Um 10% fleiri sjúklingar á bráðamóttöku eftir lokun bráðahluta hjartagáttar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. janúar 2019 19:45 Álag á bráðamóttöku Landspítalans hefur aukist um tíu prósent að jafnaði síðan að bráðahluta hjartagáttar var lokað. Nær ómögulegt er að draga ákvörðunina til baka að sögn yfirlæknis á hjartagátt. Heilbrigðisráðherra segist treysta faglegu mati spítalans. Bráðahluti hjartagáttar Landspítalans við Hringbraut var færður yfir á bráðamóttökuna í Fossvogi fyrsta desember síðastliðinn. „Það hefur komið svolítið aukið álag vegna þessa sjúklingahóps eðli málsins samkvæmt. Þetta eru um það bil 20 sjúklingar á dag, í heildina tekur bráðamóttakan að jafnaði á móti sirka 200 sjúklingum á dag þannig að þetta eru 10% þess,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku. Í hlutaúttekt um stöðu bráðamóttökunnar sem birt var í gær leggur landlæknir til að Landspítalann endurmeti hvort lokun hjartagáttar hafi verið rétt ákvörðun. „Ef að það er sýnt að þetta verulega ógni öryggi sjúklinga þá auðvitað endurskoðum við þessa ákvörðun. Eins og þetta lítur út fyrir okkur núna að þá hefur þessi breyting tekist vel til og það er ekki tilefni til að því er við fáum séð að endurskoða þetta,“ segir Jón Magnús. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðadeild Landspítalans.Karl Andersen, yfirlæknir á hjartagátt, tekur í sama streng og segir ákvörðunina hafa verið tekna af vel ígrunduðu máli. „Veltum við öllum steinum og við náttúrlega fórum ekki út í þetta af neinni annarri ástæðu en þeirri að það var mannekla, veruleg mannekla, sem að okkur tókst ekki að ráða fram úr. Í ljósi þess þá urðum við að gera þessar breytingar og ég núna þegar þessi breyting er um garð gengin þá er mjög erfitt að vinda ofan af henni og ég sé bara ekki hreinlega að það sé hægt,“ segir Karl. Hann bendir á að með tilkomu nýs meðferðarkjarna verði þjónustan öll sameinuð á ný undir sama þaki. „Þetta undirstrikar ennþá meira en áður að við þurfum að sameina bráðaþjónustu í eitt hús á einni deild og þangað til að það er gert að þá verðum við með þessa óþægilegu aðstæður, að vinna í tveimur húsum,“ segir Karl. „Auðvitað vildum við geta sameinað þessar deildir strax í dag á nýjum meðferðarkjarna og ég vona bara að þeirri uppbyggingu verði flýtt.“Karl Andersen, yfirlæknir á hjartagátt Landspítalans.Vísir/skjáskotSvandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kveðst treysta faglegu mati Landspítalans. „Auðvitað er þessi ákvörðun rökstudd með tilteknum hætti og Landspítalinn verður að meta það. En ég hlýt að horfa til þess, þar sem að embætti landlæknis er svona minn ráðgjafi í heilbrigðismálum meðal annars, að hlýtur að vera ástæða til þess að hvetja Landspítalann til að meta þessa ákvörðun eftir tiltekinn tíma,“ segir Svandís. Hún mun á morgun ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heimsækja stofnanir Landspítalans og kynna sér starfsemina og stöðu mála. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Bíða fjórum sinnum lengur en æskilegt er talið Bráðamóttöku Landspítalans tekst vel að sinna bráðahlutverki sínu. Ekki er töf á því að þeir sem veikastir eru fái þjónustu og meðaldvalartími þeirra sem útskrifast heim hefur ekki lengst. 8. janúar 2019 14:11 Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Yfirlæknir segir mikil samlegðaráhrif fást með því að sameina bráðaþjónustu á einum stað. 12. október 2018 11:58 Skoða þarf hvort flutningur hjartagáttar hafi gefist vel Von á hlutaúttekt á starfsemi bráðamóttökunnar í Fossvogi vegna álags eftir flutninga hjartagáttar 6. janúar 2019 19:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Álag á bráðamóttöku Landspítalans hefur aukist um tíu prósent að jafnaði síðan að bráðahluta hjartagáttar var lokað. Nær ómögulegt er að draga ákvörðunina til baka að sögn yfirlæknis á hjartagátt. Heilbrigðisráðherra segist