skilyrði að ekki verði boðað til verkfallsaðgerða. „Til þess að liðka fyrir viðræðum og lausn geta Samtök atvinnulífsins fallist á að gildistaka kjarasamninga verði afturvirk frá 1. janúar 2019. Skilyrðið fyrir því er þó að samningar náist fyrir lok þessa mánaðar sem taki mið af svigrúmi atvinnulífsins til launahækkana. Þetta tilboð fellur auðvitað niður ef viðræðum verður slitið og boðað til verkfalla enda ber allt samfélagið kostnað af þeirri aðgerð,“ sagði Halldór í Fréttablaðinu í morgun. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, kvaðst mátulega bjartsýnn. „Ég er nú ekkert rosalega vongóður en maður verður ætið að vona það besta en búa sig undir það versta,“ segir Vilhjálmur. „Það er alveg ljóst að það skiptir okkur miklu máli að samningurinn gildi afturvirkt því að fyrir hvern mánuð sem samningsgerð dregst þá geta verið allt að fjórir milljarðar undir hjá íslenskum launþegum.“ Hann segir verkalýðsfélögin þurfa að fá svör við því hjá Samtökum atvinnulífsins hvaða svigrúm þau telji vera til launahækkanna. „Það gæti stefnt í hörð átök ef mikið ber á milli en við skulum heldur ekki gleyma því að við eigum líka eftir að hefja samtal við stjórnvöld því að aðkoma þeirra að þessum kjarasamningum skiptir miklu máli. Okkur hefur fundist hingað til að aðgerðarleysi þeirra og skilningsleysi hafi verið dálítði hrópandi. Við erum að vonast til þess að það verði kannski einhver breyting á því á næstu dögum,“ segir Vilhjálmur. Þá dró Verkalýðsfélag Grindavíkur til baka umboð sitt frá Starfsgreinasambandinu í gær og hyggst ganga til liðs við stéttarfélögin þrjú og vísa kjaraviðræðum sínum einnig til ríkissáttasemjara. Kjaramál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. Þetta er annar fundur stéttarfélaganna þriggja og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara en deiluaðilar voru misjafnlega bjartsýnir þegar fréttastofa náði tali af fulltrúum þeirra fyrir fundinn í morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, kvaðst ávallt vera vongóður og segir samtökin reiðubúin að fallast kröfu verkalýðsfélaganna um afturvirka gildistöku kjarasamninga, með því skilyrði að ekki verði boðað til verkfallsaðgerða. „Til þess að liðka fyrir viðræðum og lausn geta Samtök atvinnulífsins fallist á að gildistaka kjarasamninga verði afturvirk frá 1. janúar 2019. Skilyrðið fyrir því er þó að samningar náist fyrir lok þessa mánaðar sem taki mið af svigrúmi atvinnulífsins til launahækkana. Þetta tilboð fellur auðvitað niður ef viðræðum verður slitið og boðað til verkfalla enda ber allt samfélagið kostnað af þeirri aðgerð,“ sagði Halldór í Fréttablaðinu í morgun. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, kvaðst mátulega bjartsýnn. „Ég er nú ekkert rosalega vongóður en maður verður ætið að vona það besta en búa sig undir það versta,“ segir Vilhjálmur. „Það er alveg ljóst að það skiptir okkur miklu máli að samningurinn gildi afturvirkt því að fyrir hvern mánuð sem samningsgerð dregst þá geta verið allt að fjórir milljarðar undir hjá íslenskum launþegum.“ Hann segir verkalýðsfélögin þurfa að fá svör við því hjá Samtökum atvinnulífsins hvaða svigrúm þau telji vera til launahækkanna. „Það gæti stefnt í hörð átök ef mikið ber á milli en við skulum heldur ekki gleyma því að við eigum líka eftir að hefja samtal við stjórnvöld því að aðkoma þeirra að þessum kjarasamningum skiptir miklu máli. Okkur hefur fundist hingað til að aðgerðarleysi þeirra og skilningsleysi hafi verið dálítði hrópandi. Við erum að vonast til þess að það verði kannski einhver breyting á því á næstu dögum,“ segir Vilhjálmur. Þá dró Verkalýðsfélag Grindavíkur til baka umboð sitt frá Starfsgreinasambandinu í gær og hyggst ganga til liðs við stéttarfélögin þrjú og vísa kjaraviðræðum sínum einnig til ríkissáttasemjara.
Kjaramál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira