Ríkisráð kom saman á Bessastöðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. desember 2018 12:31 Staðan á vinnumarkaði verður eitt stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar á nýju ári að sögn ráðherra. Tillögur að breytingum í þágu umferðaröryggis verða kynntar fljótlega á nýju ári. Venju samkvæmt á gamlársdag kom ríkisráð saman til fundar á Bessastöðum í morgun. „Það mun augljóslega reyna á stöðuna á vinnumarkaði. Ég lít þannig á að okkar sameiginlega verkefni sé að ná að vernda þann árangur sem að við höfum náð í hús á undanförnum árum,“ sagði Bjarni Benediktsson fyrir fundinn, spurður um stærstu verkefni ríkisstjórarinnar á nýju ári. Katrín Jakobsdóttir,forsætisráðherra tók í svipaðan streng og nefndi vinnumarkaðsmálin. „Það er líka ljóst að aðstæður eru að breytast í efnahagsmálum. Við erum að sjá hægari vöxt framundan þannig að það skiptir miklu máli núna hvernig við bregðumst við á næstu misserum og tökumst á við það til að tryggja hér áframhaldandi lífskjarabaráttu fyrir allan almenning,“ segir Katrín. Aðspurð segir hún aðgerðir í loftslagsmálum vera meðal þess sem stóð upp úr á árinu. „Ég hlýt náttúrlega að nefna aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem að ég held að hafi verið gríðarlega mikilvægt fyrsta skref sem okkar framlag í baráttunni gegn loftslagsbreytingum,“ segir Katrín. Umferðaröryggi og staða vegakerfisins hefur verið áberandi í umræðunni en vinnu vegna nýrrar samgönguáætlunar líkur í janúar, en meira gæti þurft til. „Til þess að ná þeim markmiðum okkar um að fækka slysum þá þurfum við kannski að horfa á fleiri þætti eins og til dæmis hugsanlega lækkun hraða á hættulegustu stöðunum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. „Það er eitthvað sem að við höfum verið að vinna að á síðustu vikum og verður vonandi hægt að kynna fljótlega.“ Alþingi Kjaramál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira
Staðan á vinnumarkaði verður eitt stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar á nýju ári að sögn ráðherra. Tillögur að breytingum í þágu umferðaröryggis verða kynntar fljótlega á nýju ári. Venju samkvæmt á gamlársdag kom ríkisráð saman til fundar á Bessastöðum í morgun. „Það mun augljóslega reyna á stöðuna á vinnumarkaði. Ég lít þannig á að okkar sameiginlega verkefni sé að ná að vernda þann árangur sem að við höfum náð í hús á undanförnum árum,“ sagði Bjarni Benediktsson fyrir fundinn, spurður um stærstu verkefni ríkisstjórarinnar á nýju ári. Katrín Jakobsdóttir,forsætisráðherra tók í svipaðan streng og nefndi vinnumarkaðsmálin. „Það er líka ljóst að aðstæður eru að breytast í efnahagsmálum. Við erum að sjá hægari vöxt framundan þannig að það skiptir miklu máli núna hvernig við bregðumst við á næstu misserum og tökumst á við það til að tryggja hér áframhaldandi lífskjarabaráttu fyrir allan almenning,“ segir Katrín. Aðspurð segir hún aðgerðir í loftslagsmálum vera meðal þess sem stóð upp úr á árinu. „Ég hlýt náttúrlega að nefna aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem að ég held að hafi verið gríðarlega mikilvægt fyrsta skref sem okkar framlag í baráttunni gegn loftslagsbreytingum,“ segir Katrín. Umferðaröryggi og staða vegakerfisins hefur verið áberandi í umræðunni en vinnu vegna nýrrar samgönguáætlunar líkur í janúar, en meira gæti þurft til. „Til þess að ná þeim markmiðum okkar um að fækka slysum þá þurfum við kannski að horfa á fleiri þætti eins og til dæmis hugsanlega lækkun hraða á hættulegustu stöðunum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. „Það er eitthvað sem að við höfum verið að vinna að á síðustu vikum og verður vonandi hægt að kynna fljótlega.“
Alþingi Kjaramál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira