Býst við því versta en vonar það besta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2019 14:25 Vilhjálmur Birgisson er formaður Verkalýðsfélags Akraness. vísir/vilhelm Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. Þetta er annar fundur stéttarfélaganna þriggja og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara en deiluaðilar voru misjafnlega bjartsýnir þegar fréttastofa náði tali af fulltrúum þeirra fyrir fundinn í morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, kvaðst ávallt vera vongóður og segir samtökin reiðubúin að fallast kröfu verkalýðsfélaganna um afturvirka gildistöku kjarasamninga, með því skilyrði að ekki verði boðað til verkfallsaðgerða. „Til þess að liðka fyrir viðræðum og lausn geta Samtök atvinnulífsins fallist á að gildistaka kjarasamninga verði afturvirk frá 1. janúar 2019. Skilyrðið fyrir því er þó að samningar náist fyrir lok þessa mánaðar sem taki mið af svigrúmi atvinnulífsins til launahækkana. Þetta tilboð fellur auðvitað niður ef viðræðum verður slitið og boðað til verkfalla enda ber allt samfélagið kostnað af þeirri aðgerð,“ sagði Halldór í Fréttablaðinu í morgun. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, kvaðst mátulega bjartsýnn. „Ég er nú ekkert rosalega vongóður en maður verður ætið að vona það besta en búa sig undir það versta,“ segir Vilhjálmur. „Það er alveg ljóst að það skiptir okkur miklu máli að samningurinn gildi afturvirkt því að fyrir hvern mánuð sem samningsgerð dregst þá geta verið allt að fjórir milljarðar undir hjá íslenskum launþegum.“ Hann segir verkalýðsfélögin þurfa að fá svör við því hjá Samtökum atvinnulífsins hvaða svigrúm þau telji vera til launahækkanna. „Það gæti stefnt í hörð átök ef mikið ber á milli en við skulum heldur ekki gleyma því að við eigum líka eftir að hefja samtal við stjórnvöld því að aðkoma þeirra að þessum kjarasamningum skiptir miklu máli. Okkur hefur fundist hingað til að aðgerðarleysi þeirra og skilningsleysi hafi verið dálítði hrópandi. Við erum að vonast til þess að það verði kannski einhver breyting á því á næstu dögum,“ segir Vilhjálmur. Þá dró Verkalýðsfélag Grindavíkur til baka umboð sitt frá Starfsgreinasambandinu í gær og hyggst ganga til liðs við stéttarfélögin þrjú og vísa kjaraviðræðum sínum einnig til ríkissáttasemjara. Kjaramál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. Þetta er annar fundur stéttarfélaganna þriggja og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara en deiluaðilar voru misjafnlega bjartsýnir þegar fréttastofa náði tali af fulltrúum þeirra fyrir fundinn í morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, kvaðst ávallt vera vongóður og segir samtökin reiðubúin að fallast kröfu verkalýðsfélaganna um afturvirka gildistöku kjarasamninga, með því skilyrði að ekki verði boðað til verkfallsaðgerða. „Til þess að liðka fyrir viðræðum og lausn geta Samtök atvinnulífsins fallist á að gildistaka kjarasamninga verði afturvirk frá 1. janúar 2019. Skilyrðið fyrir því er þó að samningar náist fyrir lok þessa mánaðar sem taki mið af svigrúmi atvinnulífsins til launahækkana. Þetta tilboð fellur auðvitað niður ef viðræðum verður slitið og boðað til verkfalla enda ber allt samfélagið kostnað af þeirri aðgerð,“ sagði Halldór í Fréttablaðinu í morgun. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, kvaðst mátulega bjartsýnn. „Ég er nú ekkert rosalega vongóður en maður verður ætið að vona það besta en búa sig undir það versta,“ segir Vilhjálmur. „Það er alveg ljóst að það skiptir okkur miklu máli að samningurinn gildi afturvirkt því að fyrir hvern mánuð sem samningsgerð dregst þá geta verið allt að fjórir milljarðar undir hjá íslenskum launþegum.“ Hann segir verkalýðsfélögin þurfa að fá svör við því hjá Samtökum atvinnulífsins hvaða svigrúm þau telji vera til launahækkanna. „Það gæti stefnt í hörð átök ef mikið ber á milli en við skulum heldur ekki gleyma því að við eigum líka eftir að hefja samtal við stjórnvöld því að aðkoma þeirra að þessum kjarasamningum skiptir miklu máli. Okkur hefur fundist hingað til að aðgerðarleysi þeirra og skilningsleysi hafi verið dálítði hrópandi. Við erum að vonast til þess að það verði kannski einhver breyting á því á næstu dögum,“ segir Vilhjálmur. Þá dró Verkalýðsfélag Grindavíkur til baka umboð sitt frá Starfsgreinasambandinu í gær og hyggst ganga til liðs við stéttarfélögin þrjú og vísa kjaraviðræðum sínum einnig til ríkissáttasemjara.
Kjaramál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira