Ítalía og Pólland starfi saman til að breyta ESB Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2019 17:33 Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, á fréttamannafundi í Varsjá í dag. Getty Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, vill að aðildarríki Evrópusambandsins þar sem hægristjórnir og popúlistaflokkar eru við völd taki höndum saman og fái sambandið til að breyta um stefnu. „Við leggjum grunninn að nýju valdajafnvægi og nýrri orku í Evrópu, og Pólland og Ítalía munu klárlega leiða þetta nýja evrópska vor,“ sagði Salvini í dag, en hann heimsækir nú pólsku höfuðborgina Varsjá. Ítalski innanríkisráðherrann mun þar hitta Jaroslaw Kaczynski sem stýrir pólska stjórnarflokknum Lög og réttlæti (PiS). Salvini segist vilja stefna að því að draga úr áhrifum Frakklands og Þýskalands innan sambandsins. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, kveðst sammála þeirri gagnrýni sem fram hafi komið frá Ítölum. Segir hann sambandið mismuna aðildarríkjum og bendir á að framkvæmdastjórn sambandsins hafi komið í veg fyrir að upphaflegt fjárlagafrumvarp Ítalíustjórnar hafi náð fram að ganga. Framkvæmdastjórnin sagði hallann of mikinn og brjóta í bága við reglur sambandsins um fjármál aðildarríkja. Skuldir Ítalíu eru þær næstmestu af öllum aðildarríkjum sambandsins. Framkvæmdastjórn sambandsins dró fyrr á árinu Pólland fyrir Evrópudómstólinn vegna ákvörðunar þarlendra stjórnvalda að þvinga fjölda hæstaréttardómara á eftirlaun með því að lækka eftirlaunaaldur dómara. Var það sagt brot á reglum um sjálfstæði dómstóla. Pólsk stjórnvöld drógu á endanum ákvörðun sína til baka. Evrópusambandið Ítalía Pólland Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Sjá meira
Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, vill að aðildarríki Evrópusambandsins þar sem hægristjórnir og popúlistaflokkar eru við völd taki höndum saman og fái sambandið til að breyta um stefnu. „Við leggjum grunninn að nýju valdajafnvægi og nýrri orku í Evrópu, og Pólland og Ítalía munu klárlega leiða þetta nýja evrópska vor,“ sagði Salvini í dag, en hann heimsækir nú pólsku höfuðborgina Varsjá. Ítalski innanríkisráðherrann mun þar hitta Jaroslaw Kaczynski sem stýrir pólska stjórnarflokknum Lög og réttlæti (PiS). Salvini segist vilja stefna að því að draga úr áhrifum Frakklands og Þýskalands innan sambandsins. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, kveðst sammála þeirri gagnrýni sem fram hafi komið frá Ítölum. Segir hann sambandið mismuna aðildarríkjum og bendir á að framkvæmdastjórn sambandsins hafi komið í veg fyrir að upphaflegt fjárlagafrumvarp Ítalíustjórnar hafi náð fram að ganga. Framkvæmdastjórnin sagði hallann of mikinn og brjóta í bága við reglur sambandsins um fjármál aðildarríkja. Skuldir Ítalíu eru þær næstmestu af öllum aðildarríkjum sambandsins. Framkvæmdastjórn sambandsins dró fyrr á árinu Pólland fyrir Evrópudómstólinn vegna ákvörðunar þarlendra stjórnvalda að þvinga fjölda hæstaréttardómara á eftirlaun með því að lækka eftirlaunaaldur dómara. Var það sagt brot á reglum um sjálfstæði dómstóla. Pólsk stjórnvöld drógu á endanum ákvörðun sína til baka.
Evrópusambandið Ítalía Pólland Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Sjá meira