treysta faglegu mati spítalans. Bráðahluti hjartagáttar Landspítalans við Hringbraut var færður yfir á bráðamóttökuna í Fossvogi fyrsta desember síðastliðinn. „Það hefur komið svolítið aukið álag vegna þessa sjúklingahóps eðli málsins samkvæmt. Þetta eru um það bil 20 sjúklingar á dag, í heildina tekur bráðamóttakan að jafnaði á móti sirka 200 sjúklingum á dag þannig að þetta eru 10% þess,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku. Í hlutaúttekt um stöðu bráðamóttökunnar sem birt var í gær leggur landlæknir til að Landspítalann endurmeti hvort lokun hjartagáttar hafi verið rétt ákvörðun. „Ef að það er sýnt að þetta verulega ógni öryggi sjúklinga þá auðvitað endurskoðum við þessa ákvörðun. Eins og þetta lítur út fyrir okkur núna að þá hefur þessi breyting tekist vel til og það er ekki tilefni til að því er við fáum séð að endurskoða þetta,“ segir Jón Magnús. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðadeild Landspítalans.Karl Andersen, yfirlæknir á hjartagátt, tekur í sama streng og segir ákvörðunina hafa verið tekna af vel ígrunduðu máli. „Veltum við öllum steinum og við náttúrlega fórum ekki út í þetta af neinni annarri ástæðu en þeirri að það var mannekla, veruleg mannekla, sem að okkur tókst ekki að ráða fram úr. Í ljósi þess þá urðum við að gera þessar breytingar og ég núna þegar þessi breyting er um garð gengin þá er mjög erfitt að vinda ofan af henni og ég sé bara ekki hreinlega að það sé hægt,“ segir Karl. Hann bendir á að með tilkomu nýs meðferðarkjarna verði þjónustan öll sameinuð á ný undir sama þaki. „Þetta undirstrikar ennþá meira en áður að við þurfum að sameina bráðaþjónustu í eitt hús á einni deild og þangað til að það er gert að þá verðum við með þessa óþægilegu aðstæður, að vinna í tveimur húsum,“ segir Karl. „Auðvitað vildum við geta sameinað þessar deildir strax í dag á nýjum meðferðarkjarna og ég vona bara að þeirri uppbyggingu verði flýtt.“Karl Andersen, yfirlæknir á hjartagátt Landspítalans.Vísir/skjáskotSvandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kveðst treysta faglegu mati Landspítalans. „Auðvitað er þessi ákvörðun rökstudd með tilteknum hætti og Landspítalinn verður að meta það. En ég hlýt að horfa til þess, þar sem að embætti landlæknis er svona minn ráðgjafi í heilbrigðismálum meðal annars, að hlýtur að vera ástæða til þess að hvetja Landspítalann til að meta þessa ákvörðun eftir tiltekinn tíma,“ segir Svandís. Hún mun á morgun ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heimsækja stofnanir Landspítalans og kynna sér starfsemina og stöðu mála.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Bíða fjórum sinnum lengur en æskilegt er talið Bráðamóttöku Landspítalans tekst vel að sinna bráðahlutverki sínu. Ekki er töf á því að þeir sem veikastir eru fái þjónustu og meðaldvalartími þeirra sem útskrifast heim hefur ekki lengst. 8. janúar 2019 14:11 Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Yfirlæknir segir mikil samlegðaráhrif fást með því að sameina bráðaþjónustu á einum stað. 12. október 2018 11:58 Skoða þarf hvort flutningur hjartagáttar hafi gefist vel Von á hlutaúttekt á starfsemi bráðamóttökunnar í Fossvogi vegna álags eftir flutninga hjartagáttar 6. janúar 2019 19:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Bíða fjórum sinnum lengur en æskilegt er talið Bráðamóttöku Landspítalans tekst vel að sinna bráðahlutverki sínu. Ekki er töf á því að þeir sem veikastir eru fái þjónustu og meðaldvalartími þeirra sem útskrifast heim hefur ekki lengst. 8. janúar 2019 14:11
Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Yfirlæknir segir mikil samlegðaráhrif fást með því að sameina bráðaþjónustu á einum stað. 12. október 2018 11:58
Skoða þarf hvort flutningur hjartagáttar hafi gefist vel Von á hlutaúttekt á starfsemi bráðamóttökunnar í Fossvogi vegna álags eftir flutninga hjartagáttar 6. janúar 2019 19:00