Huldumaður hafði tekið sér bólstað í húsbíl tónlistarmannsins Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2019 16:29 Julian segir málið hið furðulegasta. Hann er feginn að hafa endurheimt bílinn en tjónið er talsvert. visir/vilhelm Húsbíllinn sem stolið var af tónlistarmanninum Julian Hewlett er kominn í leitirnar. Lögreglan fann hann nú í morgun við Mýrargötu. Málið er hið furðulegasta. Svo virðist sem einhver óþekktur aðili hafi verið farinn á búa í stolnum bílnum.Einhver farinn að búa í bílnum Vísir greindi frá því í gær að bíllinn hafi horfið milli jóla og nýárs en Julian lagði honum við BSÍ. Julian dvaldi á Bretlandi yfir hátíðarnar og svo þegar hann vildi vitja bílsins eftir áramót, þá var hann horfinn. Eftir að Vísir greindi frá hinu dularfulla húsbílshvarfi komst skriður á málið og lögreglan rakst á bílinn og gerði Julian viðvart.Julían hefur notað bílinn meðal annars til að vinna að tónsmíðum og geyma nótur sínar en þær eru nú allar horfnar eftir að einhver kom sér fyrir í bílnum.visir/vilhelm„Það var einhver verkamaður að búa í bílnum,“ segir Julian hissa en feginn því að vera kominn með bílinn aftur í hendur. Og hrósar lögreglunni í hástert fyrir vasklega framgöngu. En, hvorki þjófurinn né sá sem hafði tekið sér bólstað í bílnum, ekki er vitað hvort um sama aðila er að ræða, hafa komið í leitirnar. „Það er fullt af vinnufötum og verkfærum í bílnum. Löggan tók eitthvað af þessu til rannsóknar.“Skemmdir unnar á húsbílnum Julian er feginn því að hafa endurheimt bílinn en tjón hans er tilfinnanlegt. Allir hans persónulegu munir eru horfnir; nótur, tónsmíðar sem hann hafði verið að vinna að, bréf, bækur, myndir og fleira. „Þessu hefur sennilega bara verið hent. Allt horfið nema bangsi hundsins míns,“ segir Julien. Hundurinn Tristan, lítill rakki af tegundinni Chihuahua, er sem sagt kátur en Julien er með sárt ennið þó hann hafi endurheimt bíllinn. Búið var að taka númeraplöturnar af honum og nokkrar skemmdir höfðu verið unnar á honum, svo sem á hurðum og læsingum. Julian segir að afturhurðin sé mikið skemmd en þar hafi bófarnir hafi komist inn. Julien segist einkum hafa notað bílinn til tónsmíða og sem nótnageymslu. „Ég hef fengið frið þar.“ En, ekki svífur mikill listrænn andi yfir vötnum í húsbílnum. Lögreglumál Tengdar fréttir Tónlistarmaðurinn saknar húsbíls síns sáran Húsbíl Julian Hewlett var stolið milli jóla og nýárs. 8. janúar 2019 13:12 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Húsbíllinn sem stolið var af tónlistarmanninum Julian Hewlett er kominn í leitirnar. Lögreglan fann hann nú í morgun við Mýrargötu. Málið er hið furðulegasta. Svo virðist sem einhver óþekktur aðili hafi verið farinn á búa í stolnum bílnum.Einhver farinn að búa í bílnum Vísir greindi frá því í gær að bíllinn hafi horfið milli jóla og nýárs en Julian lagði honum við BSÍ. Julian dvaldi á Bretlandi yfir hátíðarnar og svo þegar hann vildi vitja bílsins eftir áramót, þá var hann horfinn. Eftir að Vísir greindi frá hinu dularfulla húsbílshvarfi komst skriður á málið og lögreglan rakst á bílinn og gerði Julian viðvart.Julían hefur notað bílinn meðal annars til að vinna að tónsmíðum og geyma nótur sínar en þær eru nú allar horfnar eftir að einhver kom sér fyrir í bílnum.visir/vilhelm„Það var einhver verkamaður að búa í bílnum,“ segir Julian hissa en feginn því að vera kominn með bílinn aftur í hendur. Og hrósar lögreglunni í hástert fyrir vasklega framgöngu. En, hvorki þjófurinn né sá sem hafði tekið sér bólstað í bílnum, ekki er vitað hvort um sama aðila er að ræða, hafa komið í leitirnar. „Það er fullt af vinnufötum og verkfærum í bílnum. Löggan tók eitthvað af þessu til rannsóknar.“Skemmdir unnar á húsbílnum Julian er feginn því að hafa endurheimt bílinn en tjón hans er tilfinnanlegt. Allir hans persónulegu munir eru horfnir; nótur, tónsmíðar sem hann hafði verið að vinna að, bréf, bækur, myndir og fleira. „Þessu hefur sennilega bara verið hent. Allt horfið nema bangsi hundsins míns,“ segir Julien. Hundurinn Tristan, lítill rakki af tegundinni Chihuahua, er sem sagt kátur en Julien er með sárt ennið þó hann hafi endurheimt bíllinn. Búið var að taka númeraplöturnar af honum og nokkrar skemmdir höfðu verið unnar á honum, svo sem á hurðum og læsingum. Julian segir að afturhurðin sé mikið skemmd en þar hafi bófarnir hafi komist inn. Julien segist einkum hafa notað bílinn til tónsmíða og sem nótnageymslu. „Ég hef fengið frið þar.“ En, ekki svífur mikill listrænn andi yfir vötnum í húsbílnum.
Lögreglumál Tengdar fréttir Tónlistarmaðurinn saknar húsbíls síns sáran Húsbíl Julian Hewlett var stolið milli jóla og nýárs. 8. janúar 2019 13:12 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Tónlistarmaðurinn saknar húsbíls síns sáran Húsbíl Julian Hewlett var stolið milli jóla og nýárs. 8. janúar 2019 13:12