Hvergerðingum brugðið vegna snarps jarðskjálfta Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. desember 2018 20:37 Íbúum í Hveragerði var mjög brugðið þegar jarðskjálftinn reið yfir í nótt þó þeir séu vanir ýmsu þegar jarðskjálftar eru annars vegar. Bæjarstjórinn útilokar ekki að um manngerðan skjálfta hafi verið að ræða vegna niðurdælingar á vatni á Hellisheiði. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti nokkra íbúa í Hveragerði í dag. Lífið gekk sinn vanagang í Hveragerði í dag eins og aðra daga þrátt fyrir jarðskjálftann í nótt sem vakti margra Sunnlendinga af værum blundi, og aðra íbúa í næsta nágrenni. Það voru þó ekki allir farnir að sofa í Hveragerði rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. „Ég var vakandi, Hvergerðingar voru margir hverjir að koma heim af hinu árlega Sölvaballi. Þetta var auðvitað eins og mjög þungur bíll keyrði á húsið,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. „Eins og allaf gerist þegar maður upplifir jarðskjálfta þá dettur manni helst til hugar „Hvað verður hann stór? Er hann nálægt okkur eða fjarri okkur? Er hann stærstur hér eða stærri annars staðar?““ Aldís útilokar ekki að skjálftinn hafi verið manngerður vegna niðurdælingar á jarðhitavatni um borholur á Hellisheiði. Við erum vön bæði þessu sem við köllum náttúrulegum skjálftum, allt frá hverakeppum upp í þessa stóru. En svo erum við líka vön þessum manngerðu skjálftum, við vitum náttúrulegar ekki enn þá af hvorri tegundinni þetta er þó að mér sýnist Veðurstofan gera ráð fyrir að þetta sé af eðlilegum orsökum. Hvergerðingum og nærsveitamönnum var eðlilega mjög brugðið við skjálftann í nótt. „Mér fannst þetta vera lengi. Mér fannst rúmið hristast og húsið með. Enda var ég búin að heyra aðeins í hundunum mínum. Ég er með tvo hunda og þeir voru búnir að vera eitthvað órólegir,“ segir Anna Guðrún Halldórsdóttir, íbúi í Hveragerði.Var þetta óþægileg tilfinning?„Já maður veit aldrei hversu mikið þetta verður.“ „Maður hefur nú fundið þá marga miklu stærri, en hann hristist svolítið,“ segir Tómas Hassing, íbúi í Hveragerði.Hvernig lýsti hann sér?„Þetta var bara ekkert högg, hann bara hristist.“ „Ég vaknaði bara upp við þetta og það lék allt á reiðiskjálfi. Ég hugsaði bara til dætra minna sem voru sofandi inni í herbergjunum sínum og fór svo bara strax að fjarlægja allt úr gluggakistum ef það skyldi koma annar,“ segir Helga Dögg Snorradóttir, Hvergerðingur.Var þetta óþægileg tilfinning? „Já, maður veit aldrei hvenær þetta endar og hvað þetta verður mikið. Það er svona óvissan.“ Eldgos og jarðhræringar Hveragerði Tengdar fréttir Um þrjátíu eftirskjálftar og hátt í fjögur hundruð tilkynningar Hátt í fjögur hundruð tilkynningar frá nánast öllu suðvesturhorni landsins hafa borist Veðurstofu Íslands vegna snarps jarðskjálfta sem varð á Hellisheiði laust fyrir klukkan þrjú í nótt. 30. desember 2018 11:54 Öflugur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu Fannst greinilega víða um borg. 30. desember 2018 03:02 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira
Íbúum í Hveragerði var mjög brugðið þegar jarðskjálftinn reið yfir í nótt þó þeir séu vanir ýmsu þegar jarðskjálftar eru annars vegar. Bæjarstjórinn útilokar ekki að um manngerðan skjálfta hafi verið að ræða vegna niðurdælingar á vatni á Hellisheiði. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti nokkra íbúa í Hveragerði í dag. Lífið gekk sinn vanagang í Hveragerði í dag eins og aðra daga þrátt fyrir jarðskjálftann í nótt sem vakti margra Sunnlendinga af værum blundi, og aðra íbúa í næsta nágrenni. Það voru þó ekki allir farnir að sofa í Hveragerði rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. „Ég var vakandi, Hvergerðingar voru margir hverjir að koma heim af hinu árlega Sölvaballi. Þetta var auðvitað eins og mjög þungur bíll keyrði á húsið,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. „Eins og allaf gerist þegar maður upplifir jarðskjálfta þá dettur manni helst til hugar „Hvað verður hann stór? Er hann nálægt okkur eða fjarri okkur? Er hann stærstur hér eða stærri annars staðar?““ Aldís útilokar ekki að skjálftinn hafi verið manngerður vegna niðurdælingar á jarðhitavatni um borholur á Hellisheiði. Við erum vön bæði þessu sem við köllum náttúrulegum skjálftum, allt frá hverakeppum upp í þessa stóru. En svo erum við líka vön þessum manngerðu skjálftum, við vitum náttúrulegar ekki enn þá af hvorri tegundinni þetta er þó að mér sýnist Veðurstofan gera ráð fyrir að þetta sé af eðlilegum orsökum. Hvergerðingum og nærsveitamönnum var eðlilega mjög brugðið við skjálftann í nótt. „Mér fannst þetta vera lengi. Mér fannst rúmið hristast og húsið með. Enda var ég búin að heyra aðeins í hundunum mínum. Ég er með tvo hunda og þeir voru búnir að vera eitthvað órólegir,“ segir Anna Guðrún Halldórsdóttir, íbúi í Hveragerði.Var þetta óþægileg tilfinning?„Já maður veit aldrei hversu mikið þetta verður.“ „Maður hefur nú fundið þá marga miklu stærri, en hann hristist svolítið,“ segir Tómas Hassing, íbúi í Hveragerði.Hvernig lýsti hann sér?„Þetta var bara ekkert högg, hann bara hristist.“ „Ég vaknaði bara upp við þetta og það lék allt á reiðiskjálfi. Ég hugsaði bara til dætra minna sem voru sofandi inni í herbergjunum sínum og fór svo bara strax að fjarlægja allt úr gluggakistum ef það skyldi koma annar,“ segir Helga Dögg Snorradóttir, Hvergerðingur.Var þetta óþægileg tilfinning? „Já, maður veit aldrei hvenær þetta endar og hvað þetta verður mikið. Það er svona óvissan.“
Eldgos og jarðhræringar Hveragerði Tengdar fréttir Um þrjátíu eftirskjálftar og hátt í fjögur hundruð tilkynningar Hátt í fjögur hundruð tilkynningar frá nánast öllu suðvesturhorni landsins hafa borist Veðurstofu Íslands vegna snarps jarðskjálfta sem varð á Hellisheiði laust fyrir klukkan þrjú í nótt. 30. desember 2018 11:54 Öflugur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu Fannst greinilega víða um borg. 30. desember 2018 03:02 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira
Um þrjátíu eftirskjálftar og hátt í fjögur hundruð tilkynningar Hátt í fjögur hundruð tilkynningar frá nánast öllu suðvesturhorni landsins hafa borist Veðurstofu Íslands vegna snarps jarðskjálfta sem varð á Hellisheiði laust fyrir klukkan þrjú í nótt. 30. desember 2018 11:54