Fækka sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi þrátt fyrir fleiri alvarleg slys Jóhann K. Jóhannsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 30. desember 2018 19:00 Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi rekstrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. Nýlega var greint frá því að Heilbrigðisstofnun Suðurlands glími við mikinn rekstrarvanda og að halli ársins 2018 stefni í 200 milljónir króna. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir að vegna þessa verði farið í breytingar á mönnun í sjúkraflutningum á svæðinu frá og með 1. febrúar næstkomandi.Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar SuðurlandsVísir/Stöð 2„Þá ætlum við á nóttunni að setja inn bakvaktir í stað staðbundinna vakta í Rangárþingi. Þetta breytir því að venjulega erum við með þrjá bíla alveg tilbúna en við ætlum að fara í það að vera með tvo bíla á svæðinu tilbúna á nóttunni en þriðji er þá mannaður með bakvakt,“ segir Herdís og bætir við að viðbragðstíminn fyrir þann bíl verði skilgreindur mjög skammur eða um tuttugu mínútur. Hann verði þó í raun um fimm til tíu mínútur. Þannig hafi breytingarnar ekki áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. „Með þessu móti þá erum við náttúrulega að reyna stilla mönnunina þannig inn að við séum að reyna vera með vel mannað þegar álagið er hvað mest og draga þá úr mönnum þegar álagið er minna,“ segir Herdís. Hún segir að engum fastráðnum starfsmönnum verði sagt upp. Það séu starfsmenn sem hafi verið ráðnir tímabundið sem fái ekki áframhaldandi starfssamning. Sjúkraflutningarmönnum fækki úr tuttugu og sjö í tuttugu og þrjá á Suðurlandi. „Þetta eru kannski fjórir eða fimm einstaklingar.“ Aðspurð segist Herdís ekki hafa áhyggjur af stöðunni þrátt fyrir að fækka eigi stöðugildum á svæðinu á sama tíma og alvarlegum slysum fjölgar. „Mér finnst sjálfsagt að við reynum þetta. Hvort að þetta skilar okkur árangri í rekstrinum,“ segir Herdís. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Saddir og sælir sjúkraflutningamenn á Suðurlandi Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir á vaktinni yfir jólahátíðina því félagar í bifhjólasamtökunum Postulunum komu til þeirra með fullt fangað af mat og drykk. 24. desember 2018 13:00 Slysið setur meiri þrýsting á nýja brú á svæðinu Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir að slysið í dag þrýsti á framkvæmdir við Súlu sem fyrst. 27. desember 2018 19:48 Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Sjá meira
Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi rekstrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. Nýlega var greint frá því að Heilbrigðisstofnun Suðurlands glími við mikinn rekstrarvanda og að halli ársins 2018 stefni í 200 milljónir króna. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir að vegna þessa verði farið í breytingar á mönnun í sjúkraflutningum á svæðinu frá og með 1. febrúar næstkomandi.Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar SuðurlandsVísir/Stöð 2„Þá ætlum við á nóttunni að setja inn bakvaktir í stað staðbundinna vakta í Rangárþingi. Þetta breytir því að venjulega erum við með þrjá bíla alveg tilbúna en við ætlum að fara í það að vera með tvo bíla á svæðinu tilbúna á nóttunni en þriðji er þá mannaður með bakvakt,“ segir Herdís og bætir við að viðbragðstíminn fyrir þann bíl verði skilgreindur mjög skammur eða um tuttugu mínútur. Hann verði þó í raun um fimm til tíu mínútur. Þannig hafi breytingarnar ekki áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. „Með þessu móti þá erum við náttúrulega að reyna stilla mönnunina þannig inn að við séum að reyna vera með vel mannað þegar álagið er hvað mest og draga þá úr mönnum þegar álagið er minna,“ segir Herdís. Hún segir að engum fastráðnum starfsmönnum verði sagt upp. Það séu starfsmenn sem hafi verið ráðnir tímabundið sem fái ekki áframhaldandi starfssamning. Sjúkraflutningarmönnum fækki úr tuttugu og sjö í tuttugu og þrjá á Suðurlandi. „Þetta eru kannski fjórir eða fimm einstaklingar.“ Aðspurð segist Herdís ekki hafa áhyggjur af stöðunni þrátt fyrir að fækka eigi stöðugildum á svæðinu á sama tíma og alvarlegum slysum fjölgar. „Mér finnst sjálfsagt að við reynum þetta. Hvort að þetta skilar okkur árangri í rekstrinum,“ segir Herdís.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Saddir og sælir sjúkraflutningamenn á Suðurlandi Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir á vaktinni yfir jólahátíðina því félagar í bifhjólasamtökunum Postulunum komu til þeirra með fullt fangað af mat og drykk. 24. desember 2018 13:00 Slysið setur meiri þrýsting á nýja brú á svæðinu Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir að slysið í dag þrýsti á framkvæmdir við Súlu sem fyrst. 27. desember 2018 19:48 Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Sjá meira
Saddir og sælir sjúkraflutningamenn á Suðurlandi Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir á vaktinni yfir jólahátíðina því félagar í bifhjólasamtökunum Postulunum komu til þeirra með fullt fangað af mat og drykk. 24. desember 2018 13:00
Slysið setur meiri þrýsting á nýja brú á svæðinu Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir að slysið í dag þrýsti á framkvæmdir við Súlu sem fyrst. 27. desember 2018 19:48
Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42