R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Kristján Már Unnarsson skrifar 9. janúar 2019 18:45 Frá Reykhólasveitarvegi um Barmahlíð. Vaðalfjöll í baksýn og Berufjörður til hægri. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og telst því ólögleg, og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að R-leiðin teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. Fulltrúar Vegagerðarinnar kynntu þessa niðurstöðu á íbúafundi sem hófst á Reykhólum nú síðdegis. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Frá Reykhólum. Íbúafundur Vegagerðarinnar hófst síðdegis í Reykhólaskóla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Deilur um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit hafa staðið yfir linnulítið í fimmtán ár. Nú síðdegis hófst íbúafundur á Reykhólum þar sem ráðamenn Vegagerðarinnar rökstyðja þá niðurstöðu sína að ÞH-leið um Teigsskóg sé best. Þar er húsfyllir, samkvæmt frétt Bæjarins besta.Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Ráðamenn Reykhólahrepps hafa frá því í vor undirbúið aðra leið, svokallaða R-leið, þvert yfir mynni Þorskafjarðar. Sú leið stenst ekki ákvæði vegalaga, að mati Vegagerðarinnar. „Hún fellur á því sem við köllum umferðaröryggismat og er þar af leiðandi ekki leið sem við getum lagt til og er þar af leiðandi ekki fær gagnvart lögum í því formi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ástæðan er vegarkaflinn milli Reykhóla og Bjarkalundar en Vegagerðin telur hann ekki hæfan til að taka við þeirri umferðaraukningu sem fylgdi því ef hann yrði hluti Vestfjarðavegar, nema með töluverðum endurbótum, sem kosti mikla fjármuni. „Þá er náttúrlega bara niðurstaðan sú að það er verulegur kostnaðarauki að fara þessa leið og þar kannski stendur hnífurinn að einhverju leyti í kúnni.“ Vegagerðin segir að Reykhólasveitarvegur sé mjór, með kröppum beygjum og hæðum, lagfæra þurfi hliðarsvæði og setja upp vegrið til að auka umferðaröryggi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bergþóra segir að samkvæmt frumdrögum að kostnaðarmati muni fjórum milljörðum króna á leiðunum tveimur. Vegagerðin áætlar að Teigsskógarleið kosti 7,3 milljarða króna en Reykhólaleið sem standist öryggiskröfur kosti 11,2 milljarða króna, eða 53 prósent meira en Teigsskógarleiðin, sem er þegar fullfjármögnuð.Brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar, eins og hún er sýnd í skýrslu Vegagerðarinnar frá því í haust.Grafík/Vegagerðin.En gæti R-leiðin þá rúmast innan samgönguáætlunar á næstu árum? „Það er góð spurning. Ég get bara ekkert svarað því. Það eru ekki fjárheimildir sem Vegagerðin hefur, eins og staðan er í dag,“ svarar vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Reykhólahreppi óheimilt að velja óöruggari leið Ákvæði vegalaga gætu meinað Reykhólahreppi að velja R-leið með Þorskafjarðarbrú þar sem sveitarfélagi er óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis. 6. janúar 2019 21:00 Fjárveitingar miða við leiðarval um Teigsskóg Fjárveitingar í samgönguáætlun til Vestfjarðavegar miða við leið um Teigsskóg, sem er fullfjármögnuð, og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Ákvörðun um aðra leið er sögð þýða margra ára töf. 13. desember 2018 20:15 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Sjá meira
Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og telst því ólögleg, og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að R-leiðin teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. Fulltrúar Vegagerðarinnar kynntu þessa niðurstöðu á íbúafundi sem hófst á Reykhólum nú síðdegis. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Frá Reykhólum. Íbúafundur Vegagerðarinnar hófst síðdegis í Reykhólaskóla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Deilur um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit hafa staðið yfir linnulítið í fimmtán ár. Nú síðdegis hófst íbúafundur á Reykhólum þar sem ráðamenn Vegagerðarinnar rökstyðja þá niðurstöðu sína að ÞH-leið um Teigsskóg sé best. Þar er húsfyllir, samkvæmt frétt Bæjarins besta.Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Ráðamenn Reykhólahrepps hafa frá því í vor undirbúið aðra leið, svokallaða R-leið, þvert yfir mynni Þorskafjarðar. Sú leið stenst ekki ákvæði vegalaga, að mati Vegagerðarinnar. „Hún fellur á því sem við köllum umferðaröryggismat og er þar af leiðandi ekki leið sem við getum lagt til og er þar af leiðandi ekki fær gagnvart lögum í því formi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ástæðan er vegarkaflinn milli Reykhóla og Bjarkalundar en Vegagerðin telur hann ekki hæfan til að taka við þeirri umferðaraukningu sem fylgdi því ef hann yrði hluti Vestfjarðavegar, nema með töluverðum endurbótum, sem kosti mikla fjármuni. „Þá er náttúrlega bara niðurstaðan sú að það er verulegur kostnaðarauki að fara þessa leið og þar kannski stendur hnífurinn að einhverju leyti í kúnni.“ Vegagerðin segir að Reykhólasveitarvegur sé mjór, með kröppum beygjum og hæðum, lagfæra þurfi hliðarsvæði og setja upp vegrið til að auka umferðaröryggi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bergþóra segir að samkvæmt frumdrögum að kostnaðarmati muni fjórum milljörðum króna á leiðunum tveimur. Vegagerðin áætlar að Teigsskógarleið kosti 7,3 milljarða króna en Reykhólaleið sem standist öryggiskröfur kosti 11,2 milljarða króna, eða 53 prósent meira en Teigsskógarleiðin, sem er þegar fullfjármögnuð.Brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar, eins og hún er sýnd í skýrslu Vegagerðarinnar frá því í haust.Grafík/Vegagerðin.En gæti R-leiðin þá rúmast innan samgönguáætlunar á næstu árum? „Það er góð spurning. Ég get bara ekkert svarað því. Það eru ekki fjárheimildir sem Vegagerðin hefur, eins og staðan er í dag,“ svarar vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Reykhólahreppi óheimilt að velja óöruggari leið Ákvæði vegalaga gætu meinað Reykhólahreppi að velja R-leið með Þorskafjarðarbrú þar sem sveitarfélagi er óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis. 6. janúar 2019 21:00 Fjárveitingar miða við leiðarval um Teigsskóg Fjárveitingar í samgönguáætlun til Vestfjarðavegar miða við leið um Teigsskóg, sem er fullfjármögnuð, og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Ákvörðun um aðra leið er sögð þýða margra ára töf. 13. desember 2018 20:15 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Sjá meira
Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15
Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31
Reykhólahreppi óheimilt að velja óöruggari leið Ákvæði vegalaga gætu meinað Reykhólahreppi að velja R-leið með Þorskafjarðarbrú þar sem sveitarfélagi er óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis. 6. janúar 2019 21:00
Fjárveitingar miða við leiðarval um Teigsskóg Fjárveitingar í samgönguáætlun til Vestfjarðavegar miða við leið um Teigsskóg, sem er fullfjármögnuð, og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Ákvörðun um aðra leið er sögð þýða margra ára töf. 13. desember 2018 20:15