Þurfum að troða sokkum upp í marga með því að standa okkur og vera fyrir boltanum Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 9. janúar 2019 21:30 Ágúst Elí Björgvinsson spilaði fyrir FH á síðasta stórmóti en er nú atvinnumaður hjá Sävehof. vísir/vilhelm Markvarsla íslenska landsliðsins í handbolta hefur verið gagnrýnd í aðdraganda HM eins og stundum áður. Ágúst Elí Björgvinsson fer ekkert í felur með frammistöðu hans og kollega sinna í síðustu leikjum og veit að þeir þurfa að detta í gírinn á föstudaginn þegar að HM hefst hjá Íslandi á móti Króatíu. „Við erum ekki að spila nógu vel. Það er ekkert leyndarmál. Við vitum það best sjálfir og þurfum ekkert að lesa Moggann til að vita það. Þetta er bara kerfi sem við þurfum að komast inn í eins og aðrir leikmenn. Það eru ákveðnar reglur í þessu og ákveðið traust sem þarf að byggja upp með öðrum leikmönnum,“ segir Ágúst Elí. „Við erum búnir að spila núna þrjá leiki sem við getum lært af og vonandi förum við bara með hærri prósentu og betri tilfinningu inn í mótið. Það væri gott að troða þessum fallega sokk upp í marga en við þurfum bara að standa okkur og vera fyrir boltanum.“ Ágúst Elí spilar með Savehof í Svíþjóð eftir frábær ár með uppeldisfélagi sínu FH þar áður. Frammistaða hans í Olís-deildinni á síðustu leiktíð skilaði honum sæti í EM-hópnum fyrir ári síðan sem var hans fyrsta stórmót. Mótið var ekkert sérstaklega eftirminnilegt fyrir íslenska liðið sem fór heim eftir riðlakeppnina en Ágúst dældi inn á reynslubankann. „Ég lærði fullt þó ég hafi ekki fengið mikið að spila. Við duttum náttúrlega út snemma þannig að það var ekki mikið rými fyrir það. Nú veit ég hvað þetta er stórt og vonandi verð ég ekki með hnútinn í maganum alla ferðina núna,“ segir Ágúst Elí. „Nú læt ég ekki koma mér á óvart hvað þetta er stórt og get hugsað meira um hvernig maður ætlar að koma inn í leikinn. Það var reynsla í bankann að fara á stórmót í fyrra þó svo ég hafi ekki spilað mikið,“ segir Ágúst Elí Björgvinsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.Klippa: Markvarsla íslenska landsliðsins hefur verið gagnrýnd HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Frábærar kveðjur til strákanna okkar | Myndband Strákarnir okkar voru sendir af landinu með stæl í morgun er spilað var fyrir þá myndband þar sem fjölskyldumeðlimir, gamlar kempur og Eiður Smári komu meðal annars við sögu. 9. janúar 2019 14:06 Guðjón Valur útilokar alfarið að spila á HM Mögulegt er að skipta út þremur leikmönnum í íslenska landsliðinu á meðan HM í handbolta stendur en Guðjón Valur Sigurðsson segist ekki halda neinum möguleikum opnum. 9. janúar 2019 14:29 Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Það var ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn fyrir HM 2019. 9. janúar 2019 14:30 Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46 Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Markvarsla íslenska landsliðsins í handbolta hefur verið gagnrýnd í aðdraganda HM eins og stundum áður. Ágúst Elí Björgvinsson fer ekkert í felur með frammistöðu hans og kollega sinna í síðustu leikjum og veit að þeir þurfa að detta í gírinn á föstudaginn þegar að HM hefst hjá Íslandi á móti Króatíu. „Við erum ekki að spila nógu vel. Það er ekkert leyndarmál. Við vitum það best sjálfir og þurfum ekkert að lesa Moggann til að vita það. Þetta er bara kerfi sem við þurfum að komast inn í eins og aðrir leikmenn. Það eru ákveðnar reglur í þessu og ákveðið traust sem þarf að byggja upp með öðrum leikmönnum,“ segir Ágúst Elí. „Við erum búnir að spila núna þrjá leiki sem við getum lært af og vonandi förum við bara með hærri prósentu og betri tilfinningu inn í mótið. Það væri gott að troða þessum fallega sokk upp í marga en við þurfum bara að standa okkur og vera fyrir boltanum.“ Ágúst Elí spilar með Savehof í Svíþjóð eftir frábær ár með uppeldisfélagi sínu FH þar áður. Frammistaða hans í Olís-deildinni á síðustu leiktíð skilaði honum sæti í EM-hópnum fyrir ári síðan sem var hans fyrsta stórmót. Mótið var ekkert sérstaklega eftirminnilegt fyrir íslenska liðið sem fór heim eftir riðlakeppnina en Ágúst dældi inn á reynslubankann. „Ég lærði fullt þó ég hafi ekki fengið mikið að spila. Við duttum náttúrlega út snemma þannig að það var ekki mikið rými fyrir það. Nú veit ég hvað þetta er stórt og vonandi verð ég ekki með hnútinn í maganum alla ferðina núna,“ segir Ágúst Elí. „Nú læt ég ekki koma mér á óvart hvað þetta er stórt og get hugsað meira um hvernig maður ætlar að koma inn í leikinn. Það var reynsla í bankann að fara á stórmót í fyrra þó svo ég hafi ekki spilað mikið,“ segir Ágúst Elí Björgvinsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.Klippa: Markvarsla íslenska landsliðsins hefur verið gagnrýnd
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Frábærar kveðjur til strákanna okkar | Myndband Strákarnir okkar voru sendir af landinu með stæl í morgun er spilað var fyrir þá myndband þar sem fjölskyldumeðlimir, gamlar kempur og Eiður Smári komu meðal annars við sögu. 9. janúar 2019 14:06 Guðjón Valur útilokar alfarið að spila á HM Mögulegt er að skipta út þremur leikmönnum í íslenska landsliðinu á meðan HM í handbolta stendur en Guðjón Valur Sigurðsson segist ekki halda neinum möguleikum opnum. 9. janúar 2019 14:29 Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Það var ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn fyrir HM 2019. 9. janúar 2019 14:30 Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46 Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Frábærar kveðjur til strákanna okkar | Myndband Strákarnir okkar voru sendir af landinu með stæl í morgun er spilað var fyrir þá myndband þar sem fjölskyldumeðlimir, gamlar kempur og Eiður Smári komu meðal annars við sögu. 9. janúar 2019 14:06
Guðjón Valur útilokar alfarið að spila á HM Mögulegt er að skipta út þremur leikmönnum í íslenska landsliðinu á meðan HM í handbolta stendur en Guðjón Valur Sigurðsson segist ekki halda neinum möguleikum opnum. 9. janúar 2019 14:29
Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Það var ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn fyrir HM 2019. 9. janúar 2019 14:30
Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46
Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00