Ítalía og Pólland starfi saman til að breyta ESB Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2019 17:33 Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, á fréttamannafundi í Varsjá í dag. Getty Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, vill að aðildarríki Evrópusambandsins þar sem hægristjórnir og popúlistaflokkar eru við völd taki höndum saman og fái sambandið til að breyta um stefnu. „Við leggjum grunninn að nýju valdajafnvægi og nýrri orku í Evrópu, og Pólland og Ítalía munu klárlega leiða þetta nýja evrópska vor,“ sagði Salvini í dag, en hann heimsækir nú pólsku höfuðborgina Varsjá. Ítalski innanríkisráðherrann mun þar hitta Jaroslaw Kaczynski sem stýrir pólska stjórnarflokknum Lög og réttlæti (PiS). Salvini segist vilja stefna að því að draga úr áhrifum Frakklands og Þýskalands innan sambandsins. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, kveðst sammála þeirri gagnrýni sem fram hafi komið frá Ítölum. Segir hann sambandið mismuna aðildarríkjum og bendir á að framkvæmdastjórn sambandsins hafi komið í veg fyrir að upphaflegt fjárlagafrumvarp Ítalíustjórnar hafi náð fram að ganga. Framkvæmdastjórnin sagði hallann of mikinn og brjóta í bága við reglur sambandsins um fjármál aðildarríkja. Skuldir Ítalíu eru þær næstmestu af öllum aðildarríkjum sambandsins. Framkvæmdastjórn sambandsins dró fyrr á árinu Pólland fyrir Evrópudómstólinn vegna ákvörðunar þarlendra stjórnvalda að þvinga fjölda hæstaréttardómara á eftirlaun með því að lækka eftirlaunaaldur dómara. Var það sagt brot á reglum um sjálfstæði dómstóla. Pólsk stjórnvöld drógu á endanum ákvörðun sína til baka. Evrópusambandið Ítalía Pólland Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, vill að aðildarríki Evrópusambandsins þar sem hægristjórnir og popúlistaflokkar eru við völd taki höndum saman og fái sambandið til að breyta um stefnu. „Við leggjum grunninn að nýju valdajafnvægi og nýrri orku í Evrópu, og Pólland og Ítalía munu klárlega leiða þetta nýja evrópska vor,“ sagði Salvini í dag, en hann heimsækir nú pólsku höfuðborgina Varsjá. Ítalski innanríkisráðherrann mun þar hitta Jaroslaw Kaczynski sem stýrir pólska stjórnarflokknum Lög og réttlæti (PiS). Salvini segist vilja stefna að því að draga úr áhrifum Frakklands og Þýskalands innan sambandsins. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, kveðst sammála þeirri gagnrýni sem fram hafi komið frá Ítölum. Segir hann sambandið mismuna aðildarríkjum og bendir á að framkvæmdastjórn sambandsins hafi komið í veg fyrir að upphaflegt fjárlagafrumvarp Ítalíustjórnar hafi náð fram að ganga. Framkvæmdastjórnin sagði hallann of mikinn og brjóta í bága við reglur sambandsins um fjármál aðildarríkja. Skuldir Ítalíu eru þær næstmestu af öllum aðildarríkjum sambandsins. Framkvæmdastjórn sambandsins dró fyrr á árinu Pólland fyrir Evrópudómstólinn vegna ákvörðunar þarlendra stjórnvalda að þvinga fjölda hæstaréttardómara á eftirlaun með því að lækka eftirlaunaaldur dómara. Var það sagt brot á reglum um sjálfstæði dómstóla. Pólsk stjórnvöld drógu á endanum ákvörðun sína til baka.
Evrópusambandið Ítalía Pólland Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira