Nokkur spurningarmerki í þessum hóp vegna meiðsla Hjörvar Ólafsson skrifar 20. desember 2018 10:00 Guðmundur Þórður og Gunnar Magnússon kynna hópinn. Fréttablaðið/Eyþór Guðmundur Þórður Guðmundsson skar niður þann 28 leikmanna hóp, sem hann hefur skráð sem mögulega leikmenn fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í handbolta karla sem fram fer í janúar, í 20 leikmanna æfingahóp. Guðmundur segir að taka þurfi stöðuna á þremur leikmönnum liðsins hvað meiðsli varðar og erfiðast hafi verið að velja þá tvo leikmenn sem skipa munu stöðu vinstri hornamanns að þessu sinni. „Mesti hausverkurinn var klárlega að velja þá tvo leikmenn sem við ætluðum að hafa í vinstra horninu. Það var einkar erfitt að ákveða það að skilja Bjarka Má Elísson eftir og það var erfitt að tilkynna honum þá ákvörðun. Mér fannst hins vegar betra að taka þessa ákvörðun strax í stað þess að láta þá mæta til æfinga og bítast um stöðuna. Það sama á við um hægra hornið og markmannsstöðuna,“ segir hann um valið. „Svo erum við að ganga í gegnum kynslóðaskipti og það er mikil uppstokkun í liðinu. Það tók nokkurn tíma að finna út hvernig best væri að hafa hópinn. Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson og Rúnar Kárason hafa verið að glíma við meiðsli undanfarið og við munum nota æfingarnar á komandi dögum og leikina milli jóla og nýárs til þess að meta stöðuna á þeim. Ég hef verið í töluverðum samskiptum við Alfreð Gíslason [þjálfara Kiel] um Gísla Þorgeir og hann hefur tjáð mér að málin séu í góðum farvegi hjá Gísla,“ segir Guðmundur um stöðuna á hópnum. „Við höfum stuttan tíma til þess að undirbúa liðið og það bætir svo sannarlega ekki úr skák hversu seint deildirnar í Noregi og Svíþjóð klárast. Það er til að mynda bikarúrslitaleikur í Noregi 29. desember sem mér finnst fráleitt og mjög undarlegt að alþjóða handboltasambandið láti það viðgangast. Ég hef minni áhyggjur af sóknarleiknum og mun einblína meira á að fara yfir varnarleikinn í undirbúningnum. Við þurfum til að mynda að æfa það hvernig við verjumst sjö á móti sex sem er afbrigði sem Króatía og Makedónía hafa mikið beitt,“ segir hann um komandi vikur. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson skar niður þann 28 leikmanna hóp, sem hann hefur skráð sem mögulega leikmenn fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í handbolta karla sem fram fer í janúar, í 20 leikmanna æfingahóp. Guðmundur segir að taka þurfi stöðuna á þremur leikmönnum liðsins hvað meiðsli varðar og erfiðast hafi verið að velja þá tvo leikmenn sem skipa munu stöðu vinstri hornamanns að þessu sinni. „Mesti hausverkurinn var klárlega að velja þá tvo leikmenn sem við ætluðum að hafa í vinstra horninu. Það var einkar erfitt að ákveða það að skilja Bjarka Má Elísson eftir og það var erfitt að tilkynna honum þá ákvörðun. Mér fannst hins vegar betra að taka þessa ákvörðun strax í stað þess að láta þá mæta til æfinga og bítast um stöðuna. Það sama á við um hægra hornið og markmannsstöðuna,“ segir hann um valið. „Svo erum við að ganga í gegnum kynslóðaskipti og það er mikil uppstokkun í liðinu. Það tók nokkurn tíma að finna út hvernig best væri að hafa hópinn. Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson og Rúnar Kárason hafa verið að glíma við meiðsli undanfarið og við munum nota æfingarnar á komandi dögum og leikina milli jóla og nýárs til þess að meta stöðuna á þeim. Ég hef verið í töluverðum samskiptum við Alfreð Gíslason [þjálfara Kiel] um Gísla Þorgeir og hann hefur tjáð mér að málin séu í góðum farvegi hjá Gísla,“ segir Guðmundur um stöðuna á hópnum. „Við höfum stuttan tíma til þess að undirbúa liðið og það bætir svo sannarlega ekki úr skák hversu seint deildirnar í Noregi og Svíþjóð klárast. Það er til að mynda bikarúrslitaleikur í Noregi 29. desember sem mér finnst fráleitt og mjög undarlegt að alþjóða handboltasambandið láti það viðgangast. Ég hef minni áhyggjur af sóknarleiknum og mun einblína meira á að fara yfir varnarleikinn í undirbúningnum. Við þurfum til að mynda að æfa það hvernig við verjumst sjö á móti sex sem er afbrigði sem Króatía og Makedónía hafa mikið beitt,“ segir hann um komandi vikur.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Sjá meira